"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2018 Júní

07.06.2018 19:34

Að gefast ekki upp.


Reyndar játa ég mig sigraða hvað varðar þessa mynd,
ég næ ekki að snúa henni! 
En þessi mynd er sérstök,
þarna er ég stödd á æskuslóðunum,
það er allt breytt, fólkið sem þar bjó er farið og gróður og gras
sjá til þess að gamlir stígar eru horfnir.
Ég á fullt af mynningum frá þessum stað,
ég vel að muna þær góðu
því það er ég sem ræð hvað er geymt í 
minningarskúffunni í huga mínum.
Og frá þessum stað man ég eftir flatkökum og kleinum,
hundasúrusaft og rabbabara,
kúmeni og karteflum.
Það lýsir mér nokkuð vel að minningarnar mínar eru matarkyns.
Mér þótti gott að vera í eldhúsinu hjá ömmu,
ég hef nú örugglega flækst fyrir og ekki verið mikil hjálp í mér,
en ég fékk að vera þar.
Þó ég sjái bæði kýr og hænur í rómantískum ljóma,
hvað það væri gaman að vera með hænsnakofa í garðinum
og kú á pallinum þá var ég nú bara hálf hrædd við skepnurnar.
Minning sem tekur stórt pláss í skúffunni góðu 
er það að vera með frænkum mínum í sveitinni,
drullubú og hundasúrur
týna sóleyjar til þess að skreyta drullukökurnar,
velta sér í grasinu og horfa á skýin.
á rigningar dögum fékk ég náðarsamlegast að 
skoða Andrés blöð frænda míns,
en bara af því að ég fór vel með og fletti varlega.
á góðviðris dögum óðum  við í ánni sem var kanski bara lækur,
en nánast stórfljót í minningunni.
Með þessari upprifjun saannfærist ég um það að
góðu minningarnar eru svo margar og plássfrekar
að aðrar komast bara fyrir í neðstuskúffunni 
innst í vinstra horninu.
Njótið augnabliksins kæru vinir.
Ég er svo heppin að tvær helgar í röð hef ég átt 
góða stund með frænkum og frændum  úr báðum áttum.
Það sem ér er RÍK <3

Þangað til næst takk fyrir lesturinn.
K.kv. Anna á júníkvöldi.
  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar