"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2018 Apríl

07.04.2018 10:15

Að lifa í núinu.


Það er laugardagur,
ég er búin að anda að mér frísku lofti og hreyfa fæturnar,
ég fór á göngu.
Það er merkilegt að eitthvað sem er svo gott
fyrir bæði líkama og sál 
og allgjörlega ókeypis geti bara gleymst svo vikum skipti.
Uppáhalds hreyfingin mín er ganga,
Mér finnst gott að ganga ein,
hlusta á tónlist sem ég bíð engum uppá að heyra,
norskt-kántrí og þjóðlagatónlist,
en inná milli ofurhressandi diskó.
Stundum er bara svo gott að fá að vera ein,
Lifa í núinu.
Þegar rafhlaðan er hálfhlaðin þá er allveg ótrúlegt
hvað smá ganga hjálpar uppá restina,
hvort glasið sé hálf tómt eða hálf fullt,
rafhlaðan mín er hálf full,
ekki hálf tóm 
og það er nú dásamlegt.
Í dag ætla ég að vera á uppáhalds staðnum mínum.
Verkefni dagsins eru kanski ekkert svo spennandi,
ég er með fjall og þá meina ég FJALL
af vinnugöllum úr LVF
sem ég þarf að kíkja yfir og gera við,
en þar sem ég er blíföst í kjól af Pollý-Önnu
vinkonu minni þá hugsa ég með mér,
frábært að þetta sé ekki fjallgarður af göllum.
Ég vona að þið hafið það dásamlega gott
og njótið augnabliksins.
Lifið í núinu.
K.kv. Anna á uppleið

05.04.2018 08:48

Þreytt kona.


Það er kominn apríl,
ekki margt sem minnir á vorið en það kemur
ég heyri það á fuglunum.
Ég er búin að vera á leiðinni að skrifa í marga daga,
ég er bara bensínlaus,
mér líður eiginlega mest eins og eldspítu
svona eldspítu sem er brunninn og beigð.
Svona er þetta bara stundum,
ég vildi að það væri hægt að stinga mér í samband 
bara hlaða mig yfir nóttina eins og símann.
Auðvita hleðst ég aðeins yfir nóttina,
en batteríið er bara svo tómt að 
smá hleðsla er bara ekki nóg,
er þetta sólarleysi,
er þetta að vera útbrennd,
eða er þetta bara þreytt húsmóðir
með krefjandi börn og mann sem 
er eiginlega með lögheimili í vinnuni.
Æi, þetta er nú óttalegur væl pistill hjá mér,
þið fyrirgefið mér það.
Held hreynlega að það liggi betur á mér nú þegar,
bara að fá að blása aðeins út.
Páskarnir voru ósköp ljúfir,
en það að komast í rútínu aftur er krefjandi
fyrir ferköntuð börn, 
tölvulúsin er útskrifaður úr 10.bekk,
já svona í huganum,
þannig að á hverjum morgni er þetta smá barningur,
að koma honum framúr og út.
Litla-ráðskonan er í liði með þessum 16.ára
og finnst skólinn ætti að vera milli jóla og páska,
ég umvef mig með þolinmæði og dekstra þau framúr,
en sit svo sjálf eftir og er bara búin á því.
er að spá í að sækja um starf sem 
sandmokarin í Sahara.
Æi, nú held ég að ég hætti þessu væli.
Vona að þið eigið dásamlegan dag,
ég ætla bara njóta augnabliksins
og hlaða upp fyrir næstu orustu.

K.kv. Anna bara búin á því.

  • 1
Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1320
Samtals gestir: 290
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 20:15:26

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar