"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2018 Mars

06.03.2018 16:06

Ótitlafullorðinn


Það er kominn Mars mánuður,
uppáhalds máðnuðurinn minn.
Ég er fædd í mars,
en á afmælisdagatalinu mínu þá taldi ég áðan
13. afmælisdaga í mars og það eru bara fjölskyldan.

En í mars,
eftir akkúrat 10.daga 
verður fótboltastrákurinn okkar 18.ára!
Mér finnst hann ný búin að vera 12.
þegar ég var 18.þá bjó ég í Noregi,
passaði börn og sá um heimili.
það eru margir sem segja að ungt fólk í dag
sé ekki eins sjálfstætt og við vorum,
ég er ekki sammála því.
Allavegana þá finnst mér mín börn
bæði sjálfstæð og dugleg.
Hverjum finnst sinn fugl fagur,
fótboltastrákurinn er samkvæmt íslenskum lögum
fullorðinn eftir 10.dag!
Þá hætti ég að fá tölvupóst frá skólanum,
og tannlæknirinn hefur bara beint samband við 
unga manninn þegar hann á að koma í tékk.
Húff, mér finnst eins og það sé verið að taka af mér öll ráð.

En 18.ára er hár aldur,
já þegar þú ert 17.
En ég vona að fótboltastrákurinn njóti
þess aðp  láta mig dekra við sig á meðan hann
klárar menntaskólann.
Mér þótti allavegana voða vænt um það 
þegar fótboltaþjálfarinn hjá fallegasta liði landsins
hringdi í mig um daginn til þess að fá staðfest
að strákurinn mætti spila með þeim í sumar,
þó hann verði orðin 18. þegar tímabilið byrjar,
þessi þjálfari hefur örugglega hitt nokkrar unga-mömmur
sem finnst 18.ára bara korter eftir fermingu.

Þetta var nú hugleiðing dagsins,
og eftir tvö ár verð ég aftur á sama stað
þá er það tölvulúsin sem verður 18.ára,
ég verð náttúrulega bara rúmlega fertug í mörg 
ár í viðbót!
Takk fyrir lesturinn elskurnar,
K.kv Anna unga-mamma
  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar