"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2015 Janúar

29.01.2015 13:42

S, M, L, XL, XXL, XXX...Hvaða stærð notar þú?
Ég vaknaði einn morguninn og fannst ég svo mjó!
Þegar eiginmaðurinn kom heim í níukaffinu
spurði ég hann hvort hann væri ekki til í að koma með mér
í Veiðifluguna og kíkja á úlpur,
ég hef minkað síðan síðasta utanyfirflík var keypt,
já sú var keypt á útsölu og var í herrastærð XXXL.
Við brunuðum yfir á Reyðarfjörð eftir vinnu hjá bóndanum,
svo hófs niður-rifið......
markmiðið var skýrt ég ætlaði ekki í herraúlpu!
Það var sama hvað flíkin hét,
HellyHansen, Didrikson, Zo-On, Cintamani, 66*N,
Já það vantar sko ekki úrvalið hjá okkkur hérna fyrir austann,
en allavegana þá voru allar mögulegar og ómögulegar
stærðir og snið skoðuð og mátuð,
konan sem var svo mjó og bjartsýn í upphafi
fór heim úlpulaus afþví að barmurinn er stærri
en nokkuð fyrirtæki hefur mælieiningu fyrir,
búin að senda kynsystur minni með eftirnafnið Parton
fyrirspurn hvar hún fái utanyfir flík,
get nú þvímiður ekki státað af sama mittismáli og
sú góða kona en brjóstmálið er örugglega svipað!
Nú bíð ég eftir því að það vori,
þá get ég spókað mig um í sumarkjól,
stærðin á miðanum er ákveðin.
Stærð: DÍVA !
Þangað til verð ég bara inni.

K.kv. Anna barmfagra !

15.01.2015 22:21

Nýtt ár sama fólkið!

Já gleðilegt ár elskurnar mínar,
og fyrirgefið innilega þessa vanrækslu á blogginu.
Síðan síðast er ég búin að fara í viku á Norðfjörð
í endurkomu í lífstílshópin sem ég byrjaði í fyrir ári síðan,
mikið var gaman að hitta allar skvísurnar,
og dásamleg byrjun á nýju ári,
svo var það hjónaballið.....
jú við hjónin létum okkur ekki vanta
og myndin hér efst er tekin heima hjá
vinum okkar Jóhönnu og Guðna
við skvísurnar fórum náttúrulega í greyðslu
og dekur á meðan strákarnir (eiginmennirnir)
smökkuðu á hinum ýmsustu bjórtegundum
svona til þess að vera öruggir hvað ætti að hafa með sér.
Og að vanda var Hjónaballið FRÁBÆRT !
Strax farið að telja niður í næsta.

Neðri myndin var tekin um miðjan apríl
þegar fótbolta-strákurinn okkar var fermdur,
síðn þá getur bróðir-Súpermann hneppt vestinu
( auðveldlega og allveg óvart)
og húsmóðirin stekkur uppá stól án þess að
eiga það á hættu að brjóta bæði sig og stólin,
lífið er svooo gott!

Annars er það engifer og sítróna,
nefsprey og vasaklútar
sem eru helstu fylgifiskar okkar hjóna
þessa dagana en það lagast,
förum nú ekki að drepast úr kvefi!

Ég lofa að skrifa mjög fljótlega aftur,
á nefnilega von á síðbúinni jólagjöf frá eiginmanninum,
og deili henni með ykkur um leið og hún
kemur í hús........
(kom með Norrænu síðustu nótt)

Hafið það gott og verið nú bara inni í þessu veðri.
K.kv. Anna með díbbað nebb og ráma rödd.

  • 1
Flettingar í dag: 279
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1285128
Samtals gestir: 229246
Tölur uppfærðar: 17.10.2021 16:02:42

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar