"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2020 Nóvember

07.11.2020 11:25

Emma öfugsnúna og skammdegisgleðin.


Ég hef sagt það áður,
heilinn er merkilegt líffæri.
Ég var svo hissa þegar ég opnaði bloggið mitt áðan
og sá að mér langaði kanski bara að leggjast í dvala.

Ekki í dag,
nei nú minni ég mest á Emmu öfugsnúnu,
elska bara þetta myrkur,
ætli sé hægt að þjást af skammdegisgleði?
Ég heyrði í útvarpinu áðan að næstu 100.dagar
væru umluktir myrkri,
ég skipti nú bara um útvarpsrás.
Ekki af því að ég væri eitthvað hrædd við þetta myrkur,
nei fór bara að hugsa um alla þá sem 
líður illa í skammdeginu.

Mín kenning er náttúrulega sú að á Íslandi
ætlaði skaparinn ekki að láta neinn búa,
held að þetta hafi bara átt að vera millilendingar flugvöllur
fyrir farfugla á leið yfir hafið.
Við þurfum sól í augun,
ég náði mér í sól snemma í morgun
fór útí sveit á uppáhaldsstað
okkar hjóna Kolfreyjustað.
Þar skín sólin alltaf (já eða svona næstum því).

Það að það fór fólk að búa á þessari eyju
er náttúrulega bara vegna þess að 
þeir sem komu hingað fyrst voru á flótta
og þegar fólk er á flótta þá er það til í að búa næstu hvar sem er,
ef það fær bara að vera í friði
á í sig og á og það er friðsamlegt í þeirra garði.

Nú er ég að stefna í allt aðra átt, 
tek flóttamanna umræðuna seinna.
Það sem ég vil með þessum pistli er að minna 
ykkur á þið sem enn kíkið hér inn,
að það er ekkert óeðlilegt við það að vera dapur
í skammdeginu,
við eru ekki tré,
ekki heldur múníálfur eða skógarbjörn,
við leggjumst ekki í dvala yfir veturinn.

Farið vel með ykkur,
kveikið á kertum og hlustið á góða tónlist.
Ekki horfa of mikið á fréttirnar
það er ekkert hollt.

Þangað til næst ætla ég að vera öfugsnúin 
og þjást af skammdegis gleði eins mikið og ég get.

K.kv. Anna á laugardagsmorgni.
  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar