"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2008 Desember

28.12.2008 01:12

Allir í jólafríi!

                                            Gleðilega hátíð kæru blogg vinir !
Það er ekki nóg með að ég sé búin að hafa það náðugt, heimilistalvan er búin að vera í jólafríi líka, ekki halda að ég hafi gefið henni frí, ó nei! Ég er búin að gera fleiri tilraunir til þess að blogga en talva í jólafríi er ofsalega treg, já eiginlega bara mjög hægvirkemoticon  En við erum búin að hafa það náðugt, ég er búin að ná upp öllum sefni sem ég átti inni hjá Óla lokbrá og bróðir-Súpermann er úthvíldur, saddur og himinn sællemoticon Hann fékk skíði með öllu tilheyrandi frá húsmóðurinni í jólagjöf, nú situr hann bara og horfir á veðurfréttirnar og bíður eftir snjó! Annars var hann að spá í að kíkja á Akureyri lifturnar voru víst opnar þaremoticon Heimasætan er líka sæl og ánægð, fékk bæði harða og mjúka pakka, fullt af pæjudóti og svo poka undyr brettið og það sem því fylgir, þau verða flott saman feðgininemoticon ég sjálf fékk fullt af fínu og ber þar fyrst að nefna ruggustól frá bróðir-Súpermann, hann hótar að gefa mér peysuföt næst ogþá á ég bara eftir að fá mér gullspangarglerauguemoticon Ég fékk PollýÖnnu bókina og er sko búin að lesa hana alla, þetta verður mín Biblía hér eftiremoticon Ég verð nú eiginlega bara að taka mynd af öllu fíneríinu, held ég hætti þessu pári núna og reyni að lokka minn heittelskaða úr sófanum í rúmiðemoticon Takk fyrir þolinmæðina og njótið þess að vera í fríiemoticon

K.kv.Anna á leið í bóliðemoticon

21.12.2008 21:15

Sunnudagskvöld!

     Meiri snjó,meiri snjó,meiri snjó! Bbrrrrrrrrr................... það er sko vetur í firðinum fagra, en spáin lofar nú ekki góðuemoticon Eitt af því sem var svo gott við Noreg var að á sumrin var sumar og svo var vetur þegar hann átti að vera, en ég vildi nú samt ekki skipta, hugsið ykkur aumingja fólkið sem vaknar við sömu veðráttuna dag eftir dag viku eftir viku, nei þá skulum við nú njóta spennunar sem fæst með því að búa á Íslandiemoticon fer í vinnu í -5. og heim í +2. vá bara eins og í ekta spennusögu.....maður veit aldrei hvað gerist næstemoticon Bróðir-Súpermann er farinn að sofaemoticon , enda búin að vera úti að leika með Snjólfi í allan dag, ég get leigt út pallinn fyrir Færeyskan Víkivaka og bílastæðið, uummmmmmm við Oktavía kunnum sko að meta svona moksturemoticon  Heimasætan er komin í jólafrí og nýtur þess, er búin að hjálpa pabba sínum að LAGA jólaljósin sem Snjólfur snjóblásari keyrði yfir og gerði Mánaborg allmirkvaða um stund, bróðir-Súpermann slappemoticonsvo fóru þau feðgin í pottinn en við Tinni hundur vorum bara inni, ég er að reyna að láta mér batna ótrúlega mikið, er skárri en ekki góð, eftir tvo daga er komið jólafrí hjá búðakonuni, ummmm ég hlakka tilemoticon Held ég láti þetta gott heita að þessu sinni, það eru nýjar myndir í myndaalbúminu merkt desember, farið vel með ykkur og munið að anda djúptemoticon 

K.kv.Anna svolítið lúinemoticon  

16.12.2008 19:34

Ótitlað

Meiri snjó,meiri snjó meiri SNJÓ!      Ég náði þessari mynd af bróðir-Súpermann þegar hann skaust heim í kaffinu í morgunemoticon það er bara að láta vita ef innkeyrslan er illa fær,bróðir- Súpermann og Snjólfur mæta á staðinnemoticon

K.kv.Anna sem heldur sig innandyraemoticon

15.12.2008 15:34

Snjólfur!

Þegar venjulegt fólk hryllir sér yfir snjó sem kingir niður og bíl sem er horfinn í skafl, þá dansar bróðir-Súpermann gleðidans og notar svo kaffitímansinn í að viðra nýjasta dótið sitt.... hann SNJÓLF, snjólfur er snjóblásari sem bróðir-Súpermann varð að eignastemoticon vonand verður allt á kafi í snjó í allan vetur svo ég sannfærist um að þetta hafi borgað sig, hef þetta ekki lengra, talvan er búin að vera að stríða mér og svo er hausverkur og eyrnabólga búin að taka sér bólfestu í mér, en nú er pensilínkúr nr.3 byrjaður svo þetta hlítur að fara að koma, þangað til næst, njótið lífsins og verið góðemoticon

K.kv.Anna vel tækjum búinemoticon

12.12.2008 06:04

Stekkjastaur kom fyrstur..

    OOOOOOOOoooooooooo, eg ætlaði að blogga einhver osköp en talvan er að striða mer, get ekki sett kommuemoticon  heimasætan a tima hja tannsa kl 08.40 svo við tökum okkur morgun runt uppi Egilst.emoticon Annars er allt gott að fretta, eg fekk ekkert i skoinn, spurning hvort Stekkjastaur se buin að gefast upp a mer, eg var komin fram i saumaherbergi kl.04.00emoticon kanski fann hann mig bara ekkiemoticon það er föstudagur og havaða rok og rigning en hvað gerir það tilemoticon hafið það gott og njotið dagsins, verið goð og þa faið þið kanski i skoinn, Giljagaur er a leið til byggðaemoticon

K.kv.Anna i föstudagsgirnumemoticon

09.12.2008 22:22

Þreytt búðakona!

Ha,ha,ha! Ég fékk pakka í dag, frá elsku bestu Björk vinkonu minni í Noregi takið eftir nafninu! Björk finnst alltof lítið að heita "bara" Anna svo hún kallar mig Önnu Elínborgu, og tilkynningin frá póstinum var YNDISLEGemoticon og ekki var innihald pakkans minna yndislegt, bara beint frá Panduro og allveg rosalega flott "mynd" sem Björk hafði föndrað handa mér, bara allveg Yndislegur pakkiemoticon Það eru nokkrar nýjar myndir í albúminu, ég fór að ráðum Jónu Bjargar og baka 3.SORTIRemoticon  eina fyrir hvern fjölskyldumeðlim, bróðir-Súpermann fékk að velja fyrstur, súkkulaðði bitakökur eða DOPPU-kökur eins og hann kallaði þær þessi elskaemoticon Heimasætan er ekki búin að ákveða hvað séu uppáhalds kökurnar hennar svo það verður bakað meira um helginaemoticon Hef þetta ekki lengra, farið vel með ykkur, ég pára eitthvað fljótlega afturemoticon

K.kv.Anna þreytt búðakonaemoticon

05.12.2008 06:15

Nú er ég klædd og komin á ról

Það er kominn föstudaguremoticon Ég og Tinni hundur erum búin að viðra okkur aðeins, setja í þvottavél og strauja einn dúkemoticon Nú ætla ég inní saumaherbergi og dunda smá fyrir sjálfa mig í kvöld er aðventustund í kirkjuni og svo er vinna á morgun, en úti er stillt og fagurt og snjórinn liggur eins og þykk dúnsæng yfir litla þorpinu, farið vel með ykkur og njótið dagsinsemoticon

K.kv.Anna morgunhænaemoticon

02.12.2008 20:45

mamma og ég!

 

Bróðir-Súpermann hjálpaði mér að "skanna"inn þessa mynd (snillingur!)

þetta er mynd af mömmu og mér, eins og glögg augu sjá þá hef ég lítið breistemoticon  og mamma er nánast eins í dag og hún var þarna, bara með pínu stittra hár núnaemoticon  Þegar ég hugsa til baka um jólin og jólaundyrbúninginn þegar ég var að alast upp þá man ég mest eftir saumavélini og mömmu, öll jólaföt voru heimasaumuð allveg rosalega fín, ég held ég hafi verið 13. þegar mamma saumaði síðustu jólabuxurnar á mig, og svo eru það eldhússkáparniremoticon ég þarf voða lítinn svefn í desember og mamma líka, þegar ég var "lítil" þá þurfti ég voðalega oft að fara framúr á nóttuni í desember, og annað hvort var mamma að sauma eða þrífa eldhússkápana, ef hún var að sauma þá sagði hún oft, mátaðu þetta fyrst þú ert vakandi, hún var aldrey pirruð á þessu næturrölti mínu, þegar hún var uppá stól að þrífa eldhússkápana þá hafði hún samt tíma til þess að tala aðeins við stelpuna sem þjáðist af jólaspenning, ég hafði svo opna hurðina inní herbergið mitt og sofnaði útfrá fallegum söng Silfurkórsins og lét mig dreyma um eitthvað ótrúlega fallegt í jólagjöfemoticon Smákökunar eru kafli útaffyrir sig þær verða teknar í sér færslu, en ég hef saumaskapinn í mér, er ekki eins mikið í bakstrinum en það er nú eitt af því sem ég þarf að bæta, bróðir-Súpermann segist nefnilega vera alinn upp við 17.sortir svo það er spurning hvort ég þurfi ekki að fara að slökkva á saumavélinni og bretta upp ermarnar og kveikja á bakaraofninumemoticon Njótið aðventunar, ekki gleyma boðskapi jólanna og verið góð hvert við annaðemoticon

K.kv.Anna í aðventuhugleiðingumemoticon

02.12.2008 09:37

Hann á afmæli í dag!

 Hann á afmæli í dag, tral,la,la hann á afmæli í dag, voff,vooff,vofffemoticon ! Já Herra Tinni hundur er 1.árs í dag, hann hlíðir nafni ef sá sem kallar er með eitthvað gott í hendi og hann gengur við hæl ef sá sem er úti að viðra prinsinn er með harðfisk í vasanum! Allveg örugglega EKKI eftir uppskriftini en þetta er nú allt að koma hjá okkuremoticon Ég setti inn nokkrar nýjar myndir, heimasætan og systir hennar eins og englar á jólakorti og svo smá sýnishorn af eldhúsinu sem er komið í jólabúningemoticon Eigið góðan dag og verið jákvæð, ekki eiða eggjum í Seðlabankastjórann, beislið reiðina og notið orkuna á jákvæðan háttemoticon

K.kv.Anna í vetrarríkinu í firðinum fagraemoticon
  • 1
Flettingar í dag: 279
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1285128
Samtals gestir: 229246
Tölur uppfærðar: 17.10.2021 16:02:42

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar