"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2019 Desember

08.12.2019 10:22

Desember


Já það er komin 2.í aðventu,
ég held að mínu stíflaða nefi fylgi ritstífla.
En ég ætla nú ekkert að væla yfir smá kvefi,
fór til læknis fyrir viku þegar ég var
farin að hafa áhyggjur af því að magavöðvarnir
færu að breytast í sex-pakka (sixpakk)
vegna langvarandi hósta.
Þessi hámenntaði maður sem lét lokka sig austur á firði
í mjög skamman tíma ( hitti hann örugglega aldrei aftur)
sagði mér það að konur á mínum aldri fengju kvef tvisvar á ári.
Já þá vitið þið það.
Hann spurði mig hvort ég væri búin að vera með hita,
hvernig átti ég að vita það?
Hvort ég hefði verið rúmliggjandi,
nei bara á nóttunni.
Og hvort ég þyrfti vottorð,
nei ég á mig sjálf,
get verið kvefuð heilan vetur án þess að
hagkerfi þjóðarinnar finni fyrir því.
Er samt búin að velta mér svolítið uppúr því
síðustu viku hvort ég geti samið við einhvern
um starfsloka samning,
jú ég lofa, skal taka að mér einstök verkefni
eins og að halda jól og stinga í vél annað slagið.
Er bara að spá í hvað blessaður maðurinn ætla 
að gera við allar þessar milljónir,
hann hlítur nú að vera að komast á seinna skeið
lífsins fyrst hann er að minka við sig vinnuna.
Vonandi á hann góða konu sem hjálpar honum 
að eyða þessum aurum.

Annars fyrir utan stíflað nef þá er ég nokkuð hress,
er á leiðinni í sunnudagaskólann að hitta vini mína,
það gefur mér viku skammt af gleði að hitta þau.
Eftir morgunstund í safnaðarheimilinu 
ætla ég á uppáhalds staðinn minn,
dunda mér og hlusta á jólatónlist.
Njótið dagsins og aðventunar kæru vinir.

K.kv. Anna á sínum aldri!
  • 1
Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1320
Samtals gestir: 290
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 20:15:26

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar