"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2018 Nóvember

18.11.2018 23:11

Tónaðir handleggir!


Fáðu tónaða handleggi eins og Anna!
Þetta var yfirskriftin á greyn í Smartlandi á MBL.
Ég verð svo æst,
eiginlega allveg brjáluð,
hvað eru tónaðir handleggir,
í hvaða tóni ætli ég sé þá?
O, þessi útlitsdýrkun.
Já og svona rétt eftir dag íslenskrar tungu,
í hvaða samhengi er handleggur tónaður,
er það litatónn,
eða hvernig tónn.
ég sá fyrir mér svona tónlist,
ég er þá örugglega með bassatón í handleggjunum mínum.
Kröftugir,
sterkir,
allsumvefjandi,
stundum pínu þreyttir 
en traustir og tónninn djúpur.
Eða er ég kanski með handleggi sem minna
á messósópran á eftirlaunum,
já ég bara spyr?
Ég las reyndar ekki greynina,
já um hana nöfnu mína með tónuðu handleggina,
en ef það hefði verið lofað því að í lok lestursins
væri uppskrift af góðri súkkulaði köku 
þá hefði ég nú látið til leiðast.
Ég hef barist við sjálfa mig og umhverið
allt mitt líf, já næstum því
varðandi útlit,
Ég var ekki nóg og mjó,
ég er örugglega ekki nóg og mjó,
en ég er góð
ég er þokkalega hraust
og ég er glöð
já svona næstum því alltaf.
Nema þegar ég les um tónaða handleggi.
Mikilvægast af öllu í þessum heimi
er að vera góð manneskja,
og góðar manneskjur horfa innfyrir umbúðirnar.
Hvaða máli skiptir hvaðan úlpan er ef hún heldur á þér hita.
Ég held að sumar flíkur í dag hljóti að vera 
sérstaklega tilgreyndar í brunabótamati heimila.
Tökum lífinu með ró,
notum handleggina til þess að faðma
og höldum þeim heitum í hvaða flík sem er.
Umvefjum okkur með kærleika,
þá líður okkur svo miklu betur.
Þangað til næst, takk innilega fyrir falleg orð í minn garð.
K.kv. Anna með tónlausa handleggi.

14.11.2018 09:14

Sambúð við ungling.


Ég vona að einhver eigi notalega sambúð við sinn ungling,
auðvita er hormónaflæðið óstjórnlegt
svitalyktin óbærileg
og matarlystin ótrúleg.
En flestir geta huggað sig við það að þetta líður hjá.

Sambúðin við minn ungling er erfið,
ég er svo þreytt,
þreytt á því að ganga á tánum,
tábergið helaumt og hjartað úrvinda.
Já nú fáið þið gusuna,
unglingurinn á mínu heimili er ekki eins og jafnaldrarnir,
allavegana ekki flestir,
en hver segir að þetta eigi að vera auðvelt?
ég væri til í að þetta væri pínu auðveldara,
ég er ekki að tala um óhreyna sokka eða blaut handklæði.
Nei ég er að tala um að unglingurinn minn
sefur á dagin og vakir á nóttinni
borðar allt sem hann finnur í eldhússkáponum
og fer þá bara í frystinn þegar allt annað er uppétið.

En ef það væri bara maturinn og svefninn,
þá væri þetta ekkert mál.
Ég reyni alltaf að hafa nóg í skáponum
og á nóttinn sef ég svo það truflar mig ekki 
þó þversum unglingur horfi á þætti inní sínu herbergi.
En að þurfa að ganga á tánum,
til þess að styggja ekki þennann flotta unga mann,
að þurfa endalaust að anda djúpt
og halda niður í sér andanum,
til þess að unglingurinn missi sig ekki,
já og tala í réttri tóntegund ekki gleyma því.

Það er þetta ástand sem ég er að bugast undan,
að eiga strák sem er orðinn svo stór að hann minnir meira á
fullorðinn mann en hegðunin er oft eins og hann sé
hálfnaður með grunskólan.
Ég er með smá kvíðahnút yfir því að skrifa þetta hérna.
En ég læt vaða.
Hann tekur ekki lyfin sem þeir sem eru búnir með 
margra ára háskólanám ráðleggja honum að taka.
Hann stundar ekki skólann
en vill samt ekki hætta í skólanum,
hann vann nánast ekkert í sumar,
hann fúnkerar ekki lyfjalaus,
en ætlar ekki að talka lyfin,
og hefur ekki gert síðasta hálfa árið.

Og þess vegan er ég svo þreytt.

Flottu sérfræðingarnir sem ráðleggja okkur,
biðja um að við veljum slagina vel.
og þar kemur tábergið auma,
að vera alltaf á tánum til þess að styggja ekki unglinginn.
Svo við getum forðast slagina.
Það sem særir mig mest er virðingarleysið,
en hann er vel talandi þessi ungi maður og þegar
ég tala um þetta við hann þegar ég hitti á hann í réttu skapi,
þá segir hann:
Anna þú tekur þessu alltof persónulega.
Já það er nefnileg þannig,
Að taka á móti brotsjó af ljótum orðum,
vera hótað og öskrað á,
ég tek það bara persónulega.

Núna sefur hann,
ég ætla að koma mér í Hruna og reyna að njóta dagsins,
umvefja mig með jákvæðni og hugrekki,
minna mig á að þetta gæti verið verra.
Hann gæti verið á miklu verri stað.
En sú tilhugsun að þetta gæti verið betra,
mikið vildi ég að þetta gæti verið betra.

Ég er ekki að biðja um vorkun eða samúð.
Þurfti bara að koma þessu út.

Takk fyrir lesturinn kæra þú.
K.kv. Anna uppgefna

07.11.2018 08:28

A-B eða eitthvað allt annað!


Það sem tíminn flígur!
Ég hef nú sagt þetta áður,
en allveg óvart þá er akkúrat mánuður í dag
                              síðan ég settist niður og losaði eitthvða,                                                  smávægilegt úr huga mínum hingað inn.

Hvað er að frétta úr Mánaborg?
Það er nú bara þetta daglega amstur,
að láta tölvulúsina bera ábyrgð á mætingu sinni í ME,
reyna að staðsetja hann sem A eða B manneskju,
úff, þetta er sjálfsagt aldurinn 
en ég held að hann sé Ö manneskja.

Ég er svo bókstafleg,
ég heiti Anna og stafurinn minn er A,
auðvita finnst mér dásamlegt að vakna snemma!
ég hef bara alltaf verið svona.
Ég get allveg dundað mér fram á kvöld,
jafnvel verið að fram á nótt,
sérstaklega á þessum árstíma.
En minn tími er á morgnana,

Ég er samt svo fegin að við erum ekki öll A fólk,
þá myndi skemma morgunstundirnar,
þegar heimilið sefur og jafnvel bærinn líka,
vera ein á stjá,
fylgjast með deginum vakna.
Það er uppáhalds tíminn minn.

En hvort sem þið eruð A-B eða Ö,
njótið dagsins,
umvefjið ykkur með jákvæðni 
og munið að brosa.
Það gerir daginn svo miklu betri.

Þangað til næst,
k.kv. Anna morgunhæna
  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar