"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2020 Febrúar

06.02.2020 20:03

Febrúar


Það er kominn Febrúar,
mig dreymir um vorið og þvott á snúru.
Ég og þvottur,
það væri hægt að skrifa heila bók um okkur,
eða allavegana góðan pistil.

Ég heyrði viðtal við konu í útvarpinu um dagin,
hún var að tala um andlega heilsu,
hún nefndi bæði kvíða og þráhyggju 
og í því samhengi sagðist hún hafa verið 
svo "lasin" einusinni að það að hengja upp þvott
og setja klemmur á snúru hefði þurft að vera á sérstakan hátt.
Þarna hætti ég að hlusta.

Ég er með útisnúrur sem mér þykiur hreynlega vænt um,
þó ég viti að maður á ekki að bera tilfinningar til dauðra hluta.
Snúrurnar eru á voða góðum stað bakvið bílskúrinn
eini gallinn er að þar safnast saman mikill snjór 
og í augnablikinu er ófært að snúrunum 
eða svona hér um bil.

Þvottaklemmurnar eru svo annar kafli,
ég nota plastþvottaklemmur sem ég hef keypt
bæði hér heima og í útlöndum en ég ætla að trúa
ykkur fyrir því að þetta er eitthvað voða fínt Danskt merki.
Það koma engin klemmuför og þær endast og endast.
Ef þið eruð með ástríðu fyrir góðum þvottaklemmum 
þá getið þið kíkt á fésbókarsíðu sem heitir Káta klemman,
þetta er ekki auglýsing bara svo það sé á hreynu.
En aftur að klemmunum góðu,
þær eru allskonar á litinn,
já er það ekki bara skemmtilegt?
Mér finnst það mjög flott svo framalega sem ég á tvær eins.
Já ég hengi ekki upp bol með einni rauðri og einni grænni klemmu.
Það gengur ekki.
Ég á nokkrar stakar þær nota ég til þess að hengja upp sokka
afþví að ég nota bara eina klemmu á eitt par.

Hvenar verður þvottur og klemmur að veikleika
eða sjúkdóm?
Ég er búin að velta þessu fyrir mér alla vikuna,
og niðurstaðan sem ég hef komist að er sú að 
á meðan ég særi engan með sérviskunni
þá sé þetta í lagi.

Ég hlakka svo til þess þegar það verður fært út á snúrur,
Það er fátt sem toppar sængurföt þurrkuð úti,
allt sem kemur að þvotti er notalegt,
segi það ekki að ég elski að týna upp óhreyna sokka,
nei en að taka úr vél.
hengja upp,
brjóta saman,
strauja.
Já þetta er hugleiðsla.

Umvefjum okkur með jákvæðni og gleði,
þökkum fyrir góðan dag og gleymum þeim
sem ekki eru eins góðir.

Þangað til næst.
K.kv. Anna C-11 (var það ekki þvottaefni)

  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar