"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2011 Janúar

31.01.2011 21:06

Andlaus

                           

O, ég ætti sko ekki að vera andlaus núna, komin með hyllur inní saumaherbergi og búin að taka þvílíkt fínt til, spurning hvort ég hafi brotið sauma-andann saman og skellt honum ofaní einhverja körfuna sem ég fyllti svo með fallegum efnisbútum, allavegana þá liggja 5.kanínur og bíða eftir því að verða saumaðar ég er búin að sníða þær en svo gerðist bara ekkert meir. Það er nú gott að vera kona þegar andleysið heltekur mann og geta kennt "því mánaðarlega" um. Bróðir-Súpermann hefur engar afsakanir fyrir andleysi enda dettur honum ekki í hug að reyna að bera því við. Núna ætla ég að skríða uppí sófa og horfa á sæta mynd, drekka vatn og láta sem það sé að koma vor. Farið vel með ykkur og munið að drekka vatn, það er svo hollt, mánudagur í mér í dag en á morgun er nýr dagur og þá verður andleysið á bak og burt.

K.kv.Anna á mánudagskvöldi

28.01.2011 22:04

fjórar á ferð....

                     
í dag fóru fjórar flottar "konur" í ferðalag fjarða á milli, ferðinni var heitið á Eskifjörð í bókabúð nokkra sem full er af allskyns freystingum og alls ekki bara bókum miklu heldur öllu nema mjólk, þessar fjórar vinkonur eru þekktar um allar sveitir fyrir annálaðan myndarskap þegar kemur að handavinnu þrjár þeirra prjóna eins og enginn sé morgundagurinn á meðan sú fjórða er meira í saumaskap og í þessari ferð bar sú ábyrgð á því að þær kæmust bæja á milli með dyggri aðstoð Oktavíu. Á Eskifirði eru hin ýmsustu tilboð fyrir hressan vinkonuhóp s.s Rauðakrossbúðin og Kertabúðin- BöggaBlóm, en ekkert var þar kaffihúsið og í Ál firðinum Reyðarfirði voru vinkonurnar orðnar svo aðframkomnar eftir verslunarferðina á Eskifjörð að Krónan var tekin á hlaupum og keypt súkkulaði og gos, já því ekkert er kaffihúsið á Reyðarfirði heldur, þegar komið var í gegnum gatið góða og prinspólóið uppétið þá var farið í sólarpönnuköku-kaffi í heimahús en þið megið samt ekki halda að það sé ekki kaffi hús í firðinum okkar Fáskrúðsfirði ójú, hér er kaffihús, en bara ein búð!
Næsta stelpuferð verður farin á Neskaupstað þar sem kaffihús og verslanir liggja við aðalgötuna eins og krækiber á þúfu, lignið aftur augunum og ímyndið ykkur fjörði sem var í bílnum á þessum rúnti, Oktavía lofaði að kjafta ekki frá emoticon


K.kv.Anna bílstjórinnemoticon

26.01.2011 23:41

ég og J.

                     

Þið vitið það öll að mér finnst gott að borða, og svo finnst mér gaman að elda. Ég er frekar einhæf í matseldinni, eða ekki mikið fyrir tilraunastarfsemi, tók einu sinni svona próf inná matur.is og var þá Vélræni kokkurinn, það er sá sem notar mæliskeiðar og fer eftir uppskriftum, en að efninu, í kvöld ætlaði ég að vera svona slök og flott eins og herra J.Oliver, á matseðlinum var Mexíkönsk tómatsúpa bragðbætt að hætti húsmóðurinnar, sem þíðir að ég tek poka af Tóró Mexikanskri tómatsúpu og skelli í pott með 8.dl. af vatni svo britja ég niður tvo tómata fjórar gulrætur eina papriku og hálfan rauðlauk og skelli útí, á meðan þetta er að míkjast í pottinum þá grilla ég þrjár kjúklingabringur  sem ég svo britja passlega smátt en hálfa bringu set ég á sér disk og hana fær herra Tinni í kvöldmat, þegar grænmetið er orðið mjúkt (gulræturnar) þá set ég smá rjóma útí og svo bringurnar í bitum, set svo súpuna í fallegar djúpar skálar mil nokkrar "Doritos" flögur yfir og rifin ost þar ofaná, fer svo og horfi á restina af fréttunum og þegar þær eru búnar er súpan passlega heit og osturinn bráðnaður, klikkar aldrey og bæði bróðir-Súpermann og Heimasætan elska þetta ! Nema í kvöld ætlaði ég að vera meiri svona slump og cirka kokkurinn, ég mældi ekki vatnið í súpuna sem flæddi þá næstum uppúr pottinum þegar ég skellti grænmetinu útí (varð að ná í stærri pott) svo kemur skandallinn, ég tók pestó frá J.Oliver vini mínum og mokaði úr krukkuni útí súpuna, pestóið var notað í mjög litlu magni á brauð á sunnudaginn og þótti nokkuð bragðmikið! Ég var búin að sjá að það stóð Chilli og hvítlaukur á krukkuni en það er nú bara hressandi, þegar hér var komið sögu átti súpan að vera tilbúin og sem upprunalega vélrænn kokkur þá bragðaði ég á henni áður en ég hrópaði á bróðir-Súpermann að nú væri maturinn klár, VÁ! þetta var bara ansi bragðmikil súpa, ég skellti góðri gusu af rjóma útí í von um að bragðið mildaðist og las svo á Pestó krukkuna og þar stóð litlum stöfum "ekki fyrir skræfur!" Það er skemmst frá því að segja að minn heittelskaði er ekki kvefaður lengur og heimilið var allveg að verða vatnlaust þegar við hættum í eldhúskrananum. Ég verð bara vélrænn kokkur áfram og læt J.Oliver um að vera sjarmerandi "slumpara"

K.kv. Anna vélrænaemoticon

24.01.2011 23:40

Hjartað mitt.....

   
slær hraðar þegar ég geng framhjá múffum með bleiku kremi.
Hjartað mitt slær hraðar þegar bróðir-Súpermann bíður mér góðan dag.
Hjartað mitt slær hraðar þegar ég heyri fallegt lag.
Hjartað mitt slær hraðar þegar ég horfi á stjörnunar.
Hjartað mitt slær hraðar hvern einasta dag.


samt er ég ekki með of háan blóðþrísting emoticon 

K.kv.Anna


    

23.01.2011 10:23

Að fjölga sér eins og kanínur!

                            

Sum orð eru neikvætt hlaðin án þess að þurfa að vera það, tökum sem dæmi: að fjölga sér eins og kanínur, horfið svo á myndina hér fyrir ofan, er nokkuð betra en að einmitt hafa möguleika á því að fjölga sér eins og kanína. Það er ekkert kanínu-gen í mér, ég er búin að vera að hugsa um þessa umræðu um staðgöngu-mæður auðvita þarf að ræða málið til hlítar og búa til lög í kringum það en er það nokkuð öðruvísi en að vera á lista yfir það að gefa úr sér líffæri? Úff ég veit það ekki þetta er viðkvæmt og stundum hugsa ég að maður eigi ekki að vera hræra í því sem náttúran ákveður en á maður þá nokkuð að fara til læknis ef eitthvað hrjáir mann svona þar fyrir utan, náttúran hlítur að vera þar að verki líka. Þetta átti nú ekki að vera neinn þunglyndis-pistill í dag, byrjaði með þessari sætu mynd og enda í þvílíkum fyrirlestri, nei endum eins og við byrjuðum ég mæli með dvd mynd um konuna sem teiknaði þessar dásamlegu kanínur Miss Potter allveg yndisleg mynd. Hafið það svo gott í dag og andið djúpt það er svo hollt.

K.kv.Anna meiri fíll en kanínaemoticon

21.01.2011 08:57

fullorðin vinkona

Í gær eftir kvöldmat þá kom litla nágrannakona mín í heimsókn, við skoðuðum dúkkulísur og Silvaní fjölskyldu sem ég fékk í jólagjöf, vinkona mín var voða ánægð með þessa stund við eldhúsborðið og ég líka, þegar fór að nálgast það að hún ætti að fara heim þá kom speki dagsins........ Anna við erum sko heppnar að pabbi er næstum því frændi þinn (hann er fermingar bróðir minn), já þá fékkst þú mig sem vinkonu og ég þig sem fullorðna vinkonu. Með þessi orð í huga sveif ég inní draumalandið í gærkvöldi, hvað ég væri heppin að eiga þessa litlu vinkonu í næsta húsi (og hún fullorðna vinkonu í húsinu á móti).  Eigið yndislegan dag, umvefjið ykkur með jákvæðni og kærleika, ekki gleyma að brosa uppávið niðurávið bros er ekkert sjarmerandi.

K.kv.Anna fullorðna vinkona.

17.01.2011 20:25

bráðum kemur betri tíð..

                        

O, þessa bók langar mig í, allveg ný og örugglega full af flottum hugmyndum. Annars er ég ekki verkefnalaus í saumaherberginu og ætti eiginlega að vera þar núna, en stundum er tölvu-andinn sterkar og þá er bara að njóta þess að ráfa um í netheimum og láta sig dreyma um betri tíð og blóm í haga, ég mæli eindregið með því að þið notið mannbrodda utandyra já allavegana hérna fyrir austan og ekki láta ykkur detta það í huga að hlaupa út á inniskónum, það er stórhættulegt! Sólin klappaði fjallstoppunum hérna hjá mér í dag en enn eru nokkrir dagar í að hún sjáist. Hafið það gott, njótið þess að vera til og verið jákvæð þá verður allt svo miklu auðveldara.

K.kv.Anna á mánudagskvöldiemoticon


14.01.2011 00:02

Hjóna-ball!


Það er langt á milli stunda við tölvuna þessa dagana, ég er í Hjóna-balls-nefndinni og er meira í Skrúð en heimá hjá mér, það er eiginlega eins og að halda önnur jól í janúar að vera með í undyrbúning Hjónaballsins, þetta verður ógleymanlegt kvöld ég er bara allveg viss um það. Dömurnar í nefndinni eru búnar að fá bæði hárgreyðslu og snyrti dömur til þess að sjá um "lúkkið" og nýr kjóll hangir inní skáp og bíður þess að komast á ball. Og þegar þessi helgi er liðin þá er bara að telja niður að næsta balli, ég skráði mig og bróðir-Súpermann á Þorrablót burtfluttra Patreksfirðinga í Reykjavík fyrstu helgina í febrúar þannig að spariskórnir ná varla að kólna. Kem með nýjan pistil eftir Hjóna-ballið 2010. Þangað til.......hafið það sem allra allra best.

K.kv.Anna nefndarkona.

09.01.2011 10:43

umbúðir

það sem er að veltast inní höfðinu á mér í dag er orðið UMBÚÐIR, ekki jólapappír og tómar mjólkufernur, heldur umbúðir og innihald okkar mannana, það hefur oft komið fram hérna á síðunni minni að kílóin og sentimetrarnir mættu vera færri utaná húsmóðurinni, semsagt umbúðirnar utanum mig eru miklar enda persónan ekkert smáræði, ég rifja stundum upp þegar umbúðirnar voru minni en þá var innihaldið ekkert betra eiginlega bara í hálfgerðu rusli, ég er ekki að mæla því bót að vera of þung en það sem er mikilvægast er að sálin sé sátt og þá kemur restin, ekki að sjálfu sér en það er miklu auðveldara að minka umbúirnar ef innihaldið bæði brosir og geyslar. Ég hef svo gaman af því að pakka inn gjöfum, gera pakkann jafn fínan að utan og innan, en svo nota ég líka "maskínu"pappír og fallegan borða, því að vera ofskreyttur að utan og fátæklegur að innan er hálf sorglegt, í dag líður mér eins og stórum fínum pakka sem er pakkað á látlausan hátt en af vandvirkni, innihaldið já það er ómetanlegt, hamingjusamt og í dásamlegu jafnvægi, ég er búin að kveðja 10.kg af umbúðum það sem af er vetrinum og ætla að halda áfram á sömu braut en ekki í neinum ofsa eða með neina öfga nei, ég tek á móti 2011 með opnum örmum og trúi því statt og stöðugt... ÞAÐ ER INNIHALDIÐ SEM SKIPTIR MÁLI !

K.kv.Anna umbúðalaust.

04.01.2011 22:32

Nói og Síríus

                                           

Þeir hrópa á mig úr þvottahúsinu, bæði Nói og Síríus bróðir hans, eru reyndar enn í plastinu en 2.kg.að þyngd og allgjörlega ósviknir, í röðuðum kassa ekki svona hrærigraut sem fæst ódýrari, en ég er að reyna að bíta á jaxlinn, já þennan sem er eyddur fyrir, kom svo vel undan jólunum að það væri synd að fara að kasta sér yfir kassann og líma kílóin tvö föst  einhverstaðar á sig, það er nefnilega allveg merkilegt að þó að ég sé búin að borða fleyri kíló af mandarínum í desember þá hanga þær ekki utan á mér, en Nói og Síríus þeir eru þaktir UHU-lími held ég og gjörsamlegast festast og jafnvel margfalda sig, en hvað ætli þetta sé með mig og súkkulaði, ég er búin að reyna að sannfæra sjálfa mig um að súkkulaði sé LJÓTT og ég borða bara fallegan mat, en ji hvað mér finnst súkkulaði fallegt eitthvað svo mjúkt og yndislegt, hvort sem ég verð áfram eins og múmí-mamma eða næ að líkjast henni Míu pínu lítið þá held ég að ég geti aldrey hætt allveg að borða súkkulaði, ég fæ ekki einu sinni bólur af súkkulaði áti, ef ég fengi bólur þá finndist mér súkkulaði náttúrulega ekki svona dásamlegt. Allt er best í hófi og þá er spurning hvort maður haldi "hóf" daglega eða stöku sinnum, annars sagði amma mín alltaf að sjálfskaparvítin væru vest og mikið er það rétt, þannig að útúr þessum vangaveltum er niðurstaðan að reyna að hemja sig og gefa einhverjum ótrúlega mjóum kassann fallega strax á morgun (ef ég verð ekki búin að opnann)

K.kv.Anna súkkulaðidrottning

01.01.2011 22:14

1.janúar 2011   nýjar myndir í albúmi, búin að eiga yndislegan dag vona að ykkar hafi verið eins.                                                                                         K.kv.Anna í notalegheitumemoticon

01.01.2011 00:25

2011

          Gleðilegt nýtt ár og takk innilega fyrir það liðna, kvitt og góða strauma.

K.kv.Anna-súperkona.
  • 1
Flettingar í dag: 242
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1285091
Samtals gestir: 229245
Tölur uppfærðar: 17.10.2021 15:32:03

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar