"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2021 Október

20.10.2021 19:39

átak eða áttak


Ég hef notað þessa mynd áður,
finnst hún bara passa vel í kvöld.

Eins og þið vitið þá er ég búin að vera með tærnar
uppí loft síðustu VIKUR,
og hvað gerir konan þá,
jú fer í rannsóknar vinnu,
mikla rannsóknar vinnu.
Ef ykkur langar að vita hvaða súkkulaði 
er best eða verst hafið þá bara samband við mig.

Ég er nefnilega búin að vera í átaki næstum allt lífið,
en undan farnar vikur breyttist það í ÁT-tak,
merkilegt að það var hægt að kenna mér
fyrir mjög mörgum árum að 
passa mig á umfeðinni og að það ætti að 
nota endurskinsmerki,
að reykingar væru banvænar og
að ég fann það aææveg sjálf út mjög snemma
að ég ætlaði aldrey að drekka áfengi,
sem unglingur notaði ég það að ég 
væri svo skemmtileg að ég þyrfti ekki að drekka,
og ég stend föst á því,

En þegar kemur að súkkulaði,
þá er bara heilinn farinn í sumarfrí,
ég greri mér fullkomlega greyn fyrir því
að ég borða yfir tilfinnigar,
borða til þess að hugga mig,
borða til þess að verðlauna mér,
já það er bara alltaf hægt að finna 
tilefni fyrir súkkulaði.

Ég hef örugglega skrifað um þetta áður,
enda hvernig ætti ég að hafa komis hjá því,
ÁTAK og ÁT-tak 
hefur verið hluti af lífi mínu eins lengi og ég man eftir.
Ég er tvisvar á þessu ári búin að fara til læknis og
biðja um aðstoð,
ég sé að missa tölkin og geti þetta ekki ein.
En það er ekki mikla hjálp að fá,
hjálpin felst nefnilega í andlegri vinnu,
og þar er langur langur biðlisti,
svo er ég svo hraust,
það voru tekin allskonar próf í haust
og það er bara ekkert að mér,
ekkert nema það að ég er of þug.

Kanski er ég bara eintakið sem á að minna á
að öll erum við einstök,
nei ég segi svona,
euðvita erum við öll einstök,
ég væri bara svo til í að geta stjórnað því
sjálf hvort ég fæ mér gulrót eða súkkulaði í kvöldhressingu,
auðvita á ég að geta stjórnað því!
En nei ég geri það bara alls ekki.

Fyrir akkúrat tveimur árum þá hrundi líf mitt á hliðina,
í framhaldi af því þá kom þessi blessaða veira,
nú og svo fór ég að berjast við þessar tær og gat 
ekki hreyft mig eins og áður,
senmsagt fullt fullt af ástæðum
til þess að borða allt sem mér finnst gott.
Mér finnst gulrætur góðar,
en ég er bara ekkert sjúk í gulrætur,
ég er sjúk í súkkulaði.
Á þessum tveimur árum er ég búin
að þyngjast um 20.kíló.
Já þá hafið þið það svart á hvítu.

Ég var hjá lækni í morgun og ég á að 
vera með tærnar uppí loft í tvær vikur í viðbót,
ég er svo leið á þessu,
veit svo vel að það er fullt af fólki sem
hefur það miklu verra,
en það lætur mér ekki líða betur.

Nú ætla ég að hætta þessu skæli,
umvefja mig með jákvæðni 
og þakka fyrir allt það góða í lífi mínu.

K.kv. Anna súkkulaðidrottning.
  • 1
Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1402
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:47:37

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar