"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2020 Janúar

18.01.2020 23:28

Fljúgandi hálka.


Ég er orðin þokkaleg eftir síðustu biltu.
En hálkan er enn á sínum stað
undanfarna daga hefur hálkan verið allskonar
hálka sem felur sig undi slabbi,
hálka sem hægt er að spegla sig í lét líka sjá sig.
Svo var það í dag,
hálka undir nýföllnum snjó.
Hvernig þetta verður á morgun get ég ekki sagt ykkur
en ef marka má verðurspámennina 
þá verður hálka!

Ég nota brodda,
læðist út í bíl og fer bara inná gamla flugvöllinn,
þar er hægt að læðast um á jöklabroddum
án þess að renna niður brekku 
já svona eins og listdansari frá útlöndum
þessir sem hafa ekki gert neitt annað en að 
vera á skautum síðan þau voru 5.ára,
slepptu grunskólanum og allt,
voru bara á skautum.

Herra Bubbi kvartar ekkert,
hann þekki hverja þúfu á gamla flugvellinum,
hleipur fram og til baka,
inneftir og úteftir,
ég sakna þess að fara langan göngutúr 
á StRIGASKÓM.
En það er bara janúar.
og broddarnir verða staðalbúnaður 
eitthvað áfram.

Ég er ekkert upptekin af veðrinu,
en ég er upptekin af færðinni,
ég vildi að allir væru uppteknir af færðinni,
ef ég fer einhvertímann til útlanda
já svona langt langt í burtu útlanda,
þá lofa ég því að árstíðin verður valin vel.
Mér finnst ekkert spennandi við það að
ferðast og eiga von á því að það komi
svo mikið regn að ég fljóti bara á haf út
og endi í öðru landi
Eða að meðalhitinn sé 50plús 
og allir eigi að halda sig inni.

Ég veit að norðurljósin eru ótrúlega falleg,
og Jökulsárlón engu líkt,
en stundum er öruggast að gúggla bara Ísland
og skoða myndirnar á netinu,
Ef við ætlum að taka á móti ferðamönnum í janúar,
þá verða þeir að fara á námskeið 
í vertarfærð og veðurfræðum.
Svo væri gott ef ráðamennirnir okkar
héldu aðeins að sér höndum hvað varðar
eigin rass,
Settu svo Spítala, Þyrlur og Vegageðina
efst á listann.
Já og gerðu eitthvað í málunum.

Nú er ég hætt,
það er að koma nótt og Bubbi er allveg hissa
á að konan sé enn á fótum.

Þangað til næst, farið vel með ykkur og passið ykkur á hálkunni.
K.kv. Anna á broddum


06.01.2020 17:03

Úr og Úr.


Það var eins með úrið og lesturinn,
ég var frekar lengi að læra hvorutveggja.
Að lesa mér til gagns kom nú hægt og rólega
og að skilja venjulega klukku kom líka.

40.árum síðar er ég aftur að berjast við klukku,
enga venjulega klukku,
nei þetta er jólagjöfin frá eiginmanninum,
hún lætur mig vita ef ég hreyfi mig ekki nóg
skráir hrotur og draumfarir,
pirring og hugarró.
Já og að ógleymdum skrefunum,
skrefin eru mikilvæg,
og á degi eins og í gær urðu skrefin
hræðilega fá.
En kílómetrarnir hjá okkur Oktavíu,
já þeir urðu 830. 
þegar ég laggðist loks á koddann.

Ferðalag gærdagsins byrjaði í Grindavík
þaðan var brunað til Reykjavíku að sækja
prinsana af Mánaborg
svo var stefnan teki heim,
eiginlega ekkert stoppað og 
þegar heim var komið var Oktavía affermuð
áður en henni var startað að nýju og
yngri prinsinum var skutlað í Egilsstaði.
Ég veit að þetta er daglegt brauð hjá atvinnubílstjórum,
en fyrir húsmóður að nálgast fimmtugt
var þetta ansi langur dagur
bæði í kílómetrum og klukkutímum.

Í dag höfum við bara slappað af,
ég, herra Bubbi hundur og Oktavía,
ég ætlaði nú að byrja að týna niður jólin
en þar sem ég hef ekki verið í Álfabrekkunni minni
síðan í fyrra (6.dagar)
þá fannst mér tilvalið að renna á hálku
og krjúpa hressilega í miðja brekkuna
bar fyrir mig bæði hné og lófa,
já þessa ný uppskornu sem máttu ekki við biltu.
Magalenti svo og barmurinn sem er 
af stærri gerðinni skilst mér varnaði 
því að ég kyssti götuna.
Með kælipoka á bæði hnjám og lófum
er ég búin að sitja í sjónvarpssófanum í allan dag
og vorkenna sjálfri mér,
bölvað úrið lét mig vita það á miðjum degi 
að skrefin væru ótrúlega fá,
þá var það tekið af hendinni og lokað ofaní skúffu.

Takk fyrir lestuinn á liðnu (liðnum) árum
kæru þið og megi gleði og gæfa faðma ykkur á þessu 
splunku nýja fína ári 2020.

K.kv. Anna úrlausa
  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar