"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2018 Desember

08.12.2018 20:18

Jólaljós.


Ég er svo hrifin af jólaljósunum,
já ekki hvaða ljósum sem er samt
sá hús um daginn sem blikkaði allt að utan 
og í öllum gluggum
ég gæti ekki verið með svoleiðis ljós,
nema ef ég ætti fjall af sjóveikis-pillum.

Í gær þegar ég kom heim þá sá ég að 
það var "dautt" á hluta af jólaseríunni á Mánaborg
það var komið of mikið rökkur til þess að ég gæti skoðað 
hvað væri að?
Auðvita vissi ég hvað var að 
það hlaut að vera sprungin pera.
Í morgun fór ég svo eftir góðan göngutúr 
með ferfætta vini mínu að gæta að ljósunum,
já ég var svo vel gölluð svo það var um að gera
að kíkja á þetta.

Ég náði í stóra stiga eiginmannsins,
sá að nokkrar perur voru svartar
en áttu að vera skínandi glærar,
ég skipti um perurnar en ekkert gerðist.
Þá hringdi ég í bróðir-Súpermann og fékk ráðleggingar,
hans ráð var að skipta um allar perurnar á 
þessum ákveðna parti ca 30 perur.
Og ég gerði það.
Og ekkert kom ljósið!
Þá stökk ég yfir gyrðinuguna hjá mér
já eða klöngraðist og bað góðan granna og vin
um hjálp,
ekki svona hjálp,hjálp heldur ráðleggingar,
og ráðið var að taka hverja peru og 
tékka á henni með rafhlöðu,
jú ég gerði það og viti menn.....
hver einasta pera skein svo skært.
Þá var það plan B
í ráðleggingu nágrannans,
að taka hverja peru aftur úr og vera 
vopnuð litlu skrúfjárni og ýta við 
lítilli fjöður í hverju perustæði
og setja peruna svo aftur í.
Og ég gerði það!
Og svo setti ég aftur í samband við RARIK
og viti menn.....
það kom ljós!

Já ég gat þetta allveg sjálf!
en ég verð nú að taka það fram að þarna var 
klukkan orðin hálf þrjú.
Já þetta tók tíma
en það var þess virði,
ég á voða erfitt með hálflýsandi seríur.

Húsbóndinn var staddur í borginni 
og hafði smá áhyggjur af konunni í stiganum,
nema að það hafi verið stiginn sem hann 
hafði áhyggjur af.

Þangað til næst,
lýsið upp skammdegið með jólaljósum,
þá verður allt svo miklu betra.
K.kv. Anna næstum því seríumeistari.
  • 1
Flettingar í dag: 197
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1285046
Samtals gestir: 229244
Tölur uppfærðar: 17.10.2021 12:34:33

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar