"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2018 Febrúar

28.02.2018 12:55

Febrúar lok.


Það sem tíminn flígur,
á morgun er kominn nýr mánuður einu sinni enn.
Febrúar hefur einkennst að tvennu,
norðmönnum og flensu,
ekki halda að ég hafi fengið norska flensu,
nei flensan sem herjaði í Mánaborg var al íslensk.
En nú eru Norðmennirnir farnir á önnur mið 
og flensan á undanhaldi.
Hvað gerir húsmóðirin þá?
Jú það er nefnilega svo merkilegt að allt bíður betri tíma
ef sú sem sér um öll helstu verk heimilisins er ekki í góðum gír.
Þannig að þvottafjallið hefur verið stigið og 
ég er búin að skúra gólfin,
æi það er svo kvimleitt þegar inniskórnir sitja fastir í klístrinu.
Annars er skólafrí hjá fótboltastráknum og
á milli þess sem hann tekur einhverjar sjónvarpsseríur í maraþoni
þá vinnur hann í bræðslunni,
tölvulúsinn er samur við sig,
krefjandi en allveg dásamlega góður.
Litla ráðskonan fékk flensuna fyrir okkur öll,
var heima í tvær vikur og eins og sönn kona þá 
fóru þessi veikindi einkar illa í hana,
hún er bara ekkert fyrir það að liggja fyrir,
já nema yfir blá nóttina.
En nú er hún að verða mjög hress,
ný orðin 11.ára og allveg að verða unglingur
að hennar eigin sögn.
Heimasætana sem ekki býr heima og tengdasonurinn
una hag sínum vel á Akureyri.
Maðurinn í lífi mínu er samur við sig,
hann er í vinnuni.
Það hefur verið rætt á netmiðlum undanfarna daga 
að ekki sé búandi úti á landi,
æi hvað mér finnst svona fáfræði sorgleg,
og viðkomandi einstaklingur sem fær launin sín í 
formi styrkja vegna ritsnilldar hefur sjálfsagt 
aldrei verslað annarstaðar en í Melabúðinni
og ekki komið út fyrir vesturbæ Reykjavíkur síðan 
hann fór í fermingarbúðir á Reykjum í kringum 1978.
Ég dáist eiginlega að þessu fólki sem býr í Reykjavík,
ég dáist að því að þau haldi út í þrjósku sinni,
að þau sætti sig við að missa af þeirri dásemd sem það
er að búa ÚTI Á LANDI.
Ég ætla ekki að skipta við þau,
það er allveg á hreynu,

ég hef sagt það áður  mars er uppáhalds mánuðurinn minn,
hlakka tl þess að deila honum með ykkur.
Þangað til næst hafið það sem allra allra best.
K.kv. Anna önnumkafna.

12.02.2018 15:38

Bolla,bolla!


Já jólin eru varla liðin þegar næstu veisluhöld byrja,
en hvort sem það er sólarpönnukaka,
bolludags-bolla,
saltkjöt og baunir
eða sælgæti barnana á Öskudaginn
þá er það þessi eilífðar gullna regla,
að gæta hófs.
Ég man ekki hvort ég skrifaði um þetta sama efni í fyrra,
en allavegana þá verð ég pínu sár í hjartanu þegar
konur já KONUR ég hef ekki séð
bollu-mynd frá einum karlmanni,
kanski finnst mér það svona sárt af því að mest allt lífið 
hef ég verið bolla.
ef þið lítið á myndina hér að ofan þá sjáið þið 
það væntanlega jafn vel og ég að þetta er falleg bolla.
Og það er það mikilvægasta,
allveg sama hvort þú lítur út eins og
bolla eða bollu-vöndur
að vera falleg,
og þá meina ég að sjálfsögðu að innan,
mér sjálfri finnst gaman að vera fín og falleg að utan líka,
en það er ekki það sem skiptir máli.
Ég segi börnunum mínum það oft í viku:
Mikilvægast af öllu er að vera góð manneskja.
Þið sem hafið tekið bollu-myndirnar ykkar í sátt og
hafið gaman af því að pósta þeim á þessum degi,
flott hjá ykkur.
Ég sjálf verð bara sorgmædd og hrædd,
sorgmædd yfir því að hafa lent á þeim stað að missa allgjörlega
stjórn á þyngd minni,
og skelfingu lostin við tilhugsunina um að fara þangað aftur.
Tvær bollur er ég búin að borða,
eina í gær og eina í dag.
Það nægir mér allgjörlega.
Allt er best í hófi.
Njótið Bollu-dagsins það er ár í næsta.
K.kv. Anna yfir-bolla <3

07.02.2018 09:10

Konur, karlar og manneskjur.


Jæja það er kominn febrúar.
Ég hef verið á leiðinni að skrifa í marga daga,
en tíminn flígur og einhvernvegin bitnar það á blogginu.
Eiginlega er febrúar einn af uppáhalds mánuðunum mínum,
sólin gleður okkur að nýju í firðinum fagra,
febrúar er líka frekar stuttur
og svo kemur mars þar á eftir sem er máðurinn minn,
En eitt er það sem hefur glatt mig sérstaklega síðust ár í febrúar,
LOÐNAN!
Já nei,nei ég fer ekki og stend vaktir í pökkun og frystingu,
ég er meira í því að tala!
Það kemur nú varla á óvart,
en í febrúar tala ég meiri norsku en nokkun annan mánuð á árinu.
Öðlingarnir sem koma með loðnuna til okkar eru flestir norskir,
ég segi flestir afþví að flestir eru karlmenn,
þetta eru sóma menn og inná milli í flotanum eru konur,
ég kynntist einni þeirra fyrir þremur árum,
Tina kom í Hruna með fulla poka af plötulopa úr "Kaupfélaginu"
og við fórum að spjalla,
síðan höfum við verið vinkonur.
ég var svo "heppin" að síðustu daga hefur verið lægð á Loðnumiðunum,
ég og Tina höfum prófað allar sundlaugar Fjarðabyggðar
smakkað á flestu sem í boði er á Sesam-Brauðhúsi
og farið út að "djamma" á Eskifirði.
á þessu flakki okkar höfum við kynnst fullt af fólki....
mannfólki!
En við erum öll bara manneskjur,
tölum um eldamennsku, ferðalög, börnin okkar,
já og ekki minnst um Loðnuna,
hver er hrognaprósentan núna,
er mikil áta?
Norsku vinir mínir hafa nefnt það sérstaklega hvað ég sé vel gift,
ekki halda að bróðir-Súpermann láti draga sig um borð í skip.
Nei að manninum í lífi mínu finnist í lagi að ég umgangist haug af mönnum,
karlmönnum.
ég varð svo hissa,
finnst þetta svo eðlilegt,
mér finnst gaman að tala,
já og aðstoða fólk,
einn vantaði lyfseðil
annar var með ónýtan rennilás,
bara svona sitt lítið af hverju.
En auvita er ég vel gift,
en það get ég sagt ykkur að fyrir mér erum við bara 
FÓLK.
Njótið dagsins,
gerið lífið ríkara með því að kynnast nýju fólki,
takið vel á móti þeim sem koma með verkefnin til okkar 
hvort sem það er í formi Loðnu eða einhvers annars.
Verum GÓÐ <3

Þangað til næst......ha det bra!
Anna
  • 1
Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1402
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:47:37

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar