"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2018 Maí

12.05.2018 18:27

Allskonar þerapíur.


Það sem tíminn flígur,
ég hef nú sagtt það áður,
er eiginlega útnöguð í samviskubiti yfir blogginu mínu,
hef nefnilega svo gaman að því að skrifa
en það er einhvernvegin svo sjaldan tími.
Þegar ég byrjaði að blogga þá var ég ný flutt í fjörðin fagra,
bara ein með sjálfri mér,
jú ég bjó með bróður-Súpermann en þá var hann 
eins og nú mjög upptekinn í vinnuni og ég hafði bara um sjálfa mig 
að hugsa þegar hann var ekki heima (sem var oft)
svo hefur lífið nú tekið allskonar beigjur og snúninga
en alltaf held ég fast í að skrifa,
svona annað slagið allavegana.
Hef aldrei hugsað að nú hætti ég þessu pári.
Þetta er nefnilega ein af þerapíunum mínum,
að skrifa léttir á þrístingnum í höfðinu á mér,
að sauma gerir það líka og ég hef nú notað það sem 
afsökun síðustu sex árin að vera með athvarfið mitt
í Hruna er í staðin fyrir að fara í meðferð hjá geðlækni.
En það er ein leið í viðbót, já eða fleiri, en ein 
þeirra er bakstur,
mér finnst ekkert betra en að baka,
þegar veðrið er grátt og ég er pínu grá
svona að innan skiljið þið.
Í morgun var sérstaklega grár morgun,
bæði úti og að hluta til inní mér,
í þorpinu okkar var verið að fylgja manni á besta aldri síðasta spölinn,
konan hans er á mínum aldri,
það er ekki hægt að setja sig í þessi spor nema
hafa verið þar.
Svo í morgun fór ég í kjól,
setti á mig varalit
og bakaði,
skinkuhorn, hafrakökur og gulrótaköku.
Ég baka voða mikið það sama,
en það sem ég baka er gott.
Þau sem búa með mér segja það og ég segji það bara sjálf.
Þetta er eins með saumaskapinn,
ég er búin að sauma kanínurnar í 13.ár,
klemmupoka og svuntur,
ég fæ aldrei leið á þessu,
það róar hugan að gera hluti sem þú veist að þú getur
og gerir vel.
Það er kanski þess vegna sem ég geri alltaf það sama.
En það er nóg af ögrunum í lífi mínu dagsdaglega,
þannig að baksturinn og saumaskapurinn
fá bara að vera þerapía áfram.
Njótið augnabliksins,
gerið eitthvað sem gleður ykkur,
ég á eftir að nefna eitt en það er í heilan pistil,
GÖNGUTÚRAR.

Þangað til næst risa faðmlag og takk fyrir lesturinn,
K.kv. Anna eiginþerapisti
  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar