"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2012 Júní

30.06.2012 09:54

vika síðan síðast!


Ég er nánast búin að liggja í rúminu alla vikuna!
Það fer ekki konu eins og mér vel að fá í bakið.
Ég var svo heppin að mamma var í heimsókn fyrripart vikunar,
svo hefur það bitnað á heimilisfólkinu.
Að öðrum ólöstuðum þá hefur tölvu-lúsin staðið sig best,
hann tekur hlutverkið sem aðstoðarmaður minn
mjög allvarlega, í gær rölti ég t.d. niður í "Kaupfélag"
ég var víst lengi miðað við erindið svo hann rölti af stað
og fór að aðthuga með konuna.
Mér snar batnaði við umhyggjuna.
Bróðir-Súpermann fór á Reyðarfjörð áðan með fótbolta-strákinn,
ferðinni var svo heitið til Akureyra á mót,
en ég fæ minn heittelskaða aftur heim hann var bara að skutla í rútu.
Heimasætan hefur séð til þess þessa viku 
að halda Oktavíu heitri, 
ég hef verið óökufær.
En það er nú eins gott að ég er á réttri leið með þetta bak,
á miðvikudaginn förum við á N1 mótið á Akureyri,
ég og fótbolta-strákurinn,
heimasætan og pabbi hennar ætla að "skreppa" til Færeyja í skírn
svo það er nóg framundan hjá okkur í Mánaborg.
Hlakka svo til þess að kíkja á höfuðstað Norðurlands
verð í slagtogi með frábærri fótbolta-mömmu
og milli þess sem við stöndum á hliðarlínunni 
þá verður nú örugglega smá tími til þess að kíkja í BÚÐIR !
Þangað til næst umvefjið ykkur með sumrinu,
drekkið kaffi úr fallegum bolla
eða vatn úr spariglasinu.

K.kv.Anna á uppleið.


22.06.2012 11:31

Þitt er valið!


Lífið bíður uppá svo margt, við þurfum endalaust að vera að velja.
Þessa dagana gengur umræðan í þjóðfélaginu útá val,
að velja forseta, húff það er nú ekkert auðvelt val.

Þegar fótbolta-strákurinn biður um að fá að vera úti til 23.00
þá gef ég honum val, að vera úti til 22.00 eða 22.30.
Það er þá farinn millivegurinn og bæði vinna.

Þegar tölvu-lúsin vill fá kex í morgunmat þá er það súrmjólk
með niðurbritjuðu epli og kex í eftir-rétt sem er í boð.

Stundum held ég að ég gæti ráði mig sem samningamann 
hjá friðarsveitum Sameinuðuþjóðana,
heima hjá mér gengur dagurinn út á það að semja og velja.

Ég vel það að dagurinn sé góður, 
svo langt sem það nær eða svo langt sem ég get haft 
áhrif á daginn minn.

Ég vel að vera brosandi og jákvæð,
trúið mér ég gæti of verið hrikalega fúl og neikvæð,
en hvað hjálpar það?

Hugsaðu um það næst þegar eitthvað pirrar þig,
hvað velur þú?

Umvefjið ykkur með jákvæðni,
brosið og njótið lífsins.

K.kv.Anna á undurfögrum föstudegi.

19.06.2012 20:52

Ótitlað

Magavænt múslí

 


 

5.dl  Tröllahafrar

1.dl  sesamfræ

1.dl  graskersfræ

1.dl  möndlur saxað

1.dl  hnetur saxaðar

2.dl  kókosflögur

1.dl  rúsínur

1.dl  döðlur saxaðar

1.dl  gojiber

1.msk kanill

1.msk  kakó

2.msk kókosolía

Tröllahafrar,fræ og hnetur sett í ofnskúffu og  "bakað" á 200.gráðum í smástund, kókosflögurnar settar yfir í restina, passið að brenna ekki kókosflögurnar þær þurfa bara pínu stund.

Rúsínur, döðlur og gojiber blandað samanvið og kakó og kanill sett yfir,  kókosolían sett saman við og öllu velt vel saman.

Geymist í lokuðu fallegu boxi, njótist á hverjum morgni með AB-mjólk, niðurskornu epli og banana.

17.06.2012 19:36

Dans á rósum, og örum fjölæringum!


Það er oft sagt að lífið sé ekki dans á rósum..
mér finnst lífið einmitt eins og dans á rósum,
ekki bara bóndarósum sem stinga ekki 
heldur allskyns rósum og öðrum fjölæringum,
svona mis mjúkt og mis vel ilmandi

Það er 1.ár síðan það færðist virkilegt
líf yfir heimilið okkar í Mánaborg,
það hefur gengið á ímsu en uppúr stendur
að við erum ríkari,
ríkari af þolinmæði,
en svo höfum við líka fengið 
mikla æfingu í dúpöndun, 
þó svo að sumir dagar hafi verið 
heldur erfiðir þá hafa fleiri verið góðir
Fótbolta-strákurinn og tölvu-lúsin 
hafa gert okkur hjónin að betri manneskjum
og ég vona að þeir getir horft til baka eftir
mörg,mörg ár og sé að þeir
hafi líka orðið ríkar af því að koma inní líf okkar.

Þessa dagana gengur lífið að mestu útá fótbolta
og að veiða síli, eru til stigvéli á heimilinu
sem ég get vaðað uppfyrir í án þess að verða blautur?
Það var sá yngri sem kom með þessa spurningu.
Fótbolta-strákurinn reynir að vera töff en er svo allt í einu 
farinn úr flotta bolnum og kominn í "druslu"peysu
á leiðinni út að veiða síli.

Heimasætan fær ökuskirteini í ÞESSARI viku.
hún er svo spennt,
hana hlakkar svo til þess að geta sagt við pabba sinn:
viltu far?

Ég er kát og hress,
borða ekki nóg grænmeti 
en er alltaf að reyna.

Eigið dásamlega viku,
þið sem nennið að fylgjast með þessu
óreglulega bloggi,
takk fyrir að hafa áhuga á lífinu í Mánaborg.

K.kv.Anna á 17.júní.


08.06.2012 23:11

Helgi, einu sinni enn !


Ég ligni aftur augunum og læt sem þetta sé í mínum garði,
ég liggi í rólunni,
með uppáhalds tímaritið mitt og 
fallegt glas með vatni, klaka og límónusneiðum.
Það er gott að eiga dagdrauma þegar það er 
grátt og ekkert sérstaklega hlítt úti.

Verð að deila með ykkur smá gullkorni frá Tölvu-lúsinni,
það var verið að spila lag í sjónvarpinu....
glímt við þjóðveginn þessa gríttu braut.....o.s.f.v.
þá kom frá honum:
Anna ef við ættum heima í Ameríku þá 
mættum við aldrei taka ÞUMALINGA uppí,
þeir geta verið stór hættulegir!
Ég reyndi að halda niður í mér hlátrinum
um leið og ég hugsaði um það hvað þetta væri flott orð,
Þumalingur.

Fótbolta-strákurinn fékk að gista hjá vinum sínum,
á sunnudaginn er svo fótboltamót á Neskaupstað,
þegar við vorum á Patró þá tóku strákarnir þátt í 
víðavangshlaupi "Skútuhlaupinu" fótbolta-strákurinn
vann sinn aldursflokk í 3.km hlaupi en þegar hann 
var kominn í mark var það fyrsta sem hann sagð: 
Ég hefði getað verið með betri tíma,
 hann í hnotskurn,
gerir svo miklar kröfur til sín og gerði 
samning við bróðir-Súpermann að á 
næsta ári tækju þeir saman þátt í 5.km hlaupinu,
þá held ég að minn heittelskaði megi fara að æfa sig,
ef ekki er leifilegt að nota skikkjur þar að segja.

Það eru 2.vikur í bílprófið hjá heimasætunni 
og Oktavía er komin með krónískan kvíða,
húsmóðirin líka, 
en stelpan er með þetta í blóðinu og
er létt á hægrifætinum.

Hef þetta ekki lengra að þessu sinni.

Njótið helgarinnar og umvefjið ykkur með jákvæðni.

K.kv.Anna á föstudagskvöldi.

05.06.2012 21:08

Hvar er sumarið?


Fjölskyldan í Mánaborg er nýkomin úr ferðalagi,
myndin er ekki úr feðinni,
en það var bongóblíða og hvítar strendur
á Patreksfiðir.

Tölvu-lúsin og fótbolta-strákurinn sýndu
að í þeim býr þolinmæði,
að sytja í bíl alla þessa leið á þess að slásst allvarlega
það er þrekvirki finnst húsmóðurinni.

Í dag erum við með "ör heimsókn" frá Færeyjum,
bróðir-bróðir-Súpermann og hans frú eru í 
sólahrings stoppi með Norrænu
og við njótum stundarinnar.

Ef það er hrollur í ykkur,
klæðið ykkur þá bara betur,
hugsið um eithvað hlílegt
og dagurinn verður notalegur.
þangað til næst, farið vel með ykkur.

K.kv.Anna á þriðjudagskvöldi.
  • 1
Flettingar í dag: 279
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1285128
Samtals gestir: 229246
Tölur uppfærðar: 17.10.2021 16:02:42

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar