"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2019 Mars

14.03.2019 09:56

Hver er ég?


Hver er ég?
Þegar ég var unglingur þá langaði mig svo að vera prestur,
en háskálanám með einhverjum framandi tungumálum hræddu mig,
svo ég varð "bara" sunnudagaskólakona.

Frá því að ég man fyrst eftir mér þá hef ég elskað börn,
þegar ég var allveg að verða 5.ára þá eignaðist ég
bróður mér finnst ég enn finna fyrir gleðinni í hjartanu
ég ætlaði alltaf að eignast börn,
það tók bara lengri tíma en ég hafði reiknað með
og ég fór aðeins aðra leið en ég hafði reiknað með í upphafi.

Ég átti ekki auðvelt með að læra þegar ég var í skóla,
einbeitningin var einhverstaðar fyrir utan gluggann,
held ég sé nú ágætlega greynd,
er bara meiri "dúer" en "þinker".

Ég er nú ekkert gömul en um dagin fór ég að hugsa,
þegar ég dey og það kemur aukablað með Mogganum
með öllum minningargreinunum þá stendur þarna efst,
Anna átti stjúpdóttur og tvo fóstursyni,
fullt af frændsiskynum og helling af litlum vinum.
Mér langar bara að eiga börn,
ekki að það hangi alltaf með stjúp og fóstur,
er ég með fordóma?
Eða kanski í tilvistarkreppu?

Auðvita á að kalla skóflu skóflu.
ég veit að ég hef skrifað um þetta áður,
sem þíðir kanski að ég er ekki allveg búin að 
vinna úr því að ég eignaðist ekki börnin mín eftir "eðlilegu" leiðum.
En það sem ég er ánægð með þau,
öll þrjú.
Hefðu ekki getað verið flottara fólk þó ég hefði búið þau til sjálf.

En svona getur lífið komið endalaust á óvart,
hverjum hefði dottið í hug að barnakellingin Anna
nyti þess að vera alein heima?
En ég get allveg sagt ykkur það að það er stundum
allveg dásamlega notalegt,
en bara í stuttan tíma í einu.

Núna ætla ég að koma mér á uppáhalds staðinn minn,
og njóta þess að sauma og hlusta á útvarpið
í allan dag.

Hafið það sem allra best kæru þið sem nennið að lesa párið mitt.

K.kv. "bara"Anna

02.03.2019 11:57

Fjarbúð.


Þegar ég var að alast upp þá var pabbi mis mikið heima,
það var nú ekki kallað að vera í fjarbúð.
Hann var bara að vinna fyrir heimilinu,
menn fóru á vertíð og sóttu vinnu langt frá konu og börnum.
Ég hef ekki lagst í neina ransóknarvinnu um þetta 
þarf bara að rifja upp frásagnir af karlmönnum í fjölskyldunni minni.
Núna er maðurinn í lífi mínu í vinnu í öðru landi,
við heyrumst á hverjum degi og hittumst einusinni í mánuði.
Ég segi nú ekki að mig langi að hafa þetta alltaf svona,
en ég held að við höfum gott af þessu um tíma allavegana.

Þegar ég sat ein í sjónvarpssófanum í gærkvöldi og fann ekkert 
til þess að horfa á þá saknaði ég þess svo 
að hafa hann ekki hrjótandi við hliðina á mér,
þegar hann er svo sofnaður fyrir framan sjónvarpið 
þá rek ég hann inn í rúm.

Þvottavélin er í hálfgerðu orlofi,
ekki það að bróðir-Súpermann hafi verið að tæta sig úr
fötunum oft á dag eins og unglingsstelpa
nei vinnufötin voru þvegin á hverjum degi
og ég tala nú ekki um vinnu samfestingarnir,
já þeir eru venjulega þvegnir í vinnuni
en ekki hjá honum Jens,
honum fannst miklu betra að fá konuna sína til þess að þvo.

Svo nú elda ég annanhvern dag og þvæ einu sinni í viku.
Þið megi ekki halda að ég sé búin að henda hellisbúanum út,
nei,nei hann er bara á nákvæmlega sama stað
og síðast þegar ég skrifaði um hann,
inní herbergi og á öðru tímabelti en ég.

Auðvita er best að heimilisfeðurnir geti stundað vinnu
sem skilar þeim heim á kvöldin,
en svoleiðis er það ekki á Íslandi og hefur aldrei verið.
Sjómenn, flutningabílstjórar já bara allskonar,
Þið sem búið tvö og hittist á hverju kvöldi,
njótið þess.
Þið sem búið ein og getið ráðið því 
hvað þið horfið á í sjónvarpinu
njótið þess.
Ég ætla að halda áfram að telja niður dagana
þangað til ég hitti manninn í lífi mínu næst,
njóta hvers dags og alls þess sem hann bíður uppá.
Njótið lífsins elskurnar mínar það er núna.

K.kv Anna í fjarbúð.
  • 1
Flettingar í dag: 347
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1285196
Samtals gestir: 229247
Tölur uppfærðar: 17.10.2021 17:05:29

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar