"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2013 Nóvember

24.11.2013 03:26

Sunnudagaskólinn.


Á hvað trúir þú?
Þetta er spurning sem við spyrjum ekki að.
Afhverju ekki?
Ég trúi á allt sem er gott,
ég fer í sunnudagaskólann
af því að það er passlega allvarlegt fyrir mig.
Þegar ég var lítil þá fór mamma með okkur
í Fíladelfíu því hún var nálægt heimili okkar,
presturinn-predikarinn hafði svo hátt að ég
orgaði af hræðslu og mamma reyndi þetta ekki aftur.
Þegar ég varð svo aðeins stærri
þá fór ég í sunnudagaskóla sem var haldinn
á Hvolsvelli en þar bjuggum við,
það var Hvítasunnu fólk sem sá um stundina
og ég man hvað við lögðum mikið á okkur við að 
muna versið sem stóð á biblíumyndinni frá síðasta sunnudegi,
Á Patró stjórnuðum við sunnudagaskólanum ég og
Kristín vinkona mín, 
einusinni í viku hittum við Maggý dásamlega konu
sem sá um gítarspilið í sunnudagaskólanum
við fórum heim til hennar og æfðum lögin,
þetta var ábyrgðar hlutverk sem við tókum allvarlega.
Eftir að ég varð fullorðin þá urðu kirkjuheimsóknirnar færri,
og á meðan ég bjó í Noregi þá hitti ég 
Guð minn bara þegar mér hentaði heima í stofu,
maður þarf ekki kirkju til þess að trúa.
Í dag er ég í sóknarnefnd,
mæti í sunnudagaskólann og sprella,
skúra safnaðarheimilið
og passa að fermingardrengur heimilisins
kunni versin sín. 
En mér finnst ég samt ekkert
meira trúuð en einhver annar
ég kann bara vel við boðskapinn
og þegar ég sem barn átti erfiðar stundir þá 
var gott að eiga æðri mátt að.
Ég hef örugglega sagt ykkur frá því þegar
lítill vinur minn keyrði framhjá kirkjunni að kvöldlagi
það var kveikt ljós í kirkjunni og snáðinn sagði:
Mamma, Anna er bara heima!
Það er ágætis summa sem ríkið setur af
í sendiráð í útlöndum,
það er niðurskurður útum allt,
ef ég ætti erfitt og stæði föst í heilbrigðiskerfinu
hvort færi ég í kirkju eða sendiráð?
Komum í kirkjuna,
fögnum aðventunni og njótum þess að vera saman!

K.kv.Anna sunnudagaskólakona.

23.11.2013 00:02

georg og félagar!


Þá er þessi vika á enda.
Húsmóðirin er pínu lúin,
var að vinna í Birtu meira en oft áður,
seldi Georg eins og nýsteiktar kleinur,
Georg Jensen óróinn er alltaf jafn vinsæll,
held að vinsældirnar séu að stíga honum til höfuðs,
allavegana svífur óróinn 2013 um 
á gylltum vængjum (engill!).

Fyrstu jólin sem við héldum sem 5.manna
og eins hunds fjölskylda þá var
fótbolta-strákurinn að aðstoða frúnna
að skreyta jólatréð,
það vill svo ótrúlega til að 
það finnast nokkrar öskjur af honum Gogga 
á þessu heimili en í minni útgáfunni
og ég hengi þá á jólatréð,
þessa umræddu Þorláksmessunótt
rétti ég fótbolta-stráknum óróana
og hann hengdi á tréð,
þegar við vorum rúmlega hálfnuð 
þá heyrist:
Anna er ekki komið nóg af þessum Djords?

Ég hlakka til þess að skreyta með þeim
bræðrum fyrir jólin,
stórir G.J óróar erum líka til á heimilinu
fæðingarár barnanna og brúðkaupsár hjónanna,
það er allveg passlegt.

Hafið það dásamlega gott,
Obba vinkona mín er öflug
ég þori ekki öðru en að senda ykkur línu
þegar ég fæ svona formlegar kvartanir,
þangað til næst.......Bless.

K.kv.Anna Jensen.

19.11.2013 13:55

frú Anna.

 
Já nú er líf í tuskunum hjá húsmóðurinni...
kíkið inná:  fruanna.is
þá sjáið þið hvað ég og önnur Anna
erum að bralla.
 
Annars er allt gott að frétta,
að líta út um eldhúsgluggann er
eins og að horfa á jólakort,
snjór yfir öllu og allt eitthvað svo hreynt.
 
Þetta verður allgjört örblogg í dag
því ég gleymdi hleðslutækinu af tölvunni
niðri í athvarfinu mínu og er að 
verða "bakteríu" laus.
 
Set inn myndir mjög fljótlega er búina
að sauma á fullu.
 
Hafið það dásamlega gott og munið að anda djúpt.
 
 
K.kv. frú Anna

10.11.2013 21:47

Sunnudagskvöld.
Dagarnir æða hjá..
ég hef í nógu að snúast 
en á milli þess sem ég sit við saumavélina
eða stend við strauborðið þá dettur mér eitthvað sniðugt í hug
ég er alltaf með stóra kertalukt á tröppunum hjá okkur,
mér finnst kertin bæði dýr og svo veit maður aldrei
hvernig þau brenna,
en leiðis-lukta kerti þau brenna einstaklega vel
og er brennslutíminn 120 kls.
Mér finnst þau óþarflega látlaus í luktina mína
hérna úti á tröppum svo þá var bara
að stinga límbissunni í samband 
miklu sætari svona pínu skreytt,
ekki satt?

Annars er allt í góðu hjá okkur í Mánaborg,
árhátíð grunskólans yfirstaðin og þá dettum við í 
okkar notalega far og stundaskráin fær 
fullt gyldi að nýju,
tölvulúsin er voða lítið fyrir að breita 
út af vananum og að fylgja ekki stundaskránni
já það kemst nú eiginlega því sem næst
lögbroti!

Fótbolta-strákurinn er allveg orðinn unglingur,
vill helst bara sofa
borðar eins og hestur
og farinn að hugsa næstum því
jafn mikið um stelpur og fótbolta!

Heimasætan og tengdasonurinn þau eru í 
forstofuherberginu og þangað inn loka ég nú bara!
Ótrúlegt hvað það er hægt að dreyfa dótinu sínu
þó engin sér þar inni heilu daganna.

Bróðir-Súpermann er kominn í jólagírinn
allavegana spurði hann í dag hvort við 
ættum ekki að fara að baka,
ég veit ekki betur en ég sé alltaf bakandi,
það klárast bara alltaf strax!

Ég sjálf er í góðum gír,
pínu hrædd við hálkuna sem kom hún er að fara aftur
og þá getum við herra Tinni farið að ganga í 5.gírnum að nýju,
þó hann þurfi að pissa á alla ljósastaurana
þá er 1.gír eiginlega of hægur,
allavegana svona í lengdina.

Nú eru allir farnir í ból á mínu bæ,
ég óska ykkur góðrar viku og vona að 
þið hafið það dásamlega ljúft.
Þangað til næst....
takk fyrir lesturinn!

K.kv.Anna á sunnudagskvöldi.

03.11.2013 01:08

Nóvember


Það er kominn nóvember!
Mér finnst það notalegt,
tengdamamma á afmæli í dag
mamma mín um næstu helgi,
það er fullt af afmælum í fjölskyldunni 
í nóvember en ég bý svo langt frá öllum.
Nei, þetta kom vitlaust útúr mér:
Það búa allir svo langt frá mér!

Ég er aðeins komin á skrið með jólagjafakaupin,
ætla að reyna að eiga náðuga daga þegar
aðal mánuðurinn boðar komu sína.
Þegar ég var barn þá svaf ég nánast ekkert í desember,
ég stalst til þess að hlusta á jólaplötur
þegar enginn var heima,
annars var sko ekki byrjað að spila þær
fyrr en korter í jól!
Ég stalst í smákökurnar og týndi bestu molana úr
Makintos dósinni og hélt að engin kæmist að því.

Það er á við góðan viðtalstíma hjá geðlækni að 
slaka á og rifja upp góðar minningar,
ég lifi í núinu og skipulegg aðventugjafir
fyrir góða vinkonu,
mamma fær í skóinn og ég hef séð um það
fyrir þá bræður (jólasveinana) frá því ég flutti austur,
auðvita fær mamma í skóinn
hún er alltaf góð!

En ætli þetta sé ekki nóg um blessuð jólin í bili,
njótið lífsins og gerið góðverk kveikið á kertum og sötrið heitt súkkulaði.

K.kv.Anna í nóvember.
  • 1
Flettingar í dag: 242
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1285091
Samtals gestir: 229245
Tölur uppfærðar: 17.10.2021 15:32:03

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar