"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2019 Febrúar

06.02.2019 11:11

Lífið í Mánaborg.


Húsmóðir,
Ég var spurð að því um dagin hvað ég starfaði,
ég er húsmóðir.
Í fyrsta skipti í mörg ár fannst mér það ekki nóg,
ég er með einn ungling sem sefur á meðan ég vaki.

Hvaða rugl er þetta,
ég hef vinnustofuna mína sem er nú eiginlega bara hobby,
ég geri mitt besta að vera virk bæði í 
Slysavarnadeildinni og barnastarfi kirkjunar,
ég ætla að halda áfram að vera HÚSMÓÐIR,
mér tekst svo vel til í því starfi,
kem hvorki til með að fá Fálkaorðu
eða feitan lífeyri en ég er glöð.

Það sem ég hef verið svo hrædd um þegar 
flotta unga fólkið mitt yrði sjálfstætt og færi að heima
er að ég myndi bara gleymast,
væri ekki þörf fyrir mig lengur.
Ég er ekki mamma þeirra.
Kom bara inní líf þeirra þegar þörf var á.
En þó bæði heimasætan og fótboltastrákurinn
séu flutt að heiman þá er ég enn hluti af lífi þeirra.
Hvernig datt mér í hug að ég yrði það ekki?
Svona getur maður gert lítið úr sjálfum sér.

Ég er kanski "bara" Anna,
stjúpmamma,fósturmamma og húsmóðir,
en ég reyni af öllum mætti að sinna því vel.
Ég er glöð og ánægð með lífið,
það er mis erfitt eða mis auðvelt,
en þetta er lífið sem mér var úthlutað
og ég er sannfærð um það að 
þegar ég verð gömul kona þá verð ég með 
veggfóðraða veggina af öllum börnunum og barnabörnunum
þó DNA próf sýni engin tengsl á milli okkar.

Njótið augnabliksins, lífið er núna.
K.kv.. Anna húsmóðir.
  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar