"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2020 Október

11.10.2020 20:05

Heilinn og önnur líffæri.


Í gær var Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn.
Ég var búin að skrifa þetta líka fína blogg en það hvarf!
Ég tók því sem merki frá æðri máttarvöldum 
um að ég ætti að bíða með að skrifa þangað til í dag.
Svei mér þá ef það var ekki bara skynsamlegt.

Geðheilbrigði.
Þetta orð er eiginlega risa stórt.
En líka svolítið ógnvekjandi.
Viljum við ekki öll geta sagt að við séum við góða geðheils?
Heilinn er náttúrulega "bara" líffæri eins og nýrun og lungun,
ætla ekki að gera lítið úr heilanum því hann er
náttúrulega flóknastur af öllu,
við geturm lifað með eitt nýra, eitt lunga og það má taka af lifrinni.
En það er annað mál þegar heilinn bilar,
stundum bilar hann bara lítið,
hægt að tala sig frá kvillanum hreynlega,
já eða fá einhverja töflu.

En svo getur verið eitthvað mikið að sem erfitt er að lækna.
Það er bara svo erfitt að setja mælieiningu á geðheilsu.
Smá kvíði og ofsakvíð,
það segir manni svo lítið.
Er smá kvíð eitthvað sem líður hjá
ef þú heldur þig bara heima einn dag og
horfir á sæta mynd og borðar uppáhalds nammið þitt?
En ofsakvíð,
ferðu þá í alltumfaðmandi treyju og verður lokaður inni einhverstaðar?

Ég var einusinni í veikindaleifi frá vinnu 
vegna kvíða og þunglindis,
ég var búin að vera döpur lengi,
en svo einn daginn komst ég ekki í vinnuna
það var ekki nóg súrefni í Strætisvagninum.
Þegar ég var svo sett í veikindarleifi
þá var mitt helsta áhyggjuefni að nágranninn
sæi að ég væri ekki að vinna og færi að spá í það.

Seinna gat ég hlegið pínu af þessu,
ég þekkti nágrannan ekki neitt,
held að honum hafi verið allveg sama
hvort ég væri í veikindaleifi eða vaktavinnu eða síðbúnu sumarfríi.
En á maðan á þessu stóð var þetta svo yfirþyrmandi og erfitt.
Ég fékk góða hjálp frá frábærum heimilislækni,
og geðlækni sem ég átti eftir að eiga stefnumót við í 4.ár.
(fasta tíma).

Með marga sjúkdóma þá útskrifast þú,
hvort sem það er með fullum bata eða
þeim orðum að þú sért búin að ná þeim bata sem hægt sé.
En þjáist þú af andlegum veikindum
veit ég bara ekki hvort þú útskrifast einhvertíman.
ég er ekki útskrifuð.
Stundum er ég verri,
en oftast er ég betri.

Þegar ég heilsa úti í búð og brosi,
er í kjól og með blóm í hárinu,
eða þegar ég syng og tralla í sunnudagaskólanum,
þá er ég nú yfirleitt í ágætis gír.
Því þegar mér finnst ekki nægilegt
súrefni fyrir mig í mínu nánasta umhverfi,
þá held ég mig heima.

Ekki vorkenna mér,
ef ég væri ekki búin að fara í gegnum þennan 
kafla í lífsins bók þá hefði ég ekki 
skilninginn og þolinmæðina sem ég bý yfir
og ég vildi ekki vera án hennar.

Hlúum vel að okkur sjálfum
og pössum geðheilsuna.

K.kv. Anna óútskrifaða.

07.10.2020 19:08

Haust.


Ég er ekki allveg hætt að blogga,
en voða er nú langt á milli þess sem ég sest 
niður með tölvuna og létti á huganum.

Að létta á sér þarf ekki að vera neikvætt,
þegar maður hlær mikið finnur maður fyrir létti,
þegar tárin tenna eins og stórflóð þá finn ég líka fyrir létti.

Ákkúrat núna er veiran sem ógnar öllum og öllu
íþyngjandi.
Covid-Kvíði
Covíd-Kíló
já bara allskonar ný orð, nýtt ástand og nýjar tilfinningar.

Í Mánaborg erum við líkamlega hraust,
Hellisbúinn hefur tekið upp fyrri yðju af mikilli allvöru
sefur á daginn og vakir og borðar á nóttunni.

Fótboltastrákurinn berst með uppeldisfélaginu sínu,
hinu fjölþjóðlega Leikni Fáskrúðsfirði,
þetta hefur verið skrítið tímabil hjá þeim
með miklum ferðalögum og fáum mörkum.

Heimasætan sem er löngu flutt að heiman og býr
í höfuðborg Norðurlands ætlar með tengdasyni okkar 
að gefa okkur hjónunum nýjan tiltil á nýju ári,
mikið verður gaman að vera amma Anna.

Það er samt svolítið skrítin tilfinning að verða amma 
en hafa ekki verið kölluð mamma,
þegar sú hugsun reynir að brjóta sér leið inní höfuðið 
á mér þá minnist ég Pakistanskra nágranna minna 
í Noregi sem sögðu mér að Anna þýddi mamma hjá þeim.
gæti ekki verið ánægðari með nafnið mitt.

Maðurinn í lífi mínu vinnur hinumegin á landinu,
ég læt sem hann sé á olíuborðpalli 
já eða á vertíð,
ekki allveg tilbúin til þess að flytja úr firðinum fagra,
samt hef ég alltaf haldið því fram 
að það skiptir ekki máli hvar þú býrð
ef þú hefur það gott í hjarta þínu.

Mér finnst haustið gott,
hægt að kveikja á kertum og litirnir í náttúrinni
hafa verið sérstaklega fallegir nú í haust.
Magnað hvernig grænn getur
breyst í alla mögulega gula og rauða liti bara sí svona.

Núna ætla ég að sauma útlimi á nokkrar kanínur 
og njóta kvöldsins í sjónvarpssófanum.

Farið vel með ykkur elsku vinir
og njótið augnabliksins.

K.kv. Anna í haustlitunum.
  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar