"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2011 Nóvember

25.11.2011 08:39

föstudagur!


Loksins kom snjórinn, það voru glaðir og þreyttir strákar sem fóru snemma í háttinn í gær, í morgun var snjórinn jafn spennandi en ekki það að fara í ullasokka og gúmístigvél, úff ég er bara svo lítið fyrir frosnar tær og blá læri að ég skil þetta ekki, á endanum í morgun eftir mikið röfl þá lokaði ég bara fram á gang, þolinmæði húsmóðurinnar skolaðist út snemma í morgun með klósettferð nr.1.000.000. Já ég er ekki orðin almennilega hress, er búin að éta einhverjar pillur sem eiga að stoppa þessi leiðindi en þá fékk ég magaverk og frekar gisti ég á baðinu en að liggja í rúminum með hundvonda magapínu. Þetta átti ekki að verða neitt væl blogg, seinna í dag kemur bróðursonur minn fljúgandi í Egilst, svo það verður ennþá meira líf í Mánaborg um helgina. Hafið það gott, farið varlega og njótið lífsins!

K.kv.Anna uppí sófa undir sæng.

P.s. snjóbuxur í stærð 140-150 cm óskast, ekki handa mér þó ég fari að nálgast kjörþyngd vegna niðurgangs.

22.11.2011 12:36

æ.æ.ó,ó, aumingja ég!

,
Já ég er flutt inná baðherbergi,
læt vita um leið og ég yfirgef pósturlínið!

K.kv.Anna

19.11.2011 01:24

Góða helgi!


Það er komin nótt, 
ég er á leið í bólið en vildi bara kasta á ykkur kveðju fyrst.
Eldsnemma í fyrramálið ætlum við hjónin að stinga af, 
já og vera í burtu heila nótt!
Allveg róleg við komum drengjunum fyrir og heimasætan passar herra Tinna, 
á meðan við slökkum á á Hótel KEA og kíkjum á lífið fyrir norðan.
Kem endurnærð til baka áður en sunnudagurinn er liðinn.
Góða helgi!

K.kv.Anna á leið í orlof!

17.11.2011 08:18

Fínerí.


O, hafið þið séð vetrarbollann með Múmín-álfunum?
Ef ekki þá er hann hér, horfðu vel á hann og ímyndaðu þér heitt súkkulaði 
og góða skeið af þeyttum rjóma, þó úti sé myrkur þá birtir til í sálinni þegar ég
hugsa til þess að bráðum er bollinn minn, í voða fallegri búð á Skólavörðustíg í Reykjavík hef 
ég keypt nokkra af bollunum mínum Art Form heitir búðin og ef þið eruð í borginni þá er sko upplifun að kíkja þar við, en fyrir okkur hin sem erum langt frá stígnum góða og borginni óurlegu þá fást Múmín-bollarnir nú í ..........Birtu ! Bæði á Egilstöðum og Reyðarfirði. Húff ég fæ örugglega ekkert útborgað fram að jólum, búðin er stútfull af fíneríi!
Nú er það steypibaðið og svo smá vinna, bökunar-sett bíða þess að verða saumuð og svo er alltaf nóg af þvotti, já hvernig var þetta hjá henni ömmu minni með 7.börn og þá var nú hvorki þvottavél eða þurrkari í heimilistækja-safni fólks. Þangað til næst fáið ykkur eitthvað gott í bolla, fallegan bolla og njótið dagsins.

K.kv.Anna múmí-mamma

14.11.2011 08:13

mánudags-blús!


Það er róleg stund hjá húsmóðurinni, en bara smá stund.
rétt ófarin í steypibaðið og svo er það vinnan.
Helgin flaug hjá og var laugardagurinn gjörnýttur á Reyðarfirði
fótbolta-strákurinn og tölvu-lúsin voru að keppa í fótbolta, 
frá 10-17, en lúsin var búinn á hádegi og þá skutumst við í Krónuna 
versluðum í ísskápinn sem var svo tómur að umræða kom upp um það hvort ekki væri hægt að leigja hann út sem einstaklingsíbúð!
Bróðir-Súpermann brunaði svo í gegnum göngin og tók matinn og lúsina með sér heim.  Ég og fótbolta-strákurinn héldum áfram í boltanum, 
Húsmóðirin sem er svo vel einangruð var orðin köld í gegnum merg og bein en var samt í ullarbrók og fallegum útprjónuðum sokkum úr íslenskri ull.
Munurinn á bræðrunum í boltanum er mikill og á ég þá ekki við getulega
heldur hugsjónin, fótbolta-strákurinn tekur á boltanum af mikilli allvöru á meðan lúsin lítur á þetta sem leik, og það er það sem ég er svo ánægð með, 
á þetta að vera eitthvað annað en leikur? 
Fótbolta-strákurinn er allveg að verða atvinnumaður og gerir ekki eingöngu miklar kröfur til sjálfsíns heldur til allra sem verða þeim heiðri aðnjótandi að fá að spila með honum, og ef þú stenst ekki væntingar þá færðu það óþvegið! Ekki ætla ég að hafa eftir honum hans velvöldu hvatningarorð (skammir) til liðsfélaga sinna.
Tölvu-lúsin aftur á móti brosti breitt og var bara ánægður með að vera lánaður til Seyðfirðingana sem vantaði varamann.
Heimasætan er ekki upptekin af boltasparki en liggur með nefið ofaní bók öllum stundum eða öllu heldur með fartölvuna í fanginu og lærir fyrir jarðfræði og annað gagnlegt.
Herra Tinni er sáttur við lífiði og tilveruna hann fékk góða flís af lambalæri í kvöldmatinn í gær og liggur hann ennþá á meltunni.
Eiginmaður minn bróðir-Súpermann slítur ekki gólfefninu hérna heima en hef ég aftur á móti miklar áhyggjur af sliti á innanstokksmunum,verkfæru
 og vélum hjá LVF.
Ég sjálf er kát og hress, búin að sauma smá um helgina, svona þegar ég var búin að ná í mig smá hita eftir boltann, sunnudagaskólinn var jafn skemmtilegur og alltaf og haustlaufið sem er búið að synda um bílastæðið hjá okkur alltof lengi var rakað saman og sett í poka.
Þannig að þetta er allt með eðlilegheitum í Mánaborg.
Hafið það gott njótið lífsinf og verið glöð!

K.kv.Anna fótbolta-mamma. 

10.11.2011 16:30

Nýjar myndir.


Komnar nýjar myndir!
Þökk sé bróðir-Súpermann, (ekki í fyrsta skipti)

Þangað til næst njótið lífsins!

K.kv.Anna í hvítum sófa

09.11.2011 21:24

Nægjusöm.....Talvan er að stríða mér, ég ætlaði að setja inn fullt af myndum en þetta er eina myndin sem festist inni, kanínulampann fékk ég í afmælisgjöf í vetur og nú lýsir hann mér þegar ég sit í nýja sófanum mínu, já það var hann sem þið áttuð að líta á, en verðið að láta ykkur nægja að horfa á arminn. Við vorum í borginni um síðustu helgi, og þá var keypt sófasett og borð og sitthvað annað, þetta er í fyrsta skipti sem ég eignast nýtt ónotað sófasett, já ég er búin að eiga mitt eigið heimili síðustu 20.árin en aldrei keypt sófa,  nú er stofan búin að fá andlitsliftingu. Ég vona að talvan verði auðmjúk og gleypi við myndunum á morgun, þangað til sest ég bara í nýja sófann og nýt þess að skoða falleg blogg og virða fyrir mér fallega ljósið af Kaniku. Hafið það gott og munið að brosa.

K.kv.Anna í nýjum sófa á miðvikudagskvöldi.

09.11.2011 08:19

Mamma !


Í dag á mamma mín afmæli, 
ef ég væri örlítið nær henni
 þá fengi hún morgunmat í rúmið,
en mamma vill ekki morgunmat í rúmið,
hún vill ekki veltast um í minslu með marmelaði í koddanum.

Mamma vill hafa stjór á hlutunum, 
rista brauðið sitt sálf, 
drekka "VENJULEGT" kaffi og hlusta á RÚV.
það er þetta sem er svo gott við mömmu, 
hún er alltaf eins.

Elsku mamma til hamingju með daginn!

Til ykkar sem rambið inná síðuna mína, eigið dásamlegan dag!

K.kv.Anna í miðriviku.

02.11.2011 23:21

nóvember
Þá er nóvember mættur í Mánaborg, afmælismáðurinn mikli í okkar fjölskyldu.. En hvað á það gefa í afmælisgjöf ? Ekki kerti og spil, kanski bara hlýju og yl ? Já eitthvað sem kostar ekki mikið en gleður þeim mun meir, vinátta, samhugur, hjálpsemi og bros, ég held ég sé komin með þetta svo þið sem eigið afmæli í nóvember, innilega til hamingju segji ég með bros á vör og ást í hjarta. Verið góð við hvert annað og njótið dagsins því hann er ykkar!

K.kv.Anna
  • 1
Flettingar í dag: 210
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1285059
Samtals gestir: 229245
Tölur uppfærðar: 17.10.2021 15:01:32

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar