"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2017 Október

02.10.2017 09:49

Lægð yfir landinu.


Það er lægð yfir landinu,
allavega mínum landshluta.
Finnið þið bara fyrir veðrinu svona líkalega?
Auðvita verður maður blautur í rigningu
og kaldur í frosti, 
en í Mánaborg hefur þessi haustlægðin hreynlega
sest á húsþakið hjá okkur og óskað eftir lögheimili.
Húsmóðirin lætur nú ekki vippa sé af stólnum svo auðveldlega,
nei ég er búin að ganga á hverjum degi í beljandi rigningu
og slagveðri bara til þess að sýna þessari
haustlægð að hún hefur ekki áhrif á mig.

Tölvulúsin er búin að vera í hlutverki,
já hlutverki haustlægðar,
eða kanski bara í hlutverki Irmu
sko fellybilsins Irmu.
En í morgun var hann sem ljúfur vormorgun.

Litla ráðskonan er svoa tímpískt haustveður,
vaknar glöð í bragði en skiptir um ham oft á dag,
ég hef trú á því að veðrið farið batnandi,
hún fór líka glöð í bragði í skólan.

Fótboltastrákurinn er yfir alla veðráttu hafinn,
hefur ekki nokkra ástæðu til þess að fara út fyrir hússins dyr,
er í stífum æfingabúðum í FIFA-18.

Eiginmaðurinn þrífst vel í lægðinni,
hann er líkari ömmu sinni en hann vill viðurkenna,
er oft í essinu sínu þegar allir aðrir eru sprungnir á limminu.

Húsmóðirin sjálf þarf svo að lifa með þessu vindáttum,
Lilla hundur sem er í pössun hjá okkur er
útihundur skiptir engu máli hvernig viðrar
syndir í sjónum og veður pollana.
Ég held að ég væri búin að draga sængina
uppfyrir haus fyrir löngu ef þessi
fjórfætta vinkona mín væri ekki í langri heimsókn,
það þíðir ekkert að skæla yfir rigningu og roki,
Lilla þarf að komast út.

Þannig að lífið í Mánaborg er eins og svo oft áður,
fjölbreytt og lifandi.
Ég vildi ekki hafa það öðruvísi þó þessi lægð sé í lengst lagi.
Ég vona að þið séuð vel búin fyrir haustlægðirnar,
bæði andlega og líkamlega.
farið vel með ykkur elskurnar.

K.kv. Anna á fallegum haustmorgni.
  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1296
Samtals gestir: 289
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 19:54:13

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar