"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2017 Nóvember

26.11.2017 11:20

Barnaefni.


Þegar ég var að alast upp, ég veit að það eru nokkur ár síðan,
þá fékk maður ekki valkvíða við það að kveykja á sjónvarpinu,
á sunnudögum var beðið eftir Stundinni okkar
og á meðan ég beið þá horfði ég á Sunnudags hugvekjuna.
á mánudögum var sýndur einn þáttur af Tomma og Jenna,
mig minnir að það hafi verið strax eftir fréttir.
Nýjasta tækni og vísindi voru minnir mig á miðvikudögum,
svo var það teiknimynda sería sem hét Einu sinni var,
Guðni Kolbeinsson talsetti,
allveg frábært barna-fjölskyldu efni.
Þegar ég var við það að breytast í ungling þá vorum við með
M-TV og fleiri stöðvar á Patró,
allgjör lúxus.
Einhverstaðar í æskunni horfði ég á Múmíálfana
og þeir festust bara í sál minni.
Þegar Heimasætan mín kom inní líf mitt (með pabba sínum)
þá kynntist ég Simpson fjölskyldunni,
bræðurnir voru líka hrifnir af Bart og Homer,
en þeir komu líka með sænskan þverhaus inná heimilið,
Pétur og kötturinn Brandur
þeir eru í allgjöru uppáhaldi hjá mér.
Litla ráðskonan horfir á Svamp Sveinsson,
hvað ætli höfundirinn hafi borðað í morgunmat
daginn sem hann fékk hugmyndina af þessum svampi.
Ég hef ekkert sett mig inní söguna um hann Svamp,
hann heillar mig bara ekkert.
En ef ykkur langar að setjast niður og horfa á 
sjarmerandi teiknimynd sem töframennirnir
í Ameríkuríki hafa ekki komið nálægt
þá mæli ég með honum Pétri
og þó ég sé ekkert mikið fyrir ketti 
þá er hann Brandur óttalegt krútt.

Njótið dagsins kæru vinir og munið að við verðum 
aldrei of gömul fyrir góða teiknimynd.
K.kv. Anna sem er ung í anda.

20.11.2017 12:23

bara mánudagur.


Mánudagur,
hann byrjaði eiginlega of vel,
ég þarf yfirleitt að lokka tölvulúsina framúr með lægni,
hann er skólaleiður,
þreyttur og þver.
Já svona fyrst á morgnana allavegan.
Nema í morgun var hann vaknaður á undan mér,
ofur hress og í feikna stuði.
Fósturmóirin þekkir sinn mann
og var ekki bjartsýn um að þessi gleði entist daginn.
Ég var eitthvað illa sofin og ákvað að leggja mig smá stund
eftir að börnin voru farin í skólan,
ég var ekki búin að kúra lengi þegar síminn hringdi,
SKÓLINN,
já herrann var í sjálfstæðisbaráttu (einusinnienn)
hlíddi ekki og hlustaði ekki á neinn.
Þá var baara að henda sér í föt og rölta uppí skóla,
ég hugsa svo oft til þess þegar ég var á sama aldri,
það voru nokkrir mjög líflegir í bekknum mínum,
við vorum í heimavistaskóla langt frá mannabyggðum
og ekki hægt að hringja í einn né neinn ef einhver 
var á röngunni.
Tölvulúsin lætur hafa fyrir sér, 
hann á ekki alltaf auðvelt með sig.
En það er verkefni okkar fullorðnafóksins að gera 
daginn hans sem bestann.
Auðvita hefur hann skinsemi og gáfur til þess að 
hjálpa til við það sjálfur,
en stundum gleymir hann því öllusaman.
Hvað gerir svo húsmóirin ég þegar hún er búin að rölta 
uppí skóla og ræða við herrann?
Fer heim finnur sæta mynd til þess að horfa á
og fær sér stórt mjókurglas og fullt af piparkökum.
fékk reyndar illt í magan af mjólkinni,
ekki reyna að segja mér að piparkökur fari illa í mig..
Nú fer skóladeginum að ljúka og ég ætla að 
koma mér úr sófanum áður en börnin koma heim.
Njótið dagsins og andið djúpt.

K.kv. Anna með piparköku "eytrun"


08.11.2017 09:05

Velkomin vetur!

Það er kominn vetur.
Eitt af því sem ég lærði á því að búa í Noregi
var að klæða mig eftir veðri.
Í gær var slabb,
fallegt veður en lúmsk hálka.
Auðvita er Oktavía komin á vetrardekkin,
en maðurinn í lífi mínu hann hefur ekki búið í Noregi,
þess vegna kemur honum yfirleitt mjög mikið á óvart
daginn sem hann kemst ekki í vinnuna á sumardekkjunum.
Þannig var það í gær.
Og auðvita lánaði ég hoinum bestu vinkonu mína.
Sjálf ákvað ég að fara bara gangandi á pósthúsið,
ég var með tilkinningu um pakka.
Ég klæddi mig eftir veðri,
fór í gúmístigvél og setti endurskinsvestirð í margnnotapokann.
Það var hábjartur dagur en þar sem ég ætlaði í Hruna 
þá borgaði sig að vera með vestið.
Ég rölti í rólegheitum niður í búð,
já við erum náttúrulega með búðina og pósthúsið 
undir sama þaki í firðinum fagra.
Í búðinni hitti ég góða konu,
hún hafði stokkið út á inniskónum í slabbinu,
ég var voða montin með mig enda klædd eftir veðri.
Þegar ég var búin að sækja pakkan á pósthúsinu 
þá lá leiðin í athvarfið mitt,
ekki langur spotti en ég fór frekar hægt yfir þar sem 
undir slabbinu leyndist hálka.
Þegar ég átti ógurlega stutt eftir í Hruna
var eiginlega allveg komin þangað.......
þá datt ég!
Og svo datt ég aftur einu skrefi seinna.
Eins og ég sagði ykkur þá var slabb,
rennblautt og ískalt SLABB.
Ég var ótrúlega fljót að spretta á fætur,
renn blaut og með snjó af blautugerðinni ofaní stigvélunum.
Þegar ég kom í Hruna nokkrum skrefum síðar
þá varð ég að fara úr buxum,sokkum og brók.
Já ég var gegndrepa!
Þá kom sér vel að vera með pakkann frá pósthúsinu,
í honum voru fallegar servéttur og fleira sem mamma mín var að senda mér,
en að auki voru þar nærbuxur nýinnkeyptar
sem ég hafði gleymt hjá mömmu í síðustu borgarferð.
Ég gat semsagt hulið á mér rassinn,
ekki gat ég verið á lærunum á vinnustofunni,
já og tærnar voru ískaldar líka.
Í Hruna er ég með smá haug af fötum,
þetta eru föt sem mér finnst ekki hæfa til þess að gefa Rauðakrossinum,
en gæti mögulega notað þau í kanínuföt.
Í þessum haug fann ég gamlar gammósíur af mér,
mikið rosalega varð ég glöð.
Ég ætlaði ekki að láta þessa biltu skemma fyrir mér góðan dag í Hruna.
Þá voru það bara köldu tærnar,
í Hruna finnst ýmislegt,
þar á meðal karfa með allskins "góssi" sem ég kaupi
og get svo notað í gjafir.
Þar voru þessir líka fínu sokkar keyptir í Edinborg í fyrra.
Já ég var í Hruna til hálf sex,
þá klæddi ég mig í endurskinsvestið og rölti heim.
Ég er með risa marblett á öðru hnénu og soldið illt í hendinni.
En þetta hefði getað farið verr,
Ég hefði getað runnið út á götu og 
vörubíll keyrt yfir  mig.

Farið varlega elskurnar og klæðið ykkur bara eins og þið viljið.
K.kv. Anna með fjólublátt hné.

04.11.2017 10:29

Ástríða eða árátta?Þið sem þekkið mig,
já eða hafið lesið párið mitt endrum og sinnum.
þið hafið kanski áttað ykkur á því að mér finnst
húsmóðurstörfin svokölluðu bara alls ekkert leiðinleg.
Það sem mér finnst leiðinlegt eða gerir mig leiða
það er þegar heimilisfólkið mitt gleymir að virða
vinnuna mína og gengur ekki um samkvæmt mínum óskum.
En ég kvarta nú ekkert allvarlega yfir þeim,
eða er ég kanski sí röflandi og veit bara ekki af því?
Í gær föstudag þá byrjaði ég daginn á því að taka utanaf
sængunum og þrífa hjónaherbergið,
í miðju kafi þá mundi ég að ég hafði gert þetta nákvæmlega
sama á fimmtudaginn í síðustu vilku.
Það eru engir rykmaurar með lögheimili
í hjónaherberginu í Mánaborg.
En þegar ég er í þessum ham,
ef ham skyldi kalla,
þá er ég ekki pirruð eða þreytt eða reið,
ég er glöð og mér finnst tilhugsunin um að  setjast
niður á föstudagskvöldi og allt er hreynt og fínt bara 
allveg dásamleg.
Hvenar ertu með áráttu og hvenar er þetta hreyn ástríða.
Ég held ég sé með svarið:
Ég er ekki með þryf áráttu,
ég get farið út án þess að skúra yfir eldhúsið fyrst,
ég er ekki með kvíða yfir tilhugsuninni að 
í rúmdýnunni minni sé heilt þorp af rykmaurum.
Mér finnst gaman að þrífa,
ég hef alltaf verið svona.
Daginn sem ég hætti að hafa gaman af húsverkunum,
þá hætti ég!
Elskurnar múnar, njótið dagsins og andið djúpt.
K.kv. Anna með ástríðu 
  • 1
Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1402
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:47:37

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar