"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2020 Maí

22.05.2020 21:51

Umhyggja eða dekur.í sögunum um múmínálfana er múmínmamma
sú sem passar uppá að allir séu saddir,
allir séu sáttir og öllum líði vel.
Hún er svo umhyggjusöm.

Þegar ég passa uppá að herrar heimilisins séu
saddir og sælir þá er ég að dekra þá.
Ég veit að þeir eru hálf fullorðnir,
og þegar ég var á þeirra aldri var ég flutt að heiman.
En það var þá,
og eftir á að hyggja hefði ég verið til í að búa lengur heima.

Að dekra við fólkið mitt er bara svo notalegt,
Yfirleitt.
Akkúrat núna er ég bara svolítið tóm,
væri til í að vera ein einhverstaðar með pönnukökupönnuna,
þó ég komist ekki einhvert í burtu að steikja pönnukökur,
þá á ég mitt athvarf,
minn griðastað,
Hruna.

Stundum gæti ég hreynlega gist í Hruna,
það er bara svo notalegt að vera þar.
Það er líka mjög notalegt heima hjá mér
en í Hruna eru saumavélarnar
og allt sem þeim fylgir.

Eitt sem ég öfunda múmíumömmu af
er vetrardvalinn,
þess vegna getur hún hlúð svona vel að öllum
allt sumarið,
hún hvílir sig allan veturinn.

Veturinn sem leið átti að vera svoleiðis vetur hjá mér,
en svo varð hann bara allt öðruvísi,
verkefni sem ég hefði viljað vera án 
var steypt yfir mig,
en það er þá sem maður finnur
úr hverju maður er gerður.

Ég er ekki búin til úr stáli,
en það er ótrúlegt hvað lífið kennir manni
þegar brotsjór og stormur
svört ský og eldingar
eru það eina sem þú sérð í
í veðurkortunum þínum,
þá er gott að skella á sig svuntu
múmínmömmu og segja upphátt,
ef þessi stormur hefði ekki feykt mér 
um koll þá hefði ég ekki tekið 
eftir því hvað tunglið var fallegt þegar 
veðrinu slotaði.

Hlúum að okkur sjálfum og
hvort öðru,
setjum frekar á okkur svuntu Múmínmömmu
en hempu dómarans.

Þangað til næst
kærleikskveðja frá mér til ykkar
Anna

  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar