"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2018 Janúar

18.01.2018 12:10

mí tú en þú?


Ég held að þessi tvö séu gift, 
kanski eru þau á leiðinni á hjónaball.
Hún virðist allavegana sátt í fanginu á manninum,
og það er mikilvægast.

Ég veit ekki hversu margir hanga enn með mér hérna á blogginu,
en ein eða tvær og ég er allveg viss um að þær-þeir-þau
sem lesa þetta pár hjá mér í dag hafa heyrt um "mítú" biltinguna.

Ég hef enga reynslu af biltingum,
en ég hef reynslu af því að líða eins og 
allur heimurinn sé á herðum mér,
og ég sé alsystir hans Palla sem var einn í heiminum.

Það er gott að leikonur, vísindakonur, íþróttakonur og
já bara allar heimsins konur hrópi hátt 
finni stuðnig frá umheiminum og láti það vera skýrt 
að við eigum okkur sjálfar og engin hefur 
nokkurn rétt til þess að misbeita valdi sínu
og niðurlægja eða meiða á nokkurn hátt.

En,......... er eitthvað en!
Já ég er svo hrædd um stúlkur og konur sem
bera þungan bakpoka af skömm og eru jafnvel
búnar að bera pokann lengi,
það eru ekki allar konur með sterkt bakland,
er einhver hópur innan biltingarinnar
fyrir brotnar sálir sem flosnuðu uppúr skóla 
og voru kanski misnotaðar af einhverjum nákomnum?

Ég dáist að öllum þessu hugrökku konum sem 
standar beinar í baki en bugaðar og segja sögu sína,
ekkert brot er verra en annað,
en munurinn á háskólagengnu konunni og 
litlu stúlkunni með eldspíturnar er mikill.

Þegar ég byrjaði að taka til í sálinni minni 
þá vann ég í flottu fjölskyldufyrirtæki í Hafnarfirði,
vinnudagurinn var til klukkan rúmlega sex.
en einusinni í viku fékk ég að fara klukkan fimm
afþví að ég var í viðtalstíma í Stígamótum,
það mátti engin vita afhverju ég fór (fannst mér)
En konan sem vann á skrifstofunni sá til þess
að á miðvikudögum hvarf ég klukkutíma fyrr,
ég hafði ekki allt fyrirtækið á bakvið mig svona í orðsins fyllstu,
en mér leið þannig,
mér leið eins og ég skipti máli,
ég var kanski ein í minni biltingu,
en með samþykki frá vinnuveitandanum,

Hugum að þeim sem hafa ekki sterkt bakland,
"mér líka" biltingin má ekki búa til enn stærri skugga
yfir þau sem minna meiga sín og standa
nú þegar í skugganum af bakpokanum sem 
er fullur af vondum minningum.

Föðmum nánungan,
brosum framaní heimin,
með kærleika brjótum við niður stæðstu múrana.

Þangað til næst, takk fyrir lesturinn.
K.kv. Anna í sinni eigin biltingu.


02.01.2018 22:55

2018

Já það er komið nýtt ár!
Hvað bíður mín á þessu ári?
Ekki sömu verkefni og á síðasta ári,
já nema þvotturinn náttúrulega. 
Það er svo margt sem ég gæti skrifað
um ný liðið ár.......
en ég ætla bar að einbeita mér að því
sem koma skal og vanda mig að gera þetta
ár eins gott og ég mögulega get.
Hvað er að frétta úr Mánaborg?
Bróðir-Súpermann er á sínum stað
held að hann sé kominn inní 
brunabótamat LVF.
Heimasætan og tengdasonurinn 
una hag sínum vel á Akureyri,
við eyddum áramótunum með þeim
og var það allveg hreynt yndislegt.
Fótboltastrákurinn er í ME
á sína góðu kærustu og er eins og 
flest ungt fólk:
borðar, sefur og sinnir áhugamálunum.
Tölvulúsin telur dagana....
er allveg að verða búinn með grunskólann.
Hann stendur undir nafni hvað varðar tölvuna
og eins og bróðir hans þá er svefn og matur
í miklu uppáhaldi.
Litla-ráðskonan er hress,
hún er upprennandi umhverfissinni sem
sér notagildi í öllu og vill engu henda.
Ég sjálf húsmóðirin í Mánaborg 
hef það þokkalegt,
varð fyrir því að tæma "batteríið"
á liðnu ári og ætla að einbeita mér
sð því að hlaða geyminn þessa fyrstu
mánuði 2018,
það er nefnilega þannig að til þess að 
þeim sem í kringum mig eru líði vel
þá þarf ég sjálf sð hafa það gott.
Hvað gerir húsmóðir með tómt "batterí"
jú hún hættir að hreyfa sig og borðar SÚKKULAÐI !
En nú er komið nýtt ár og síðustu
Nóa~Síríus molarnir eru í skálinni
svo nú er bara að snúa við blaðinu
og gera eins og þau eru alltaf að mæla með
í fluginu........
Fyrst að hugsa um sjálfan sig,
svo öll hin!

Risa nýárskveðja með þökk fyrir lesturinn.
Ykkar Anna bensínlaus með sprungið á þremur.

  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1296
Samtals gestir: 289
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 19:54:13

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar