"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2008 Apríl

29.04.2008 15:45

Ást og 112

Fyrir löngu síðan, það er nú reynda ekkert rosalega langt en mér finnst bara eins og ég hafi átt þennan yndislega mann í heila eilífð

Allavegana þá vorum við á sinnhvorum lanshlutanum til að byrja með , já nema þegar ég átti helgarfrí og kom austur, við spjölluðum í síma og á msn og þurftum voða lítið að sofa

Einhvertíman þegar við vorum að spjalla á msn þá áttaði ég mig á því að ég var að verða of sein í vinnuna og átti eftir að fara í sturtuég sagðist þurfa að henda mér í sturtu og kvaddi svo

Tveimur dögum síðar kveikti ég á tölvuni, það var búið að vera mikið að gera og ég hafði nánast ekkert verið heima, en allavegana þá kom bróðir Súpermann inná msn'ið hjá mér og spurði hvort hann ætti að hringja í 112 

Ha, út af hverju, spurði ég
Jú þú fórst í sturtu fyrir tveimur dögum og ég var að spá í hvort þú þyrftir hjálp við að komast úr henni aftur

Ég hló restina af deginum og er búin að hlæja mikið síðan, það er svo gott að geta hlegið saman eiginlega allveg nauðsinlegt

Bróðir Súpermann er nú í vinnuni, ég sjálf fór heim úr vinnuni er ekki allveg nóg og hress en það á að líta nánar á það á morgun, mig langaði bara að deila með ykkur því sem fær mig til að brosa þegar mér er illt

Njótið lífsins og rifjið upp gamlar góðar minningar ef  dagurinn er grár og brosið þreytt


K.kv.Anna og minningarnar

28.04.2008 12:43

Komin heim!

Mikið var gaman hjá mér og heimasætuni í sumarbústað með öllu þessu skemmtilega fólki en öll gleði tekur enda, ekki það að það sé leiðinlegt að ver komin heim, o nei, það er svo gott að sofa í sínu rúmi og ég tala nú ekki um hjá mínum dásamlega eiginmanni hjásvæfan mín í sumarbústaðnum var af prinsressu kyni 5.ára með ljósa lokka og ómótstæðilegt bros hún kvíslaði því að mér títt og oft að ef ég segði já við hinu og þessu svo sem að fara í pottinn eða fá nammi þá væri ég best í heiminum, vá er hægt að standa á móti því að ver best í heiminum

Ég set nú inn einhverjar myndir frá ferðalaginu mjög fljótleganjótið þess að þetta er stutt vinnuvika, en ekki gleyma því afhverju við höldum 1.mai hátíðlegan

K.kv.Anna á Austurlandi

23.04.2008 11:19

Tilhlökkun!

Eftir 8.klukkutíma þá verð ég komin í sumarbústað á suðurlandinu með uppáhalds fólkinu mínuég og heimasætan ætlum að fara í sumarbústað að Laugarvatni, þið vitið þarna fyrir sunnan þar sem enginn snjór erþar verður fullt af stóru og litlu fólki til þess að skemmta okkur um helgina, litli bróðir minn og hans góða kona með sinn yndislega Leó Örn, Steini frændi minn og hans góða kona sem er Unnur VINKONA mín og þeirra sólargeyslar, en þessi sumarbústaðarferð er eins og tvöfaldur LOTTÓ því í þarnæsta bústað verða Ísfirðingarnir Obba,Pési og Ólafur Orri þannig að þetta getur ekki orðið annað en skemmtilegt

Ég tek mér bloggpásu fram yfir helgi og segli bara GLEÐILEGT SUMAR

K.kv.Anna á leið í frí

22.04.2008 10:13

Trausti, Tryggvi og Telma

Var ég búin að segja ykkur hvað vinnuvikan mín er ótrúlega stutt í þetta sinn...
kl.16.00 á morgun er ég komin í frí fram á mánudag

Trausti, Tryggvi og Telma eru klár til afhendingar.....
kíkið í myndaalbúmið, minn heittelskaði notaði kaffitíman sinn í að skella inn myndunum en það er ekki búið að snúa þeim svo þið verðið bara að snúa ykkur

Ég ætlaði að skríða uppí sófa þegar heimasætan var farin í skólan, en stöð 2 var í einhverju rugli svo ég fór bara inní saumaherbergi og dundaði mér þar

Hef þetta ekki lengra, njótið dagsins það eru bara tveir daga eftir af vorinu og svo....
kemur SUMAR

K.kv.Anna í fimmtagír

P.s. róleg stund í vinnuni svo þið þurfið ekki að leggjast uppá tölvuborðin ykkar til þess að skoða myndirnaar, ég er búin að snúa þeim

21.04.2008 00:27

Helgin á enda!

Þessi dagur er búin að vera sérlega góður:

Ég svaf vel, vaknaði fyrst um sjö en gleymdi mér svo til níu
Saumaherbergið er búin að vera minn staður í dag
og sófinn
dekraði við tásurnar mínar
heimasætan eldaði
grillaðar samlokur
maðurinn í lífi mínu skilaði sér af haugunum í gær og er búin að dekra  við Oktavíu í mest allan dag

Nú er þvottavélin búin, var að bíða eftir því og ákvað að blogga smá, ætla að fara að koma mér í háttinn, þið eruð nú sjálfsagt öll löngu sofnuð, allavegana góða nótt

K.kv.Anna á leið í bólið

19.04.2008 18:46

Innblástur frá Möllu!
Ég kíkti inná bloggið hennar Möllu nágrannakonu minnar í næstu brekku, þar voru snjó myndir og garðhúsgögn, þegar ég kom heim var bara að rífa sig úr skárri fötunum fara í vinnugalla og moka pallinnekki halda að ég hafi mokað mikið, en því til sönnunar að vorið sé komið í Álfabrekku þá setti ég inn nokkrar myndirég mokaði í klukkutíma og yrði sjálfsagt í tvo daga að klára pallinn en það er ekki á dagsskráni

K.kv.Anna í vorhug

19.04.2008 11:31

Þessi fallegi dagur...

Þá er komin laugardagursólin skín og fjöllin speglast í firðinum fagra
Heimasætan er farin í Oddskarð á bretti og minn heittelskaði ætlar að taka til í bílskúrnum og fara á haugana, ég sjálf verð í vinnuni milli 11-15 og ætla svo bara að njóta þess að vera til

Njótið dagsins, keyrið á löglegum hraða ef þið neiðist til þess að nota bílinn og fáið ykkur ís

K.kv.Anna á laugardegi

17.04.2008 07:30

Litlir kassar á lækjar bakka....

litlir kassar og dingalingaling! Þetta lag kom allt í einu uppí huga mér, hvað er verið að meinaKanski er einhver leindur boðskapur í laginu sem jarðbundin kona nær engu sambandi við

Ég hef alltaf haft mikin áhuga á íslenskri tónlist, ekki þannig að ég grafi mig niður í smáatriðin, nei ég nenni því nú kanski ekki en ég á mjög auðvelt með að læra íslenska texta og þeir sitja mjög fast í mér, hugsið ykkur að vera að eiða plássi á harðadisknum í litla kassa á lækjar bakka og Hríseyjar Mörtu

Ekki halda að ég sé einhver "lím heili" ég gæti ekki sungið heilt lag á ensku þó lífið lægi við

Þegar ég vaknaði í morgun, sko áður en litlu kassarnir brutu sér leið úr geymslu minningana, þegar ég var ný búin að opna augun þá var sumarlegt lag í höfðinu á mér, um strák grey sem er sparkað af kærustunni og fer til Bahamas, þetta lag kemur mér í gott skapÞess vegna vaknaði ég með bros á vör og er ákveðin í því að dagurinn verði eins.

Eigið góðan dag, finnið ykkur eitthvað skemmtilegt lag sem þið getið sungið í huganum í vinnuni og upphátt í bílnum, ekki hlusta á Rás 2. eftir hádegi þar er bara spiluð einhver sýra sem ég veit ekki hver hefur gaman af, og stór efast um að noklkur brosi þegar svileiðis tólist kemur uppi í huga fólks

K.kv.Anna í sumarskapi

14.04.2008 19:35

BMI!

BMI hvað er nú þaðbíl tegund kanski
Nei eins og þið kanski vitið flest þá er þetta skamstöfun sem hefur með kjörþyngd að gera, alltaf annað slagið þá fæ ég þvílíka þörf að létta á mér, já sko ekki á hjarta mínu heldur kílóunum, og þá skrifa ég eitthvað mis gáfulegt á síðuna mína og er dugleg í hálfan dag já eða jafnvel tvo og þá er það búið

Samkvæmt þessu BMI þá er ég sjúklega feit
Úff, mikið rosalega var óþæginlegt að skrifa þessi orð

Ég hef nokkrum sinnum í mínu fullorðna lífi náð mér niður í þokkalega tölu á viktinni, en bara í skamman tíma

Við fæðust öll með jafn margar fitufrumur, en þegar maður borðar í óhófi í lengri tíma þá fjölga þessar litlu sætu frumur sér, ímyndið ykkur að þær séu litlir kallar og eftir því sem kallarnir fá meiri mat þá verða þeir fleiri
Einn daginn ákveður eigandi kallana að taka sig á, já virkilega í eitt skipti fyrir öll, litlu kallarnir verða voða hissa, það berst lítið af mat sem hægt er að fitna af og ekkert hægt að fjölga sér, þeir verða svangir og halda fast í forðan sem er til staðar.

Eigandinn er þrjóskur, og nær settu marki, litlu kallarnir eru dauð svangir og muna vel eftir góðu dögunum þegar nóg var til að borða og fullt fullt af feitum og fínum lager.
En þó svo að eigndinn sé þrjóskur þá eru þessir litlu menn ennþá þrjóskari, þeir minna líkaman á góðu dagana og reyna að halda í allt sem kemur af næringu sem hægt er að geyma.

Þrjóska duglega manneskjan gefst upp, það tekur 4-5 ár að vinna litlu kallana en það er of langur tími fyrir aumingja átvaglið, árangurinn er gleymdur og búið að búa til veski úr flottu gellu-gallabuxunum og gefa hælaskóna sem eru ekkert þægilegir lengur

Ég hef nú ekki kynnt mér það til hlítar en held hreynlega að það sé auðveldara að komast að í afvötnun- en að fá hjálp við litlu köllunum sem hrópa á mig dag og nótt að ég eigi allt gott skilið- og þá allt sem bragðast vel
Eini munurinn á mér og manneskju með áfengis vandamál er að ég er ekki hættuleg í umferðinni,  nema ef ég missi Nóa-Kropps pokan í gólfið og reyni að tína það upp á ferð Þá borgar sig að vera langt í burtu.

Þetta var útblástur dagsins, vonandi hækkaði ekki BMI talan ykkar við lesturinn

K.kv.Anna í ÞUNGUM þönkum

13.04.2008 09:15

Marmarakaka og mjólk.

Góðan og blessaðan daginn, já það er sunnudagur í Mánaborg, næturgestirnir voru þrír í nótt ef gesti skyldi kalla: Fróði smalahundur frá Kolfreyjustað er búin að vera hjá okkur síðan á föstudaginn, heimasætan og systir hennar eru búnar að vera hérna með annan fótinn til þess að Fróða leiðist ekki, þær sváfu svo hér í nótt og eru þau öll þrjú uppí sófa að horfa á barna efnið í sjónvarpinu.

Klukkan er nú ekkert sérstaklega margt, en það er búið að baka 2. marmarakökur og útbúa eina skyrtertu, skipta um á rúmunum og ryksuga aðeins yfir gólfin, spurning hvort húsmóðirin sé ekki öll að hressast

Það eru pantaðar hjá mér þrjár kanínur sem ég ætla að byrja á í dag, kíkið nú endilega í myndaalbúmið, afkvæmi Önnu í mars og gefið mér "komment" það er svo gaman að fá viðbrögð frá ykkur

Bróðir Súpermann er farinn út í bílskúr, sólin skín í fyrðinum fagra það er snjór yfir öllu en göturnar eru auðar svo það er ekkert slabb, slabb er með því leiðinlegra finnst mér

Eigið svo bara góðan dag ég ætla að fá mér maramaraköku og mjólk og fara svo inní saumaherbergi og vera þar í dag, velkomin í kaffi ef þið eigið leið hjá

K.kv.Anna í sunnudagsham

11.04.2008 13:21

Úti er alltaf að snjóa!

Mikið ofboðslega verður sumarið gottég mæli með því að þið sem ekki búið að austurhorni landsins pantið ykkur gistingu og eiðið sumarfríinu í firðinum fagra, það getur bara ekki annað verið en það verði gott sumar miða við allan þennan snjó sem er hér

fékk allveg frábæra hugmynd rétt í þessu.. þegar kemur að umhirðu kirkjugarðana í prestakalli Kolfreyjustaðarsóknar, þá bíð égh uppá hóðferðir úr höfuðborginni, fólk má slá og reita arfa frá morgni til kvölds, í morgunmat verður hafragrautur í hádegiunu flatkökur og kalt slátur, kaffitíminn samanstendur af kleiunum og matarkexi frá Frón og svo verður soðin Ýsa í kvöldmat nema á sunnudögum þá verður lambahryggur

Ég sé fyrir mér alla toppana hjá Glitni og Kaupþing og hann hjá Actavis, þeir koma í fjörðin fagra og fá að nota vöðavana og hvíla höfuðið, síðan fara þeir útiteknir og pattaralegir til baka í borgina og allir halda að þeir hafi eitt sumrinu á Bahamas

Ég er nú þegar búin að fá einkaleifi á hugmyndina svo ekki reyna að stela henni, farið varlega í umferðinni og takið ykkur 15.mí.pásu ef ykkur sifjar

K.kv.Anna bisnisskona

10.04.2008 08:26

Sálarnæring!

Það hefur nú komið fram hjá mér hérna á síðunni minni að ég væri sjálfri mér nóg, en það þíði ekki að ég njóti þess ekki að umgangast skemmtilegt fólk

Í gærkvöldi, þegar ég var komin heim, búin að elda,borða ganga frá og allt þetta venjulega, þá dreyf ég mig út og aftur yfir á Reyðarfjörð, til þess að hitta skemmtilegar vinkonur, spjalla, borða ostaköku og sauma í höndum. Þó ég væri þreitt þá var ég endurnærð á sálinni eftir þessa kvöldstund, sem þíðir þá væntanlega að meira að segja ég sem þrífst svo vel með sjálfrimér þarf að fá utanaðkomandi áfylllingu annaðslagið

Ekki gleyma vinum og kunningjum í amstri hversdagsleikans, stutt símtal eða sms getur lífgað uppá daginn fyrir þann sem á móti því tekur, ekki vera of upptekin af því að vera upptekin, þá missið þið af lífinu, farið varlega í umferðini og brosið

K.kv.Anna með bros á vör

08.04.2008 07:26

Í góðum gír...

Held bara að ég sé að ná mér í fjórða gírer öll að hressast og svaf bara ágætlega í nótt Í gær kom Monika vinkona mín í heimsókn, við höfðum það voða huggulegt, horfðum á eina teiknimynd og skelltum í gulrótaköku, sem endaði í möffinsformum því aðal formið-lítil skúffa með loki fundust hvergi og er nú ekki óreyðuni um að kenna hjá frúnni heldur hafði minn heittelskaði fengið með sér gulrótaköku handa sér og sinni vakt í Loðnuni hérna um daginn, ég veit þá alla vegana hvar formið er

Heimasætan er að undyrbúa sig í skólan og ég ætla í vinnu á eftir, það verður sko gott að komast aftur í vinnuna eftir þetta heilsuleysi Ætli ég mali ekki smá korn handa smáfuglonum og skríði svo bara uppí sófa, langur dagur framundan það koma til okkar Danir í vinnuna í sambandi við sjónglerin og svo á að vera smá starfsmannafundur þar á eftir

Njótið dagsins, farið varlega í umferðinni, verið jákvæð og brosið

K.kv.Anna í fjórðagír

06.04.2008 14:27

Rjúpur og krókusar!

Sumardagurinn fyrsti nálgast óðfluga Ég sá í fréttatímanu í sjónvarpinu í gær að fólk sat úti og naut vorsins og blíðunar í höfuðborginni, myndatökumaðurinn endaði svo á því að setja í nærmynd lítinn fallegan Krókus sem teigði sig á móti sólinni.

Ef það væru Krókusar í mínu garði og þeir ætluðu að teigja sig á móti sólinni þá þyrftu þeir að vera svona uim það bil meter á hæð, hér er allt á kafi í snjó

Fyrir síðustu jól þá var mikið talað um Rjúpna leysi og hættu á að jólin leggðust af ef ekki veiddust Rjúpurnar, það er spurning hvort við ættum ekki bara að halda jól núna, því úti í garði hjá mér vappa um 3.vinkonur Rjúpur í vetrarbúning sem hafa tekið að sér að narta í trjágróður frúarinnar og punta uppá garðinn í þessu fallega veðri

Talandi um fjaðurfé, já eða fugla, í Álfabrekku 4. eru smáfuglarnir í hávegum hafðir, það var keyptur 40.kg sekkur með fugla fóðri handa greyunum og svo stendur bróðir Súpermann sveittur úti í bílskúr og fínhakkar kornið svo það standi nú örugglega ekki í litlu vinum okkar

Heilsa frúarinnar er þokkaleg, mikið betri en fyrir viku en ekki allveg komin í gamla góða 6.gírinn, eiginlega bara í 2.gír, sem er náttúrulega allveg óþolandiÞetta pár er nú bara í lengra lagi, njótið dagsins og farið vel með ykkur.

K.kv.Anna Rjúpa

05.04.2008 10:04

Orð dagsins.

Vitringarnir ráðleggja okkur að tala
þá fyrst er orð okkar hafa komist
gegnum hliðin þrjú.
Við hið fyrsta spyrjum við okkur,
,,Eru þetta sönn orð?''
Sé svo, leifum við þeim að halda áfram;
ef ekki, sendum við þau til baka.
Við annað hliðið spyrjum við:
,,Eru þau nauðsynleg?''
Við síðasta hliðið spyrjum við:
,,Eru þau góðviljuð?''

Flettingar í dag: 347
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1285196
Samtals gestir: 229247
Tölur uppfærðar: 17.10.2021 17:05:29

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar