"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2019 Júlí

07.07.2019 19:18

Mjaltardoði og heymæði.


Ég hlustaði á svo áhugaverðan útvarpsþátt á RÚV á föstudagin,
það var verið að tala um berkla faraldurinn og berklahælið á Kristnesi.
Sem betur fer berjumst við ekki við berkla í dag,
ekki hérna hjá okkur á Íslandinu góða.
En sumt sem hrjáði forferður okkar finnst ennþá,
það heitir bara ekki það sama í dag.
Ég er eftir bestu getu í slátturskóm eiginmannsins
og slæ gras bæði á Búðum og Koilfreyjustað.
ég hnerra hundraðsinnum á meðan á þessu stendur
svo sef ég mis vel vegna náladofa í höndum eftir lengstu dagana.
Heimæði og mjaltardoði hét þetta í minni sveit.
                            Frjókornaofnæðmi og eitthvað annað                                    sem ég kann ekki að skrifa heitir þetta í dag.

Annar hvilli sem ég man eftir að hrjáði pabba var
Þursabit
hef líka heyrt Skessuskot.
Brjósklos er náttúrulega það sem notað er í dag.
Pest og flensa eru orðnar veirusýkingar.

Sem betur fer er ég nú hraust að flestu leiti
og  vel að lifa með mjaltardoðanum þar til slætti líkur
og heimæðið hefur nú ekki verið svo slæmt,
hitastigið verið nær frostmarki en tveggjastafatölu
og kinnanrnar vindbarðar og rauðar
en lítið sólbrenndar.

Hafið það gott elskurnar og farið vel með ykkur.
K.kv. Anna í  heyönnum.

03.07.2019 08:36

Júlí.


Þetta er að verða eis og fínu tíaritin sem eru gefin út
einu sinni í mánuði.

Maðurinn í lífi mínu er enn í Noregi,
en hérna heima er nóg að gera,
herrarnir slá gras og raka fyrir sveitafélagið
og ég reyni eftir bestu getu að fara í skó eiginmannsins
og halda kirkjugörðunum okkar fínum.
Ég slít ekki fallegum sumarkjólum þessa dagana,
nei ég er vindþurrkuð og útitekin með
sýnishorn af slætti dagsins í hárinu
og milli brjóstanna!
Já það er útitekin og þreytt kona sem leggst 
á koddann á kvöldin.

Er að hugsa um að hafa þetta bara svona örpistil í dag,
þarf að fara að koma mér í slátturgallann
en kem og losa úr skúffum hugans við fyrsta tækifæri.

Kær kveðja úr firðinum fagra
Anna garðálfur.

  • 1
Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1320
Samtals gestir: 290
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 20:15:26

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar