"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2011 Júní

27.06.2011 22:11

N1 og merkt föt!

 

 Já  á er það smá lífsmark frá húsmóðurinni, það er verið að undirbúa ferð á N1 mótið á Akureyri, búið að merkja bæði boli og sokka fá sér merkt handklæði og hvaðeina, já talandi um handkæði, fótbolta-strákurinn var á fótbolta móti á Höfn á fimmtudaginn var, og þegar það var farið að týna uppúr bakpokanum þá hafði ljósbláa DOLCE-GABANA handklæðið mitt með silfruðu "lógói" breyst í grátt handklæði með útsaumuðu nafni með bláum stöfum......Egill Jón! Já ef þið þekkið piltinn endilega látið mig vita svo ég geti skilað handklæðinu, er ekki grátandi yfir því ljósbláa, það var alltaf stílbrot í handklæðaskápnum innanum öll hvítu handklæðin ;-) annars er tölvu-lúsin allveg að breytast í fótbolta-strák, fékk sína fyrstu takkaskó í dag og fór á samæfingu í "Höllinni" á Reyðarfirði, ég er ekki allveg viss hvor var spenntari húsmóðirin eða lúsin. Annars vinnur heimasætan mirkrana á milli og líkist pabba sínu mikið í vinnugleðinni, þjónustustigð hefur kanski lækkað eftir að það fjölgaði í Mánaborginni en allavega fer stjúpan og nær í heimasætuna í mat og skutlast með nesti ef það gleymist, og svo þegar það gefst laus stund þá bíður herra Tinni trúfastur og þyggur klapp og knús, bróðir-Súpermann er kanski sá sem á bágt þessa dagana, fær fáar strokur og lítið tásunudd, en það kemur að því að hann tekur fyrsta sætið aftur það er bara í láni í smá stund. Ef þið eruð í nágrenni við mig þá virkar vel að fara bara út í sundbol, og ef þið hafið ekki rifjað upp 10.stig í sundi nýlega þá mæli ég með bæði kút og kork. Þangað til næst, túlirú!

K.kv.Anna með þvottaheldann merkipenna.

23.06.2011 21:50

Huggulegt!

Nú verðið þið að nota ímyndunaraflið, ég get ekki sett inn mynd á bloggið eitthvað rugl í gangi og mín sterkasta hlið er langt frá tölvugeiranum. Allavegana þá er fótbolta-strákurinn á fótboltamóti á Höfn, tölvu-lúsin og systir heimasætunar voru að koma úr pottinum og eru nú að horfa á sjónvarpið og borða snakk, ég sit með fartölvu eiginmannsins inní stofu, með dásamlega hvíta Hortensíu í vasa og kertaljós, þegar ég settist niður þá fannst mér ég hálfgert stílbrot, var í "vinnufötum" eftir að hafa þrifið baðherbergið og fleira, svo áður en ég settist endanlega niður með Egils-Kristal í fallegu glasi þá skellti ég mér í betri föt og setti á mig gloss! Já það þíðir ekkert að breytast í einhverja lummu þó maður sé heimavinnandi fótbolta mamma með alltof fáa tíma í sólahringnum. Þannig að mitt heilræði í dag, ekki spara glossinn, ekki láta skárrifötin detta úr tísku ónotuð inní skáp, dekraðu við þig brostu og elskaðu sjálfa þig eins og þú ert. Þangað til næst hafið það sem allra allra best elskurnar!


 

K.kv.Anna í huggulegheitum ;-) 

21.06.2011 22:21

16 !

Heimasætan er 16.ára í dag, dagurinn reyndar að verða búinn en það var nákvæmlega núna sem húsmóðirin hafði tíma til þess að setjast niður. Elsku Elísa til hamingju með daginn, húff það er svo stutt síðan ég var 16. svo ég hlít að vera voða ung stjúpmóðir.


 

K.kv.Anna rúmlega 16.

17.06.2011 22:29

Pizza og PEZ !

 

Þegar fótbolta-strákurinn sem er eiginlega bara töff segir að pizza húsmóðurinnar sé besta heimagerða pizza sem hann hefur smakkað þá bráðnar náttúrulega hjartað í frúnni, og eftir svona játningu þá er ekki úr vegi að reyna að stækka PEZ-kalla safn fótbolta-stráksins, hann á yfir 70.PEZ-fígúrur og auðvita er búið að finna heppilegar hillur undir safnið og raða upp eftir grúppum s.s Tommi og Jenni saman Mikki og Plútó saman, já allt eftir kúnstarinnar reglum, þannig að ef það leynist heima hjá þér PEZ-kall sem er bæði einmanna og vinalaus þá tökum við á móti viðkomandi með opnum örmum, nú ef það fyllist allt af PEZ-köllum þá er bara að kaupa fleiri hillur og fá bróðir-Súpermann til þess að skrúfa þær upp fyrir okkur. Að lokum vona ég að þessi langa helgi fari vel með ykkur, ekki vera of lengi úti í sólinni og passið ykkur líka á rokinu það er svo voðalega lítið smart að vera gjörsamlega vindskorpinn.


 

K.kv.Anna í PEZ-kalla leit.

16.06.2011 14:31

Gamlir hlutir og listaverk!

Það er í nógu að snúast í Mánaborg, fótboltaæfingar og leikjanámskeið, morgunmatur,hádegismatur,kaffitími,kvöldmatur,kvöldkaffi og kvöldlesturinn, Skúli Skelfir er á náttborðinu núna og þykir mjög skemmtilegur. Í gær talaði fótbolt-strákurinn við gó'ðan vin sinn í síma: jú það er bara ágætt hérna, þau eiga hundraðáragamallt útvarp og köngla sem eru jafn stórir og löppin á mér svo eiga þau fullt af gömlum hlutum. Já þannig var lísinginn á nýrri tilveru 11.ára drengs.

Tölvu-lúsin sat í morgun og borðaði morgunmat þá kom uppúr einsmanns hljóð: hver gerði þetta listaverk? hvaða listaverk spurði ég? þetta sagði tölvu-lúsin og benti á útsaumaða eldhúsmynd eftir tengdamóður mína, ég sagði hinum hver saumaði myndina og þá kom að vewlhugsuðu máli er hún flinkari að sauma en þú? Já það er spurning hvort tengdamamma sé ekki flinkar í útsaum heldur en ég, ég get nú ekki verið best í öllu ;-)

Hafið það gott og húrra fyrir 17.júní!


 

K.kv.Anna á fullri ferð.

13.06.2011 12:13

líf og fjör!

Ræður þú ekki smá? sagði litla tölvu-lúsin við bróðir-Súpermann þegar hann langaði að spila bannaðan leik í PS3, já það er eins með börnin og dýrin þau átta sig fljótt á því hver er forninginn heimilinu (lesist húsmóðirin) Það gengur ótrúlega vel með nýju fjölskyldumeðlimina tölvu-lúsin sem er 9.ára er eins og franskur-rennilás á húsbóndanum, fótbolta-strákurinn(11.ára) fílar heimasætuna en finnst bróðir sinn voða pirrandi á köflum, húsmóðirin og þvottavélin á fullu frá morgni til kvölds semsagt allt með eðlilegheitum. Eigið dásamlegan dag og njótið þess að vera til.


 

K.kv.Anna með öll herbergi full! 

07.06.2011 21:21

á hlaupum í anda!
Það er ekki hægt að setja sig í fótspor foreldra sem horfa á barn sitt fárveikt, er einhver þarna úti einhver af þessum tæplega 100.gestum sem kíkja á bloggið mitt dag hvern sem hefur ekki sent SMS til stuðnings þessu frábæra framtaki " Meðan fæturnir bera mig ", ef þið eruð ekki búin að styrkja söfnunina nú þegar gerið það þá strax og ef þið eruð búin að senda sms, ef þið mögulega getið sendið eitt í viðbót. Berum umhyggju fyrir þeim sem í kringum okkur eru, sýnum náunganum kærleika og veitum þeim styrk sem á þurfa að halda. Börnin sem berjast við krabbamein eru hetjur dagsins í dag, hetjur framtíðarinnar  við getum gert daginn þeirra ögn léttari. Stöndum saman og hlaupum í huganum á meðan við sendum SMS emoticon

K.kv.Anna á hlaupum í huganumemoticon

05.06.2011 10:07

Sip og hoj!Til hamingju með daginn sjómenn!

03.06.2011 01:00

Allt á fullu!


Eins og þið sem fylgist með lífi okkar í Mánaborg hafið kanski tekið eftir er sjaldnast lognmolla í kringum okkur og að láta sér leiðast er nánast óþekkt frirbæri á þessu heimili, allavegana síðan síðast þá er búið að flytja SAUMAHERBERGIÐ fram í þvottahús, mála og gera fínt það sem áður var voða fínt suamaherbergi svo nú fær heimasætan forstofuherbergið, tölvuherbergið verður líka flutt en það er bara ekki allveg vitað hvert! á laugadaginn eftir viku koma bræður til okkar, þeir ætla að auðga líf okkar næstu 6.mánuðina að minnsta kosti svo framundann er líf og fjör, fótboltamót og fullt af skemmtilegheitum. Allt er þegar þrennt er, þetta verður okkar þriðja  "verkefni"  sem fósturforeldrar og við erum handviss um að það eigi eftir að ganga vel, segi ykkur betur frá þessu síðar, nú ætla ég að fara að koma mér í bólið, vinna á morgun og laugardaginn og reyna að nota alla auka orku í verkefnin hérna heima fyrir, þetta reddast, það gerir það alltaf. Hafið það gott og takk fyrir lesturinn, kvefið er á undanhaldi og í dag gat ég hlaðið sólar-rafhlöðuna smávegis svo nú er bara að setja í 6.gír!

K.kv.Anna önnumkafin

  • 1
Flettingar í dag: 279
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1285128
Samtals gestir: 229246
Tölur uppfærðar: 17.10.2021 16:02:42

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar