"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2014 Febrúar

25.02.2014 23:13

Heil eða hálf ?
Í síðustu viku gisti lítil vinkona mín hjá mér,
hún er hálfsystir heimasætunar,
ein af spurningunum sem hún spurði stóru systir sína var:
Er betra að vera heil eða hálf-systir?
Já fjölskyldan er flókið fyrirbæri,
og fjölskyldan í Mánaborg á örugglega vinninginn!

En þegar það var búið að sannfæra þá stuttu
um að það væri bara bæði jafn gott þá kom meiri speki:
Fyrst að þú ert hálf-systir mín þá er Jens hálf-pabbi minn!
Já það er bara að kunna að bjarga sér.
En flækjustigið er hátt hérna hjá okkur
og eina lausnin í sambandi við herra heimilisins
var að þeir gætu bara verið frændur hennar,
en ég sjálf húsmóðirin ég væri náttúrulega bara
STJÚPMÓÐIRIN!
Og væri sko bara stjúpmóðir þeirra allra.

Það sem var svo gaman við þessa heimsókn var
þolinmæði tölvulúsarinnar,
að æfa leikrit þar sem gesturinn var forsetinn og
tölvu-lúsinn hundurinn,
fara í feluleik,
í leikskólaleik þar sem hann var krakkinn en hún kennarinn,
og að leifa henni að sofa á dýnu á gólfinu inni hjá sér.

Fótbolta-strákurinn missti nú svolítið af þessum heiðurs gesti,
henn er alltaf í einhverjum fótbolta,
en hann lánaði henni PEZ-karlana og það er nú svolítið.
Annars var gesturinn upptekin af því að engin byrjaði að borða
fyrr en húsmóðirin væri sest líka,
og hún var dugleg að koma fram með skýrslur um
prakkarastrik og prumpubrandara.

Hvað er "venjuleg" fjölskylda?
Mér finnst við svoooooooo VENJULEG!
þegar ég var að alast upp þá var ein vinkona mín sem átti
pabba annarstaðar,
hann gaf henni reyndar mjög fallegt DBS reiðhjól,
en að öðruleiti urðum við ekki varar við hann.

Hvernig er þetta eiginlega hjá Andrés Önd og fjölskyldu?
Eru þau ekki bara ein stór fjölskylda sama hvort
þau koma úr andar eða gæsar eggi.
Svoleiðis finnst mér þetta eiga að vera,
Maður býr sér bara til sína fjölskyldu,
hálf heil eða einn fjórði
stjúp eða fóstur mamma,
skiptir engu máli.

Eigið nú áframhaldandi góða viku,
njótið þess að vera til og veljið ykkur bara
fjölskyldu ef það vantar eitthvað uppá ykkar.

K.kv.Anna hálf-stjúp-fóstur-frænka-systir-dóttir-eiginkona-vinkona

19.02.2014 17:24

Síminn!
Munið þið eftir svona síma?
Þegar það var símahorn og síma stóll,
Ég man líka eftir því þegar það var ekki sími heima,
mamma fór niður á símstöð í Hvolsvelli
og hringdi í mömmu sína,
stóð uppá endann í símaklefa og spjallaði smástund.
En þetta er öðruvísi í dag,
í dag er engin snúra í símanum,
engin símastóll
og hægt að hringja nánast hvar og hvenær sem er.

Ég hringi í mömmu á hverjum degi,
það eru 900.km á milli okkar
en það er svo stutt samt,
svona í anda.

Hvar værum við ef við hefðum ekki símann?
Í gær fórum við hjónin í smá sjúkrahús heimsókn,
bróðir-Súpermann er svo heppin að eiga ömmu og afa,
amma er eitthvað lasin og við fórum á Neskaupsstað
að heimsækja hana,
farsímarnir voru geimdir í bílnum á meðan,
og bróðir-Súpermann er örugglega vinsælli en forsetinn,
allavegana voru 16! ósvöruð símtöl þegar við komum út í bíl!
Húff stundum langar mig að henda
síma eiginmannsins á haf út!

En voða er nú gott að hafa síma,
hef ég kanski sagt þetta áður,
ég held sambandi við alla þá sem mér þykir væntum
með SÍMANUM.
En auðvita er skemmtilegast að hitta þá
sem manni þykir vænt um,
en Flugfélag Íslands sér til þess að ég
er síma-mær.

Eigið dásamlegan dag,
hringið í einhvern sem þið hafið ekki heyrt í lengi.

K.kv.Anna síma-mær

12.02.2014 07:04

Febrúar!


Ég man nú ekki hvað sagan um dýrin í Hálsaskógi er gömul,
en mikið hefur hann Torbjörn Egener verið klókur maður,
hollusta og eineltis mál,
er það ekki einmitt sagan endalausa?

Gott er að borða gulrótina,
grófabrauðið steinseljuna,
krækiber og karteflur
kálblö' og grænmeti...

og öll dýrirn í skóginum eiga að vera vinir,
auðvita!
Þau ættu kanski að lesa þessa meku bók
starfsmenn dýragarðsins í Danmörku!
Aumingja gíraffinn breittist bara í steik fyrir ljón!
En þannig er nú lífið.

Ég er svo stabíl þessa dagana að ég er viss um
að vinir mínir Nói og Síríus finna fyrir
lægð í sölu á hinum ímsu vöruflokkum.
En ef ég er það sem ég borða
þá er skýringin á fríðleika mínum öll þau sætindi
sem ég hef innbirt í gegnum tíðina.

Ef ég er það sem ég borða
þá hlít ég að minna á tómat,
í rauða náttkjólnum mínum uppí sófa,
mikið jafnvægi á milli hæðar og þyngdar
þar að segja svolítið eins og tómatur í vextinum.
En öll þessi hollusta er bara af því góða,
ég er full af orku,
herra Tinni felur sig þegar ég fer í úlpuna
tölvulúsin gerði við mig samning og
við förum í sund aðminstakosti 3xí viku.
það væri nú hægt að semja lag um það!

Plan dagsins snýr kanski bara að þvottahúsinu!
Já blessað fjallið þar er ekkert í rénun,
ég verð að vera duglegri að setjast niður og pára
það er svo hollt að létta á þrístingunum.

Þangað til næst eigið dásamllegan dag og munið að
við erum það sem við borðum.

K.kv.Anna tómatur.

  • 1
Flettingar í dag: 210
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1285059
Samtals gestir: 229245
Tölur uppfærðar: 17.10.2021 15:01:32

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar