"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2020 Júní

11.06.2020 22:52

Samviskubit og sólbruni.

Hver fann eiginlega upp samviskubit,
mér líður oft eins og ég sé útnöguð
af samviskubiti.

það er auðvelt að segja að lífið sé of stutt
fyrir svoleiðis en samt læðist það 
aftan að mér og bítur mig í rassinn.

Þegar ég "skrepp" í borgina þá 
líður mér eins og það eina rétta í stöðunni
sé að fá tíma hjá Kára og láta klóna mig,
mig langar svo að hitta ALLA  sem ég þekki
og þykir vænt um.

En ég er bara með tóma tank,
og þessar suðurferðir eru ætlaðar
til þess að reyna að endurhlaða konuna,
Og þess vegna er ég ekki í 
fjórum heimsókjnum, fimm kaffiboðum
og sex garðveislum
í þessum bæjar ferðum.

Ég er viss um að þið skiljið það,
og að þetta samviskubit er allgjör óþarfi,
en einhvern daginn hlítur þessi 
rafhlaða að verða fullhlaðin
og þá ég get hoppað útum allan bæ
eins og Dúrasell kanína,
hitt bæði vini og ættingja,
farið á fullt af stöðum sem
bíða eftir því að ég skoði þá,
Árbæjarsafnið og Grasagarðurinn
Jómfrúna og Sæta svínið..
Esjuna og Perluna.

Þannig að þessi skrif eru til ykkar
sem ég hitti ekki,
ég kem aftur í borgina,
og aftur
og aftur,
og í einhverri ferðinni hittumst við.
Þangað til 
njótið sumarsins,
farið vel með ykkur
njótið augnabliksins
og ekki gleyma að brosa.

K.kv. Anna á réttri leið.  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar