"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2021 Ágúst

21.08.2021 12:22

Allskonar fólk.


Hverjum eru þau lík Barbafjölskyldan?
Þau eru bara engum lík.
Einn er loðinn annar blár,
mamman svört og pabbinn bleikur.
Hver ætli boðskapurinn sé hjá höfundinum?

Jú við erum öll einstök.
Há, lág, mjó eða breið.
og litirnir.......
auðvita erum við allskonar á litin,
og börn eru nú flest með það á hreynu að við erum allskona.
En er fullorðna fólkið búið að gleyma því?

Og ef fullorðna fólkið gleymir því að við
erum öll einstök,
hvernig á þá að vera hægt að kenna börnunum það?
Í sturtu í Sundlaug á Austurlandi
horfði lítill strákur á mig
hann var ekki kominn á þann aldur að
hafa skoðanir á því hvort feitur eða mjór væri betri,
Eftir að hafa skoðað mig með augunum í góða stund 
sagði hann:
Afhverju ertu með svona löng brjóst?
Mamma er bara með stutt brjóst.

Aumingja móðirin roðnaði og blánaði,
sussaði á barnið og var vandræðaleg.
Í stað þess að stinga barninu undir sturtuna 
og segja honum að þau þyrftu að drýfa sig,
þá hefði hún geta sagt:
Það er vegna þess að við erum allskonar
og öll einstök.

Var það nokkuð í mínum verkahring að fræða barnið,
er alltaf að reyna að skipta mér ekki of mikið af.
En verði ég fyrir þessu aftur,
þá er ég ákveðin í því að segja,
við erum allskonar,
ég er með löng brjóst,
stór læri
og tvær hökur,
þú ert einstakur á þinn hátt.

Kæru vinir,
fögnum fjölbreytileikanum og berum virðingu fyrir öllum.

K.kv. Anna

20.08.2021 17:51

Um konur og karla.


Þessi færsla er eiginlega alls ekki um þessa bók,
bókin er nefnilega mjög fróðleg og ég mæli með henni.

Það sem liggur á mér í dag já liggur kanski ekki á mér
en það sem ég er búin að hugsa um aftur og aftur
undanfarna daga er jafnrétti.

Verandi kona með þar til gerð kynfæri þá sakna ég jafnréttis,
ég er ekki að tala um að ef ég réði þá fengju karlar túrverk,
nei ég legg það ekki á þá.

Það er varla sá auglýsingatími í útvarpi
þessa dagana að ekki sé talað um píkur.
Píku heils og píku vax.
Æi, ég er kanski allgjör kelling,
þarf allavegana smá tíma til þess að venjast þessu auglýsingum.

En hvað þá um heilsu og þjónustu fyrir 
karlmennina,
veit ekki hvort þeir sem eru með pung fari í vax,
allavegana er mikilvægt að huga að heilbrigði
bæði limsins og pungsins,

Ætli engum hafi dottið í hug að semja bók um
gleðina við liminn og kúlurnar.
Ég er allgjörlega fyrir utan þægindaramman minn,
sjálfsagt hálfgerð pempía þegar kemur að svona umræðu.
Ég fagna umræðunar í dag en sakna þess að
hún sé á meiri jafnréttisgrundvelli.

Ég varð bara að koma þessu frá mér,
þó opin umræða sé góð 
þá verðum við líka að passa að tala um
kynin af virðiungu og ef það 
er hluti af umræðunni við kvöldmatarborðið 
að snyrtistofan X sé með tilboð á Píkuvaxi
þá skora ég á alla sem þjónusta punga og limi
að skella í auglýsingarherferð 
á dýrasta tíma RÚV.

Þangað til næst,
farið vel með ykkur og hugsið vel um heilsuna 
hvort sem er fyrir ofan eða neðan belti.
K.kv.Anna 

11.08.2021 10:44

Rólegheit.


Nú er ég búin að vera alein heima í rúma viku,
stundum hef ég óskað þess svo innilega að fá að vera ein,
bara alein.
Svo þegar ég er ein þá er það bara svona passlega gott.
Auðvita er ég oftast ein hérna heima,
það er ekki eins og hellisbúinn minn troði mér um tær.
Nei tærnar á mér eru ekki vondar þess vegna.

Mér finnst ekkert leiðinlegt að vera ein,
enda í mjög góðum félgsskap,
mínum eigin.
En það er þetta að borða ein og segja ekki
góða nótt eða góðan dag við einhvern,
það er svolítið skrítið,
en auðvita má öllu venjast.
Ég þarf ekkert að venjast því betur,
á föstudaginn veður prinsinn kominn heim aftur.

Þegar ég vaknaði í morgun var fyrsta hugsunin:
í hvað á ég að fara?
Ef ég væri múmínmamma þyrfti ég ekki að hugsa um þetta,
að geta bara skellt á sig svuntunni
og mætt deginum með bros á vör.
Já það væri sko bannað að flækja málin
með mörgum svuntum,
ekkert ein rósótt önnur röndótt þriðja köflótt.
Nei það væri bara svuntan.
Það væri nú þæginlegt.

En auðvita er það okkar val, mitt val
að eiga allskonar og velja á milli.
Ég man eftir lækni þegar ég var að alast upp
sem var alltaf í gallabuxum og blárri peysu,
þá meina ég alltaf.
Hann átti örugglega bar þrenn sett af því sama
og var svona líka ánægður með valið.

Ég er svo heitfeng ég gæti ekki haft rúllukragapeysu
sem einkennisbúninginn minn,
og galabuxur eru svo óliprar eitthvað.
Nei ég held að það yrði bara
svuntan hennar múmínmömmu!
En sem betur fer ykkar vegna er ég of
spéhrædd til þess að klæðast eingöngu svuntu,
svo í dag er það kjóll og mjúkar leggings-
gammósíur sem urðu fyrir valinu.
Tek nú sér pistil síðar um orðið
GAMMÓSÍUR.

Þangað til næst hafið það sem allra best
sama hverju þið klæðist.
ykkar Anna

09.08.2021 19:12

Að vera ég.


Stundum er gott að lifa bara í núinu
vera ekki að velta sér uppúr einhverju gömlu,
eða lifa fyrir það gamla góða,
allt var miklu betra í denn,
einhvertíman hef ég heyrt það.

Það að lifa í núinu þíðir ekki að maður eigi ekki
að gera kröfur eða hafa væntingar.
Væntingar mínar eru allskonar,
en ekkert sérstaklega flóknar,
eins og svo oft áður þá kemst ég að því
þegar ég fer að skoða mig inná við að 
ég er föst í kjól frá Pollý-Önnu.

Ég fór í aðgerð á fæti og tám í vor,
ég er skárri en ekki nóg og góð,
en ég gæti verið verri.

Ef ég væri gömul ballerína þá 
væru tærnar á mér örugglega miklu verri.
Já og ef ég væri fótboltastjarna
þá væri ég með bæði tásvepp og
marðar neglur.

Nei þessar tær þær eiga eftir að verða betri,
ég fer að komast í góða göngutúra,
og það sem er jafn mikilvægt eiginlega..
að geta verið í fínum skóm.

Svo er náttúrulega til fólk sem er ekki með tær.
Nei nú hætti ég með þetta tásu tal.
Ég hugsaði með þessari mynd að
ég ætlaði að láta mér hlakka til þess
að sundleikfimin byrji í haust.


Hugsið vel um ykkur,
setjið ykkur raunhæf markmið 
og njótið lífsins.

Þangað til næst knús frá mér til ykkar <3
Anna
  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar