"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2019 Júní

01.06.2019 19:19

Sjómenn og aðrir menn.


O, nú vildi ég geta flogið eins og fugl.
Ég vildi geta breytt út vængina og sett stefnuna
á hinn uppáhalds fjörðinn minn. 
MINN fjörð,
Patreksfjörð.
Það er laugardagskvöld og sjómannadagshelgi,
ég sit heima.
Sjómannadagurinn-helgin á Patró er engu lík,
það er oft talað um að fjarlægðin geri fjöllin blá
en ef þetta er ein af þessum minningum sem hefur 
fegrast með árunum þá ætla ég bara að hafa það þannig.

Hátíðarsiglingin og veitingarnar um borð 
í Guðrúnu Hlín það getur engin skemtiferðasnekkja toppað það.
Koddaslagur og kappróður.
Áður en ég komst á ball aldur þá var þetta gróðatími,
að passa jafnvel kvöld eftir kvöld,
kom út úr helginni í stórum plús.
Svo var það guðþjónusta á sunnudeginum 
og tertuveislan í Félagsheimilinu,
maður sá ekki endana á milli svo stórt var hlaðborðið.

Pabbi var sjómaður þegar ég var krakki,
en hann þorði ekki öðru en að koma sér í land
svona umþaðbil þegar ég var komin á ball aldurinn.
Í minningunni voru eiginlega allir sjómenn,
nema Halli í Kjöt og Fisk og Ingólfur í Ingólfsbúðinni.
Já og Daði skólastjóri og séra Þórarinn,
en allir hinir voru á sjó.

Ég hef stundum gert grín af því að maðurinn í lífi mínu
gæti allveg eins verið á sjó,
og ekki hefur það skánað,
nú er Norðursjórinn á milli okkar þó hann sé ekki á sjó.
Það hefði svosem ekki breytt miklu þó hann hefði
verið heima, 
sko í sambandi við dansleiki og skemmtanahöld
ég sé allveg um þann hluta af heimilislífinu fyrir okkur bæði.

Ég hef sagt norskum vinum mínum frá deginum
Sjómannadeginu,
þeim finnst þetta stórkostlegt,
og hinn uppáhaldsdagurinn þeirra í íslenska almankinu er
Konudagurinn.
Mér finnst það lýsa þessum mönnum svo vel.

Höldum uppá alla þá daga sem í boði eru,
hver dagur þarf ekki að vera veisla 
en gleðjumst þeim mun meira á þessum flottu dögum sem príða dagatalið.
Á morgun bíður mín vinna við risavaxið kökuhlaðborð,
Slysavarnardeildin Hafdís sér um Sjómannadagskaffi,
svo í ár verður fjörðurinn fagri Fáskrúðsfjörður á duga,
á næsta ári verður það Patreksfjörður.

Til hamingju með daginn sjómenn.
K.kv. Anna sjómanna vinkona 
  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar