"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2019 Janúar

30.01.2019 15:35

Vetur.


Já það er vetur í firðinum fagra,
og  víðar skilst mér.
Ég hef séð í fréttunum að það er ískalt
 á mörgum stöðum og snjór í stórum sköflum.
Ég hef sagt það áður að mér finnst veturinn góð árstíð.
Það er bara val.
Við veljum sjálf hvort glasið sé hálf tómt eða hálf fullt.
Og við veljum hvort við förum aðeins fyrr á fætur 
til þess að sópa af bílnum eða hvort við setjum
okkur sjálf og alla sem í kringum okkur eru í stór hættu
við það að fara af stað á farartækinu sem er þakið snjó.
Gefum okkur tíma til þess að njóta árstíðarinnar.

Nú er sú gula farin að sýna sig í firðinum fagra,
mikið er nú alltaf gott að sjá hana.
Á nirsta odda Noregs er hún líka farin að kíkja 
á manninn í lífi mínu,
þar er ískalt og snjór en annars allt í besta lagi.

Í höfuðborginni reynir fótboltastrákkurinn fyrir sér
sem sjálfstæður ungur maður á smá-bíl.
Ef þið rekist á sérlega myndalegan dreng
sem er fastur út í skafli þá megið þið endilega
hjálpa honum, hann er örugglega minn.

Heimasætan og tengdasonurnn eru í norðlenska snjónum,
skilst að hann sé sérstaklega góður.
Hef ekki áhyggjur af þeim ef littli bíllinn þeirra 
hverfur í snjó þá renna þau sér bara í skólann og vinnuna.

Hellisbúinn er kanski af bjarnaætt,
allavegana þá verður hann ekki mikið var við snjóinn,
er laggstur í híði en kemur fram í apríl skilst mér.
En þá á hann sjálfur og kærastan afmæli.

Ég er að hugsa um hvort þessi pálmatré í glerhjúp
eigi eftir að breyta einhverju?
Hættir að snjóa í höfuðborginni?.
Ætli "listamaðurinn" hafi ráðfært sig við garðyrkjufræðing?
Fá gluggaþvottamennirnir í Hörpu þá meiri vinnu?

Hvað er að?
Í Færeyjum sagði ráðherra af sér vegna 8% umframkostnaðar
sem varð á byggingarverkefni sem heyrði undir viðkomandi.
Það væri nú fámennt í steinhúsinu við Austurvöll
ef við tækjum bræður okkar í Færeyjum
okkur til fyrirmyndar.

Hvar endar  þetta allt saman,
ég veit það sem betur fer ekki,
passa bara að njóta hvers dags 
og hafa það að leiðarljósi að vera góð manneskj,
já til öryggis ef ég yrði tekin upp og spiluð fyrir alþjóð.

Þangað til næst takk fyrir lesturinn þið sem gáfuð mér af tíma ykkar.
K.kv. Anna í lok janúar

18.01.2019 21:16

Ótitlað


Mér finnst veturinn notalegur,
ég las  einhverstaðar að manni líkaði best
við árstíðina sem maður er fæddur í,
ég er sammála því,
mér finnst veturinn gòður
sérstaklega þessi tími þegar dagurinn
er að lengjast og næsta tilhlökkun er vor.
Það er talað svo mikið um loftlagsbreytingar,
auðvita er þetta öðruvísi en áður fyrr,
allt er öðruvísi en þá.
Bæði náttúran og mennirnir.
Ég reyni eftir bestu getu að hugsa um náttúruna,
flokka rusl og sporna við matarsóun,
ég efast samt um að það hafi áhrif á hlínun jarðar.
Þegar bróðir-Súperman var lítill þá var svo mikill
snjór hérna í firðinum fagra að einu förin
sem sáust í snjónum voru eftir eyrnasneplana á honum.
Þó það sé smá snjór núna og ég geti montað mig
með hann Snjólf snjóblásara þá er það
ekki líkt því sem var.
Ég er samt lítið fyrir það að dvelja í fortíðinni,
ákveðin í því að njóta augnabliksins
og að sjálfsögðu að gera mitt besta svo það 
haldi áfram að snjóa á veturnar.
Á morgun er nýr dagur og nýtt veður,
mér sýndist það allavegana á veðurspánni.
Það finnst ekki slæmt veður,
bara slæm föt.
K.kv Anna í vetrarham

07.01.2019 21:13

Fljúgandi hálka.


Þegar ég fór að sofa í gærkvöldi þá tók ég til göngufötin mín,
já auðvita á ég sér gönguföt,
svona útivistabuxur og ullarfrotté og þannig,
ég ætlaði nefnilega að byrja daginn í dag á göngu.
En áður en ég komst úr náttfötunum þá heyrði ég í góðri vinkonu
hún var búin að reyna á eigin skinni hvernig færð
og ástand á vegum væri hérna innanbæjar
ekki það að það væri ófærð í kortunum en í gærkvöldi 
já eða nótt þegar ég fór að sofa þá var rigning,
og svo fraus ofaní alltasam!
Þannig að þessi góða vinkona mín ráðlagði mér að
vera bara inni.
Eitt af því sem allir vita sem eitthvað þekkja mig
þá er það það að ég er mjög hlíðin,
auðvita hef ég ekki farið út fyrir hússins dyri í dag,
nóg er nú samt álagið á heilsugæslunni þó ég fari ekki 
að koma þangað skríðandi og ryðjast fram fyrir alla
sem eru með flensu og kvef.
Nei ég er bara búin að vera inni,
taka niður jólagardínurnar í eldhúsinu og gera hreynt.
Ef ég á að voga mér út á morgun þá þarf ég 
fyrst að finna skautana,
já svona til vonar og vara allavegan.
Skautarnir sem til eru á þessu heimili eru að mér minnir
númer 35.svo ef færið verður eins á morgun
þá enda ég á því að gatslíta náttfötunum mínum.
Elskurnar mínar farið vel með ykkur
og passið ykkur á hálkunni,
ég naut þess að eiga einn innidag.
Þangað til næst munið að anda djúpt
og BROSA.
K.kv. Anna hálkuhrædda.

01.01.2019 18:06

Nýtt ár!


Nýtt ár,
óskrifað blað og óborðað súkkulaði.
ég hef aldrei verið nein áramótabomba,
er kanski með pínulítinn skilnaðar kvíða
og finnst þessvegna svo átakanlegt
eins og segir í sálminum....
og aldrei það kemur til baka.

En í gær var gamlárskvöld,
þetta var afskaplega notalegt kvöld,
við vorum fjögur heima
húsmóðirin, bróðir-Súpermann,
fótboltastrákurinn hálffullorðni
og Hellisbúinn,
já tölvulúsin er kominn með nýtt nafn,
þegra maður er með dregið fyrir og sérst ekki 
á stjá svo dögum skiptir þá minnir það á 
hellisbúa,
ekki er hann gefinn fyrir að vera í kringum okkur
hin og dregur allt matarkyns sem hann finnur
inní hellirinn ég meina herbergi.
Nóg um það.
Gamlárskvöld var semsagt allveg ljómandi gott,
og það að ég var ekki full af eftirsjá og trega
var kanski vegna þess að ég var búin að fá nóg af
þessu ári og bara allgjörlega tilbúin í nýtt og ferskt ár.

Ég veit vel að það fylgir eitthvða gamallt "drasl" með
það er alltaf svoleiðis,
en það er bara svo gott að vera á byrjunar reit.
Hafa 365 daga til þess að finna lausnir 
á ýmsum málum.
Ég strengi ekki áramótaheit,
en hef samt lofað mér að hugsa vel um sjálfa mig,
svo er það mikilvægasta af öllu.....
Lífið er núna!
Njóta augnabliksins,
brosa og þakka.
2019 leggst vel í mig,
maðurinn í lífi mínu tók risa skref í lok árs
og kvaddi vinnustaðinn sinn
sem hefur notið krafta hans síðustu 37.ár,
já lífið er núna.
Eitt af því sem ég ætla að gera meira af
það er að skrifa hérna inn.
Gleðilegt nýtt ár kæru þið,
takk fyir samfylgdina í gegnum árin.
K.kv. Anna í janúar.
  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar