"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2020 Mars

12.03.2020 10:18

SUÐUSÚKKULAÐI


Einn af mínum stæðstu veikleikum er súkkulaði.
Já það er náttúrulega spurning hvort það sé veikleiki eða styrkur.
Mér hefur bara alltaf þótt súkkulaði gott,
en suðusúkkulaði hefur ekki verið efst á vinsældarlistanum.
Þangað til núna!

Ég er mjög fastheldin,
kaupi bara NóaSíríus,
geri heit súkkulaði í tíma og ótíma
en aldrei heitt kakó.
svo eru það uppskriftirnar sem ég nota mest,
hafrakökur úr Kökubók Evu Laufeyjar 
og heilsu nammi úr annari uppáhalds bók.
Þessar uppskriftir eiga það sameiginlegt að
vera með 150.gr af suðusúkkulaði.
Hver setur 150.gr af suðusúkkulaði í uppskrift?
Ég kaupi alltaf svona tvöfalt suðusúkkulaði
og auðvita nota ég það allt í uppskrift sem segir 150.gr

En þá kemur aðal málið......
300.gr af suðusúkkulaði í einum pakka,
já fyrst lét ég þá Nóa og Síríus ekki blekkja mig,
það var nefnileg dýrara kílóverðið
á 300gr. pakka en 200.gr.
já húsmóðirin á þessu heimili gerir verðkannananir.
En svo breyttist verðið og ég fór að kaupa 300.gr.
Já eitt sem ég gleymdi að segja pakkningarnar skipta máli,
sko umbúðirnar,
ég bara hreynlega elska smjörpappírinn 
sem suðusúkkulaðið er pakkað í.

En aftur að uppskriftunum mínum,
þó ég bætti við smá auka súkkulaði í hvert skipti
á meðan það voru bara tvöfaldir pakkar í boði,
þá var nú svolítið gróft fannst mér að setja 
300.gr í eina uppskrift.
Hellisbúinn sem einusinni var Tölvulús 
hefur verið mjög duglegur í gengnum tíðina
að gæðakanna súkkulaðið í eldhússkápnum,
ef ef það hefur verið opinn pakki af suðusúkkulaði
þá hefur hann séð til þess að það skemmist allavegana ekki.
En nú er herrann bara á vistinni í Menntaskólanum 
og ég sit hérna heima með umframbyrgðir
af suðusúkkulaði í hvert skipti sem ég baka.

Borðaðu þetta til þrifa sagði amma mín
þegar það var eitthvað lítið eftir á fatinu
og hún var að fara að vaska upp,
hvort sem það var kjötbolla eða upprúlluð pönnukaka.
Og það er einmitt það sem ég hef verið að gera undanfarið,
að búa til skápapláss,
borða til þrifa,
bjarga verðmætum,
já köllum það bara að kinnast nýju uppáhaldi.
Suðusúkkulaði!

Eftir þessa uppgvötvun þá hef ég fundið annað úr,
ég hef oft sagt að ef ég drykki áfengi
þá myndi ég nota Baylis á morgunkornið,
það var þegar ég elskaði rjómasúkkulaði.
Nú þar sem ég hef uppgvötvað suðusúkkulaðið
þá er ég hrædd um að ef við snúum því
yfir í áfengi þá færi sjálfsagt Wiskey á morgunkornið
svo ég held að ég haldi mig bara við súkkulaðið
og látið áfengið vera eins og ég hef gert 
síðustu 49.ár.

Þangað til næst, 
farið vel með ykkur elskurnar mínar.

K.kv Anna Síríus
  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1342
Samtals gestir: 291
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 20:38:41

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar