"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2021 Mars

11.03.2021 22:37

Nýr titill.


að vera húsmóðir, 
stjúpmóðir,
fósturmóðir
og frú
er alveg hellings verkefni,
en nú bættist við titill
AMMA

Minningarnar sem ég á um ömmur mínar eru góðar,
amma Dísa átti leðurjakka og var með naglalakk,
amma Anna var bóndakona með botnlausan kleinu stamp,
ég verð góð blanda af þessum tveimur,
baka og verð með naglalakk.
Veit ekki alveg með leðurjakkann.

Ömmur eru náttúrulega allskonar,
sumar prjóna á meðan aðrar klífa fjöll.
Sumar eru ungar ámeðan aðrar eru ekki eins ungar.
Allar eiga þær það sameiginlegt að geta
stækkað hjartað sitt margfalt 
já eiginlega bara endalaust.

Ömmur mínar áttu fullt af barnabörnum
og í hjarta þeirra var pláss fyrir þau öll.
Ég vona að ég eigi eftir að eignast mörg barnabörn
en núna er það litla daman á Akureyri 
sem á hug minn allan.
Var ég nokkuð búin að segja ykkur að hún er fullkomin.
Já svoleiðis sjá ömmur afkvæmi sín,
en þetta er samt alveg satt.

Langaði bara að deila þessu með ykkur.
Farið vel með ykkur og njótið augnabliksins.
K.kv Anna amma
  • 1
Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1320
Samtals gestir: 290
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 20:15:26

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar