"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2019 Október

28.10.2019 16:52

Verkefni vetrarins.


Þegar haustið kom þá var ég mað 'plan' fyrir veturinn,
ég ætlaði fyrst og fremst að losa mig við mjaltardoðann,
svo ætlaði ég að vera endalaust mikið í Hruna.
En það borgar sig ekki að skipuleggja of mikið,
lífið er bara að litlu leiti í okkar höndum,
já eða það held ég.

Ég trúi því að mér séu ekki færð stærri verkefni en ég ræð við,
að það sé ástæða fyrir því að ég fari í gengnum eftiða hluti.
Ég trúi því af öllu hjarta að ég verði sterkari
og ennþá klókari manneskja að öll reynslan nýtist í lífinu.

Ef ég væri snjókorn þá þætti mér gott að 
svífa um í logninu,
en smá skafrenningur myndi ekki saka,
ef ég væri skúta og væri búin að sigla um öll heimsins höf
þá væru ekki allar ferðasögurnar um log og fallegt sólarlag.
Það yrði nú ósköp fábreytt og lítið spennandi.
Nei það skiptast á skin og skúrir,
stormur og logn.
Þannig er lífið.

Verkefni vetrarins verða að hluta til önnur en ég ætlaði,
en ég hlakka til þess að takast á við þau,
ekki svona hlakka til eins og að fara í leikhús,
heldur hlakka til þess að verða klókari
víðsýnni betri manneskja.

Ég hef sagt það áður,
ef ég hefði ekki upplifað alt það sem ég hef upplifað
á minni lífsins leið (sem er nú ekki löng).
Þá væri ég ekki sú sem ég er
og ég er bara sátt við mig eins og ég er.
en alltaf má gera gott betra,
Og það er verkefni vetrarins,
að gera gott betra.

Takk fyrir lesturinn elskurnar,
þangað til næst farið vel með ykkur.
K.kv. Anna í ólgusjó eða snjó.

18.10.2019 19:52

Saumaskapur


Mín trúfasta og góða saumavél frú Janome er pínu biluð,
hún er farin í næsta förð í viðgerð 
kemur vonandi fljótlega aftur til mín,
ekkert allvarlegt sko,
eða ég held ekki.

En þó að ég sé saumavélalaus þá er ég ekki verkefnalaus,
 ég held mér við saumaskapinn,
ég er að sauma risastóra rifu
sem ég fékk á hjartað.
Suma daga gengur það ágætlega,
en aðra daga gliðna sporin sem ég er búin
að sauma þá fer ég aftur í sömu saumförin
þetta er vandasamt verkefni,
en ég er lífsreynd kona 
hef tekist á við mörg erfið verkefni 
í gengnum tíðina
en ég get trúað ykkur fyrir því að 
þetta er það erfiðasta.

Mér líður best á göngu,
anda að mér fersku lofti og reyni að dreyfa huganum,
hlusta á tónlist og hlæ mér sjálfri mér
yfir því að ég er í plastpokum í strigaskónum.
Finnst ekkert gott að ganga langar leiðir í gúmístigvélum
og veðrið er búið að vera blautt,
eiginlega rennblautt,
og þá er nú gott að stinga sér í plastpoka
eins og í denn þegar það var ekki smart að 
vera í gúmístigvélum.

Stundum þætti mér gott að búa í stórborg
bara hverfa í mannfjöldann og týnast,
en lang lang oftast finnst mér best að 
búa nákvæmlega hér í firðinum fagra,
finna fyrir umhyggju,
væntumþykju og styrk frá þeim 
sem í kringum mig eru
er ómetanlegt.

Ef ég væri hlaupari þá væri þetta langhlaup.
En ég er saumakona svo þetta er 
bara risa verkefni í handsaum.

Takk fyrir lesturinn,
farið vel með ykkkur og
hlúið að ykkur sjálfum <3

Anna


07.10.2019 19:30

Október


Það er kominn október,
ég er eiginlega komin með sundfit 
og hreystur vegna bleitu.
Í gær þegar ég kom heim úr göngu dagsins
var ég blaut inn að beini,
já innað skinni allavegana.
Regnjakkinn minn hélt ekki vatni,
svo þegar ég var búin að ná á mig hita 
í gærkvöldi þá fór ég inná netið að athuga með
hlítðarföt á konu sem borðar mat.
Auðvita byrjaði ég á því að athuga úrvalið
í næsta firði já á netinu,
Veiðflugan bauð uppá allskonar veiðistangir og skotvopn
en engin sá ég regnfötin.
Ég ráfaði um netið fram eftir kvöldi
ákvða svo að sofa á þessu og kíkja 
í gegnum göngin í dag.
Auðvita fékk ég flotta þjónustu í Veiðiflugunni,
en þar sem frú Parton er náfrænka mín
þá er ekki auðvelt að finna regnjakka í dömudeildinni,
flottur jakki, buxur, hanskar og smá nammi 
handa göngufélaga mínum fór ofaní poka.
Mér finnst svo notalegt að versla í heimabyggð,
verð að geta mátað og þreyfað.

Göngufélaginn!
Já hann heitir Bubbi og ætlar að vera hjá mér í vetur,
okkur kemur ótrúlega vel saman
enda er hann Snási eins og herra Tinni,
líkir eru þeir bæði í útliti og skapi,
Annars er hellisbúinn í góðum gír,
fótboltastrákurinn í borginni
og heimasætan sem er löngu flutt að heiman
á Akureyri,

Lífið bíður uppá ný verkefni og nýjar 
áskroanir endalaust.
Daginn sem ég verð verkefnalaus þá 
 verð ég örugglega kominn á endastaðinn.
Verkefnin sem ég stend frammi fyrir þennan veturinn
eru stór og krefjandi en ég trúi því 
að það sé ástæða fyrir öllu,
og að með hækkandi sól verði ég
þroskaðari og víðsýnni en áður.

Kæru þið takk fyrir að lesa párið mitt,
farið vel með ykkur og munið að njóta augnabliksins.
K.kv. Anna í nýjum regnfötum

P.s. gamli regnjakkinn var orðinn 16.ára
svo mér reiknast til að ég sé ótrúlega ódýr í rekstri ;-)
  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar