"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2019 September

02.09.2019 11:39

Að geta allt (næstum því).


Það er komið haust
frúin í Mánaborg kann vel við haustið.
Eins og mörg undanfarin ár byrjuðum við
haustið á ferð til Svíþjóðar.
Ferðirnar yfir hafið í ríki Gústafs og Sylvíu
eru orðnar nokkrar síðustu árin,
já herrar heimilisins eiga rætur sínar í Svíþjóð.

En þessi ferð var öðruvísi,
ég og tölvulúsarhellisbúinn fórum bara tvö.
Mér kveið svolítið fyrir,
já eða mér kveið bara svolítið mikið fyrir,
tankurinn á húsmóðurinni er hálf tómur,
gengur eitthvað treglega að fylla á hann.

Ég miklaði svo fyrir mér að vera ein á bílaleigubíl
með aðstoðarmann sem er jafn áttavilltur og ég.
Við fljúgum alltaf til Köben það er þægilegast,
svo er að koma sér yfir sundið til Svíþjóðar,
ég var farin að hugsa um fara bara með lest.
En æi, mér fannst allveg glatað að láta
einhvern neikvæðan þreyttann púka 
á öxlinni á mér stjórna þessu.

Svo úr varð að ég pantaði bílaleigubíl,
við lenntum á Kastrup á fimmtudagskvöldi,
brunuðum yfir brúnna fínu og allt gekk ljómandi vel.
Fyrsti áfangi átti bara að taka innan við klukkutíma,
en þegr við vorum búin að keyra um í einn og hálfan
og könnuðumst ekkert sérstaklega við okkur þá
uppgvötvaði aðstoðarmaðurinn minn
að hann væri með rétt heimilisfang í vitlausum bæ.

Þá kom hann með orðið sem við áttum eftir að 
nota nokkrum sinnum í ferðinni:
Anna, við erum nú bara krúttileg!
Já eftir þetta var allts sem var beygt vitlaust
eða gengið í öfuga átt
bara krúttilegt.

Ferðin gekk ljómandi vel,
við komumst heil heim og prinsinn minn 
flaug austur.
ég hafði þörf fyrir gæðastund með Oktavíu
í svona eins og 8.tíma á þjóðvegi 1.
Nú er hversdagsleikinn tekinn við og ég kann vel við hann.

Það sem ég vildi með þessu pári
var að minna bæði mig og ykkur á það
að við getum allt (svona næstum því).
Umvefjið ykkur með æðruleysi og gleði.
Njótið dagsins í dag,
morgundagurinn er ókominn.

K.kv. Anna langsokkur
  • 1
Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1402
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:47:37

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar