"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2012 Ágúst

24.08.2012 23:19

Kertaljós og kristall!
Það er föstudagskvöld í Mánborg,
þegar ég leit útum eldhúsgluggann áðan hélt
ég að ég væri orðin vitlaus!
Mér sýndist vera kominn snjó skafl á bílastæðið!
En sem betur fer var þetta bara 
mis sýn af verstu gerð,
bróðir-Súpermann er búinn
að tjalda yfir hálft bílastæðið með 
plasti, er að gera við einhverjar steypuskemmdir
og það er nú víst betra að tjalda yfir herlegheitin
svo það rigni ekki á allt saman ef svo ótrúlega 
skyldi vilja til að það kæmi væta úr lofti,
en allavegana þetta var ekki snjór 
heldur plast sem minnir á skýli
frumbyggja nema þeir voru nú kanski ekki með 
byggingarplast í metravís.

Heimasætan er farin í annann fjörð
sá nefnist Norðfjörður og þar ætlar hún að vera
í vetur, lesa skólabækur,
taka þátt í starfi unglingadeildarinnar
hjá Björgunarsveitinni
og vinna í Nesbakka,
ef ég þyrfti að vinna á Neskaupstað
þá veldi ég Nesbakka,
 þar fást Múmí-könnur 
og allskonar iitala fínerí!
Heimasætan er ekki eins upptekin af svoleiðis fíneríi
eins og stjúpan.

Herrarnir eru byrjaðir í skólanum,
fótbolta-strákurinn ætlaði að vera í hádegismat
í skólanum en datt svo í hug hvort það væri
ekki bara ódýrara að hann fengi 
pening og skrippi niður í búð í matar hléinu!
Við köllum þetta bjartsýniskast vikunar hér á bæ.
Tölvu-lúsinn ætlar aftur á móti að koma heim í 
hádegishléinu þá getur húsmóðirin
dekrað við hann og svo fær hann
smá andrími frá erlinu í skólanum.
Annars eru þeir bræður kátir og hressir,
Afmælisboðin streyma inn um lúguna,
ótrúlegt hvað allir eiga eitthvað afmæli í ágúst
 við í minni fjöslkyldu erum meira fyrir vorið,
fótbolta-strákurinn 16.mars
húsmóðirin 29.mars
tölvu-lúsin .1.apríl
bróðir-Súpermann  15.mai
heimasætan 21.júní

herra Tinni á svo sinn mánuð með 
jólasveinunum og Jesúbarninu 
2.desember.

Þetta er nú meira párið,
ekki mikið vitrænt
en ekki heilsuspillandi
ég lofa því.

Nú er Egils-kristallinn að verða
búinn úr glasinu og kertin að deyja út,
held það sé merki um að 
húsmóðirin eigi að fara að koma sér í háttinn.

þangað til næst takk fyrir að hafa áhuga á mínu
hversdagslega lífi.

K.kv. Anna á miðnætti.

17.08.2012 01:02

Nýjar myndir !


Það er komið inn smá af nýjum myndum,
albúmið heitir því frumlega nafni: nytt

Eins og svo oft áður þá eru allir löngu sofnaðir hér á bæ
nema ég !

Eigið góðan föstudag og góða helgi og munið...

Þú getur gert margt en ekki allt.
Gerðu bara það sem þú getur
og hafðu ekki áhyggju af hinu.

K.kv.Anna með bros á vör.

14.08.2012 01:02

Heilt fjall!


Við erum komin heim,
það er fjall af þvotti á þvottahús-gólfinu.
Ég hef haft það á tilfinninguni í dag að fjallið
minki álíka og jöklar landsins,
semsagt afskaplega lítið svona á einum degi.En eftir að ég fann orkuna frá þessum dömum...
þá hefur fjallið nánast horfið,
það er komin nótt og ég á tvær vélar eftir,
þori varla að segja hvað ég er búin með margar 
en þar sem myndin er mjög þokkafull
þá ætla ég að treysta ykkur fyrir því að 
talan er SEX !
Og bara svo það sé á hreynu það er 
EKKI þurrkur úti!
Fallega stofan mín lítur út eins og Kínverskt þvottahús,
þurrkarinn sem ég nota aðeins í neið
er búin að vera óstöðvandi í dag.Svo má ekki gleyma því að Pollý-Önnu 
finnst svona verkefni bara skemmtileg!

Brosið, setjið í vél, hengið upp eða setjið í þurrkarann,
hugsið til vinkonu minnar á myndinni hér að ofan,
hún er svo glöð, glöð fyrir að eiga föt til þess að þvo!

K.kv.Anna með minkandi þvottafjall.

06.08.2012 21:48

Ferðalag...

við erum búin að vera á heljarinnar flakki,
öll nema herra Tinni,
í þessum pikkuðu orðum eru allir sofnaðir
nema ég, ekki óvanaleg,
á morgun er ferðinni heitið heim á leið
frá Gautaborg til Stokkhólms,
þaðan til Keflavíkur svo Álftanes,
bróðir-Súpermann heldur rakleitt heim
ég og strákarnir ætlum að vera aðeins á suðurlandinu
fótbolta-strákurinn ætlar að keppa á Selfossi um helgina,
ég og tölvu-lúsin verðum í stuðningsliðinu,
heimasætan er búin að vera með okkur á þessu flakki
það er búið að vera svo gaman,
væri ekki það sama ef hún væri ekki með,
ég sagði við hana í gærkvöldi að þetta væri nú
kanski í síðasta sinn sem hún nennti með okkur í ferðalag
næsta sumar yrði hún kanski komin með kærasta og 
þá væri nú lítið spennandi að hanga með fjölskyldunni,
svarið sem ég fékk kom á óvart:
ef hann fílar ekki fjölskyldu-líf þá getur hann ekki verið kærastinn minn!
Þar höfum við það, það er ekkert að fækka
í ferðalögum fjölskyldunnar.

Held ég láti þetta nægja að sinni,
farið vel með ykkur og ekki vanmeta nærveru ykkar.

K.kv.Anna,gengin upp að öxlum ;-)
  • 1
Flettingar í dag: 311
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1285160
Samtals gestir: 229246
Tölur uppfærðar: 17.10.2021 16:34:09

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar