"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2018 September

19.09.2018 20:20

Haust.


Það er komið haust
úti er bæði rigning og rok.
Í Mánaborg gengur lífið sinn vana gang,
já eða kanski allveg nýjan gang.
Tölvulúsin er orðinn mentaskólanemi,
fótboltastrákurinn tekur fög í fjarnámi 
og dreymir um glæstan feril í fótboltanum,
heimasætan og tengdasonurinn eru á Akureyri.
Bróðir-Súpermann ákvað að gerast skólastrákur,
já fer til borgarinnar einusinni í mánuði 
ætlar að verða ennþá flinkari vélamaður með MAREL
sem sitt sérsvið.
Göngufélaginn minn Ólafur Baltasar oftast kallaður Balti
er eins og restin af karlpeningnum á heimilinu,
sérlaga sætur en ótrúlega óþekkur.
Þær breytingar urðu hjá okkur tveimur dögum fyrir
skólasetningu Grunnskólans á Fáskrúðsfirði
að litla ráðskonan fór frá okkur,
svona er að vera fósturforeldrar.
Og þá er bara eftir að minnast á skipstjóran á skútunni
húsmóðurina sjálfa,
eftir strembið sumar þar sem öll orka var nýtt að fullu,
er verkefni haustsins að hlaða rafhlöðuna.
Njóta augnabliksins og lifa lífinu.
Lífið er núna.
Ég ætla að vera dugleg að blogga,
af því að það veitir mér gleði,
annars hlakka ég til þess að eyða tíma í athvarfinu mínu
Hruna,
sauma og dunda mér og ekki minnst
taka á móti skemmtilegu fólki,
það er svo gaman þegar einhver kíkir við,
hef held ég ekki upplifað dag í Hruna þar sem 
engin hefur stungið inn nefinu.
Takk þið sem kíkið á mig,
takk þið sem lesið párið mitt.

K.kv. Anna sem lætur haustlægðina ekki trufla sig.

  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar