"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2018 Október

08.10.2018 20:16

Lífið mitt.


Það er komið haust,
úti er myrkur
inni er hýtt og notalegt.
Þetta er öðruvísi haust,
en ekki verra en fyrri haust
bara öðruvísi.
Bróðir-Súpermann er svo ánægður 
með þá ákvörðun að gerast skóladrengur.
Hann lærir öllum lausum stundum
og heimasætan sem er í sínu námi
í höfuðstað Norðurlands 
er í beinu sambandi við pappann,
hjálpar honum eftir bestu getu
og útskýrir af sinni einstöku þolinmæði.

Akkúrat núna tel ég dagana fram að notalegu fríi,
ekki það að ég sé ekki í fríi á hverjum degi,
en við hjónin ætlum að fara til Póllands,
aðeins að lifta okkur upp og njóta lífsins,
kanski kíkja í eina búð eða tvær.
ég hef komið áður til Póllands 
ég veit hvað það eru fallegar skóbúðir
og bara allskonar aðrar búðir,
en svo eru líka æðislegir veitingastaðir
og fallegt umhverfi.

Það er nauðsynlegt að gera sér dagamun.
Ég þarf ekkert stórfenglegt ferðalag,
er rosa ánægð þegar ég skrepp í Egilstaði
kíki í Blómaval og kaupi mér einn sætan vönd
stoppa svo í Nettó og fjárfesti í Dönsku eða Norsku 
glansandi tímariti,
þá er ég glöð í marga daga á eftir.

Göngutúr getur líka haft sömu áhrif,
sjá lítinn læk berjast við að festast ekki í klakaböndum,
haustlauf sem siglir um á polli
og anda að sér fríska loftinu sem 
mælist þrjár gráður í plús.
Það gleður mig líka.

Ég vona að þið finnið eitthvað til þess 
að gleðjast yfir á hverjum degi,
það þarf ekki að vera stórt
ekki heldu merkilegt
en ég get lofað ykkur því að dagurinn verður betri.

Þangað til næst takk fyrir að gefast ekki upp á mér.
K.kv. ykkar Anna
  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar